Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 5
EINI NG 5 Litið inn til Guðmundar Einarssonar myndhöggvara Þannig var það einnig á velgengnis- tímum Reglunnar. Hún hlaut einnig þá drjúgan skerf af aðkasti og níði. Er ekki vandráðið, hvers vegna. Á öllum öldum hefur það verið svo, að þeir menn, sem reyna að færa eitt og annað til betri vegar í siðum og lífi þjóða, komast ekki hjá því að stíga einhvers staðar á strá þeirra manna, sem ala ýstru sína á spillingunni og eymd annarra, og þessir menn æpa ókvæðisorðum að allri siðbót. En oft mættu vikadrengir sannleika og rétt- lætis, hvort heldur er á sviði trúmála, bindindismála eða annarra umbóta- samtaka, minnast orða góðskáldsins: Taktu ekki níSróginn nærri þér, það næsta gömul er saga, að lakasti gró&urinn ekki það er, sem ormamir helzt vilja naga. Tökum höndum saman um að efla það trúarlíf og þann hugsunarhátt, sem bezt magnar menn siðgæðis- þroska, og eflum hvern þann félags- skap, sem reynir að bjarga þjóðinni frá áfengisbölinu. Gerum bindindis- samtökin aftur að stórveldi í land- inu. Þetta getum við ef við viljum, en við þurfum að vera mjög samtaka. P. S. Lægstur ungbarnadauði a' íslandi Ánægjulegt er það fyrir okkur, að skýrslur alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar skuli sýna það, að lægstur meðal allra þjóða sé ungbarnadauðinn á íslandi. Eitt sinn var ástandið hér í þessum efnum mjög hörmu- legt. Sennilega myndi stokkblind bölsýni samt fullyrða að allt umbótastarf manna sé gagnslaust. Heimurinn verði ekki betraður né honum breytt. Sem betur fer hafa hugsjóna- menn allra alda trúað á sigur hins góða og sanna, og þótt hann sé oft seinunninn, vinnst hann samt. Fyrrihluta desembermánaðar s.l. var opin síðasta sýning Guðmundar Ein- arssonar. Það er alltaf notalegt og and- leg endurnæring að litast um í þessari sérstöku veröld listamannsins, og ekki síður gott að hitta hann að máli, því hann er ekki aðeins listmálari, mynd- höggvari og þúsund þjalasmiður, heldur einnig maður andans og inn- blástur, en nú skal ekki fjölyrt um það. Ekki heldur um sýningu hans, því að enginn sérfræðingur er ég í þeim efn- um. En gott þótti mér. að horfa á mál- verk Guðmundar. Varð mér þar star- sýnt á málverkin: Örn við hreiður, Rjúpur í Hrafnagjá, Gamli bærinn Ármúlasel við Kaldalón. / lendingunni. á Suðumesjum, Kvöld við Skálavatn — Veiðivötn, Þernuvik við ísafjarðardjúp, Hraunstindur við Öxnadal, Úr Aðal- dalshranmi, Hóll í Bolungarvík, svo að eitthvað sé nefnt. Við, óumsköpuð náttúrubörnin, dá- umst að fegurð náttúrunnar, uppmál- aðri af listamannshendi, engu síður. en úti. Listamennirnir okkar, ’hinir sann- kölluðu listamenn, hvort heldur er á sviði myndlistar, höggmyndagerðar, sönglistar, leiklistar eða einhverrar annarrar fagurrar listar, eru einna beztu landkynnendur þjóðar okkar. Finnar. hafa verið að kaupa verk eft- ir Guðmund Einarsson. Til dæmis var á árinu 1961 komið fyrir í Safni Dr. Leukola í Helsinki hinni stóru högg- mynd af tónskáldinu fræga, J. Síbelíusi, og einnig tveim málverkum eftir Guð- mund Einarsson. Á þá safnið sex verk eftir listamanninn. Um höggmyndina af Síbelíusi, sagði ekkja hans: „Þetta er ekki einungis mynd af manni mínum, heldur einnig tónverkum hans“. Sama ár var, samkvæmt fregn frá Dr. Jorma Savolainen, forstjóra Gal- leri Pinx í Helsinki, komið fyrir við Karelska skólann þar í borg, högg- myndinni, tveir vinir (steinmynd af tveim ísbjarnarhúnum). Sú athöfn fór fram við skólasetningu. Uppsetninguna annaðist finnski myndhöggvarinn Aimo Tukiainen. Stöpulinn undir myndina teiknaði hann einnig. Blöðin Helsingin Sannomat og Uusi birtu frásagnir af athöfninni og myndir af styttunni. Meðal ræðu- manna voru: Kennslumálafulltrúi, rektor skólans, Matti Kohakka, og svo Dr. J. Savolainen, er sagði meðal ann- ars: „Þessi höggmynd mun um aldur og ævi gleðja nemendur og kennara skólans, einnig alla þá, sem heimsækja þenna mikla skóla. Fyrir hann er myndin táknræn og einnig vináttu- tengsl tveggja norrænna landa“. Þegar undirritaður var að skoða sýn- ingu Guðmundar Einarssonar í des- ember, varð hann góðfúslega við þeirri beiðni minni að láta Einingu í té nokkr- ar myndir af verkum hans til birtingar í blaðinu, og eru hér tvær hinar fvrstu. Pétur Sigurðsson. Tónskáldið Sibelius og höfundur listaverksins. Tveir vinir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.