Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 7
EINI NG 7 mannlífið, en er oft svo undur hverfullt. Þarna var sak- leysið, blómi lífsins, æskufegurð og þróttur í mynd fal- legrar, ungrar stúlku, sem kastar sér út í hið mikla straum- kast, sem varpar mörgum óðfluga að feigðarósi, þótt öðr- um skoli á land, stundum hröktum og meiddum. Hún hegðar sér svo eins og þeir, sem „gefa alla ævi fyrir eina nótt“ í illa grundvallaðri paradís ástarinnar. Því næst horfir hún á eftir vininum sínum út í hinn ægilega manndrápsbyl ófriðarins mikla. Viðburðirnir fá nú fljótt sterka liti. Hún fæðir barn sitt, stríðið er á enda, fögn- uður manna í sumum löndum keyrir fram úr hófi, her- mennirnir koma heim, og móðirin unga og fagra hraðar sér til fundar við þráðan vin sinn og barnsföður. — En þegar allt er illa hugsað og illa af stað farið, bæði hjá einstaklingum og þjóðum, verða ósigrarnir voðalegir, og hvílíkt áfall. — Hinn ungi hermaður kannast ekki við hana, — fer með annarri eða öðrum. Unga móðirin stendur eftir hjá fólksstraumnum mikla og starir út í bláinn, kvölin nístir merg og bein, en táraperlur glitra í augum hennar. Það er eins og frostnóttin hafi náð inn að hjartarótum þessa æskublóms. Það er sjaldan ein báran stök. — Næst les hún um gift- ingu unga mannsins, en barnið — litli fallegi drengurinn leysir úr læðingi hið undursamlega móðurþrek. Hún rís upp sem hetja, ber harm sinn í hljóði, lifir fyrir barnið sitt, og þannig líða 10 ár. Drengurinn er orðinn myndar- legur piltur, en nú ber fundum foreldra hans saman enn einu sinni. Sárið ýfist upp á ný, og næst sést móðir drengs- ins, deyjandi í rúmi sínu, neyta síðustu kraftanna til að skrifa síðasta bréfið til hans, sem hafði veitt henni hjarta- sárið banvæna, viljandi og óviljandi. Bréfið segir föðurn- um frá drengnum, sem er að kveðja deyjandi móður sína og verða munaðarlaus. En hann verður svo til þess óbein- línis að bjarga lífi föður síns, sem óbeinlínis hafði orðið orsök í dauða móður hans. En þarna mátti sjá fleiri hliðar á heiminum en þenna sorgarleik, í þessari einu sýningu í bíói. Þar sást gjald- þrota maður, sem sigra hafði unnið, að því kominn að drýgja sjálfsmorð. Þar sáust hin miklu verk mannanna, musteri og hallir og miklar og glæsilegar borgir, og þó öllu fremur hin dýrðlegasta náttúrufegurð, þar sem pálm- ar sveifluðu til laufsælum gi’einum sínum í blíða blænum, og suðurlandagróður skreytti löndin í allri sinni auðlegð. — En allt í einu breytist undurfagra myndin í djöfulæði hinnar æðislegustu eyðileggingar. — Stríðið mikla er skollið á: Nú brenna menn borgirnar er þeir reistu, skjóta sundur hallir og musteri, sprengja sundur og tæta hina blómlegu akra og aldingarða, fleygja fyrir fallbyssukjafta og skriðdreka úrvalinu af ungu mönnunum, er þeir hafa alið upp, kremja þar með hjörtu ungra meyja og mæðra, leggja lönd og heimili í rústir, valda ólýsanlegri eymd og eyðileggingu. — Og nú fer dæmið að verða flókið. Vér spyrjum: hvar erum við staddir? — I vitlausra- spítala? Eigum við að segja já, eða nei? — Við segjum — Já. Það er ekki hægt að svara á annan veg. Þegar við stríðs- skelfingar og eyðileggingar mannanna bætist önnur villi- mennska þeirra og brjálæði, svo sem áfengisbölið, ágirnd, ómannúð og ójöfnuður, þá verður ekki hjá því komizt að líta á heiminn sem vitstola. Þjóðirnar eru brjálaðar, en brjálæðið er aðeins á misjafnlega háu stigi. — Við eigum heima í vitlausra spítala. Það er ekki þægileg staðreynd, en ekkert gagnar að kveinka sér. Við skulum aðeins treysta því, að einnig þessi vitlausraspítali eigi sinn góða og mikil- Hin heilaga glúð Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi háðgjarnra, heldur hefur yndi af lögmáli drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá vatnslækjum er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki; og allt, sem hann gjörir lánast honum. Sálmarnir 1,1—3. Allt, sem hann gjörir lánast honum. Dásamlegt fyrirheiti, huggunarríkt og uppörf- andi, en einnig mjög hvetjandi til þess að full- nægt sé skilyrðunum. Geta menn kosið sér nokk- uð betra en það, að allt lánist þeim? En slíkt happ fæst ekki ódýrt. Sá maður, sem hlýtur slíkt, þarf að hafa yndi af vilja Guðs og hafa hann hugfastan allar stundir, og ganga ekki á vegum óguðlegra. Slík eru skilyrðin, sett í sálminum. Alls ekki auðveld, en konungleg og 'leiða á hæsta menningarstig. hæfa yfrlækni, og að mönnunum batni með tíð og tíma, að þeii* verði fullorðnir menn, algáðir menn, fullvita menn og nái „vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar", læri að elska hver annan og búa saman sem bræður og þroskaðir synir Guðs á þessari dýrðlegu jörðu. Já, lesandi góður. Þannig sá ég heiminn í bíói, og þann- ig er hann, því miður, í reynd. Að vilja ekki kannast við slíkt, er aðeins óeinlægni við lífið og sjálfan sig. Spurningin verður þá þessi: Hvers vegna glata menn og þjóðir stöðugt paradís sinni? Hvað er það, sem leiðir þá burt frá lífstré farsældar og friðar? Það er höfuöfreisting mannsins, bæði fyrr og síðar, sem stöðugt leiðir hann út á braut sorgar og þjáninga. Höfuðfreisting mannsins hef- ur alltaf verið þessi: hann hefur viljað verða „eins og Guð“. — Eins og Guð í því að vita og geta, en ekki fyrst og fremst það, að vera góönr eins og Guð. Maðurinn girnist völd, þekkingu og yfirráð. Hann vill vita allt eins og Guð og geta allt eins og Guð. En maðurinn má ekki vita meira né geta meira, en þaö, er samsvari því, hve góöur hann er. Ef þetta fylgist ekki að, þá notar maðurinn vit sitt og getu til voðalegra hluta — verður, eins og spámaðurinn orðar það: „Vitmaður illt að fremja“. Maðurinn má ekki vita allt og geta allt, nema hann verði fullkominn í góðleik og líkur Guði — kærleikanum. En nú hefur maðurinn rifið til sín mikla þekkingu á vissum sviðum, hinum óæðri sviðum til- verunnar, og þannig gerzt voldugur, en ekki að sama skapi góður. Þar af allir árekstrarnir, allt hið skelfilega hrun og öll hin hörmulega eyðilegging. Þetta er ástæðan til þess að hann týnir stöðugt paradís sinni. Hann héfur tekið meiri hollustu við „skilningstréð“ heldur en „lífstréð" góða. Hann hefur átt yfirmat á heilamenntun, en undirmat á

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.