Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 9

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 9
EINING 9 Hér er enginn Jón Sigurðsson á ferð. Hér er ekki heldur neinn Hallgrímur Pétursson, er haldi drottins heilaga hjarta upp fyrir sjónum manna, að þeir sjái gegnum það upp í hinn hæsta himin Guðs, og sjái þar „birtu Guðs kærleika". Hér er ekki neinn Haraldur Níelsson með eld- skírðan anda, er. „sindri af“. — Hér er nóg af mönnum, en of lítið af stórum mönnum, andans fullhugum; nóg af dvergsálum, er dútla við hagleiksiðn, en of lítið af hug- sjónaauðugum og stórum mönnum, er „sindri af“. Menn eru smátækir í hugsun og litlir menn í athöfnum. Þeir eyða tíma sínum í smásnúninga, en hyggja lítið á stórræði. Þeir miðla mönnum fróðleik, en tekst illa að efla góðleik. Þeir gera hávaða um kjarabætur, en kunna illa til mann- bóta. Þeir gefa sig við guðfræði, en eru of fátækir af Guði. Þeir hóa mönnum saman í félög og hópa, en orka ekki að semja bræðralag á jörðu. Það sem gert hefur mennina mikla á öllum tímum, hefur verið trú þeirra á mikinn tilgang lífsins, að þeir hafa horft í sólarátt, horft mikið til himins. Hinn mikilhæfi enski kennimaður, Dean Inge, hefur þessi orð eftir Von Hugel: „Mannleg sál er athafnasöm í hlutfalli við það, hversu Guð er. athafnasamur í henni“. Og svo bætir Dean Inge þessu við: „Maðurinn er aldrei eins heill, h.eitur og fullkomlega með sjálfum sér, eins og þegar hann er hald- inn af GuSi“. Margur maðurinn, bæði hátt og lágt settur í þjóðfélaginu, hefur nú allmiklar áhyggjur út af uppeldi þjóðarinnar. — Sár þar of lítið hugsjónalíf blómgast, of lítinn sannan menningarvöxt, of lítinn gróður, of lítinn eldlegan áhuga, of lítinn drengskap og festu; en of mikið kæruleysi, of mikið af agaleysi, of mikið af léttúð, of mikið af afbrotum unglinga, of mikið af spillandi og lélegum iiautnum og skemmtunum, of mikið af mannskemmandi stjórnmála- illindum og óheilindum, of mikið af þróttleysi og sléni í félagslífi og menningarstarfi manna. — Öll þessi sýking menningar- og félagslífs, fátæktin og dáðleysið, stafar af því, að sálir manna eru ekki „haldnar af Guði“. Það er því ekkert að undra, þótt trúar- og andansmaðurinn mikli, sem öðrum fremur var „haldinn af Guði“, óskaði þess, að menn- irnir „fylltust allri Guðsfyllingu“. — Hvenær nefnir mann- kynssagan menn, sem haldnir voru af Guði, hvort sem þeir hétu Páll, Frans, Lúther, Livingstone, Wesley, Kagawa eða Hallgrímur, að ekki gerðust miklir hlutir fyrir áhrif þeirra, og að heimurinn byggi jafnvel öldum saman að auðlegðnni, er þeir vöxtuðu á fáum æfiárum. — Við eigum of fáa æsku- menn, sem haldnir eru af Guði. — Menn eru jafnan haldnir af einhverjum anda: af anda kraftar eða þróttleysis, anda áhugans eða letinnar, anda haturs eða kærleika, anda frið- ar og bræðralags, eða anda ófriðar og sundrungar, anda vonzkunnar eða anda Guðs. — Maðurinn er aldrei heill, heitur og fullkomlega með sjálfum sér, eins og þegar hann er haldinn af Guði. Heimurinn þarf á heilum og heitum mönnum að halda, mönnum, sem eru fullkomlega með sjálf- um sér, sem ekki eru haldnir — drukknir af anda letinnar, af æsingum og ofstæki, af anda sundrungar og flokka- dráttar, eða af áfengi og eyðileggjandi eiturtegundum, en sem eru haldnir af Guði. Siðferðilega lömuð heims- menning situr hölt við helgidómsdyr lífsins, og bíður slíkra manna; bíður eftir því, að þeir taki í hönd hennar, reisi hana á fætur og bjóði henni í nafni Guðs, í krafti Guðs, að fara heil ferða sinna og ganga inn til nýrrar, bjartrar og sigursællar menningar. — Heilar þjóðir bíða slíkra manna og leita að slíkum mönnum. Oft er það gott, sem gamlii* kveða, segir máltækið, og sérstaklega þegar það eru heimskunnir, gamlir og reyndir menn. Jafnaðarmannaleiðtoginn enski, George Landsbury skrifaði á þeim árum. „Ég sagði hr. Mussolini að ég væri að svipast um eftir stjórnmálamanni, sem vildi hrópa út til þjóðanna svo hátt að allur heimurinn heyrði — þetta: „Komum nú og leggjum ráð okkar. saman, og lærum af hinum eina sanna og fullkomna manni — Jesú Kristi — hvernig vér eigum að lifa“. Hvað hefði gerzt, ef Mussolini, Hitler, stjórn Japans og stjórnir hinna stórþjóðanna hefðu fallizt á þessa tillögu? Við þorum ekki að nefna það, því að svo góðs er heiminum enn ekki unnað. f Landinu „langt í burtu“, langt í burtu frá föðurhús- unum, eru vandamál týnda sonarins alltaf mikil. Sá heimur, sem sóar auðlegð sinni í stríð og vígbúnaðarbrjálæði, áfengi og margs konar skaðnautnir, er alltaf „langt í burtu“ frá hinu sannasta og bezta, langt í burm frá Guði og skjóli föð- urhúsanna. Hann býr ávallt við einhvers konar „hallæri“. Hann hlýtur að vakna upp til þeirrar ömurlegu meðvitund- ar, að hann stendur uppi „nakinn“, útilokaður frá sinni paradís. Því miður snýr týndur sonur helzt ekki heim, fyrr en hold hans er tæi’t af skorti, bak hans orðið bogið, skart- klæðin slitin og tötrarnir megna illa að hylja nektina, en það er samt alltaf dýrðlegur dagur, þegar týndur sonur kemur heim. Pétur Sigurðsson. ÖLIÐ VAR ÞAR AÐ VERKI Ungur maður í Noregi ætlaði á dansleik, fékk lánaðan bíl hjá föður sínum, gaf sig svo að öldrykk og ók svo leiðar sinnar, missti stjórn á bíln- um og lenti á stórum steini. Þegar lögreglan kom þarna að, fann hún unga manninn í skurðinum við veginn, en ungan félaga hans klemmdan til dauða undir bílnum. Hinn ákærði játaði að hafa drukkið ölið, en afráðið þó að aka bílnum. Ungur maður ölvaður, var settur nýlega í fangageymslu í Noregi og fannst þar dauður að morgni. 18 ára unglingur. í sama landi var tekinn fastur fyrir þjófnað, hann játaði að hafa drukkið 15 ölflöskur. Þótt ekki sé sagt nánar frá þessum ófarnaði, þá eru fregnirnar teknar úr norsku blaði og vandalaust að heimfæra stað og stund. Á einum stað í Danmörku sóttu 24 kaupmenn um leyfi til að verzla með jólaöl mánaðartíma fyrir jólin, en bæði lögreglustjórinn og sýslumaður- inn sögðu reynsluna undanfarið svo slæma, að þeir lögðust gegn því að leyf- ið yrði veitt. Stutt er síðan að ölvaður, ungur mað- ur var settur í fangageymslu hér á landi yfir eina nótt, en að morgni fannst hann dáinn. Hvað svo um menn- ina, sem stundum eru að deÞa í sjó- inn að næturlagi, ýmist af skipum eða hafnarbökkum og farast þannig? Löng og ljót yrði sú skýrsla, ef margt væri talið fram, jafnvel þótt ekki væri nema lítið brot af öllum ófarnaðinum. Þetta vilja menningarþjóðir samt umbera.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.