Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 8

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 8
8 EINING menntun hjartans. — Og hvar er hann þá staddur? Hvað hefur hann uppgötvað, hvað er það, sem hann sér? — Hvað sá maðurinn í innblásnu og fallegu skáldsögunni um para- dísarheimilið, sem hrundi; maðurinn, sem rétti út hönd sína eftir ávexti skilningstrésins ? Hvað gerðist er hann hafði lagt hönd sína á ímyndað tækifæri til þess að verða „eins og Guð“, í því að „vita“ — Augu hans opnuðust, og hvað sá hann? Hann sá það, að hann var „nakinn“ — Ó- þægileg tilfinning, að standa nakinn. Hann varð feiminn við sjálfan sig, og hann átti ekkert til þess að skýla nekt sinni. Hann vildi upphefð en hlaut niðurlægingu. Hann vildi verða eins og Guð, en týndi Guði góðleikans og það varð mikil sorgarsaga, leitin að Guði og týndri paradís. Eins og fór fyrir manninum í þessari efnisríku og tákn- rænu sögu, svo hefur farið fyrir nútímamanninum, sem mjög hefur girnzt ávöxt skilningstrésins, og viljað verða Guði líkur að viti og mætti. Hann hefur þeyst áfram eftir lokaðri braut, stendur nú andspænis óyfirstíganlegum erfiðleikum, en er ófús til þess að snúa við. Hann flettir nú blöðum hinnar sýnilegu og rannsakanlegu tilveru og les eins og í opinni bók. Hann tekur efnisheiminn sundur, lið fyrir lið og ögn fyrir ögn inn að innsta kjarna efnis- ins, sundurliðar, leysir upp og skilgreinir, athugar orsakir. og afleiðingar og gerir sér grein fyrir samvirkan efnis- eindanna. — En, hvað sér hann svo? Hann sér þetta allt, en finnur þar hvergi Guð. Augu hans hafa „opnast“ og hann sér, að hann er „nakinn“. Hann finnur. sér hvergi skjól. Að vísu hefur hann orðið fróður við það að eta af ávexti skilningstrésins, og hann hefur uppgötvað mikla orku og með það vopn í hönd orðið bæði ógurlegur og máttugur, en í því er lítil huggun. — Hvar er athvarf, hvar er haldgott skjól? Hann er nú alvarlega hræddur, hræddur og feiminn við nekt sína. Hann veit, að hann get- ur eyöilagt heiminn, en óttast að hann geti ekki frelsaö hann. Hann getur afmáð mannkynið af jörðinni með eitur- gasi, og sprengt í loft borgir og lagt í rústir öll undraverk mannanna, en hann efast um það, að hann geti fundið veginn að lífsinstré — skapað frið, farsæld og bræðralag á jörðu. Um leið og hann hefur horft forvitnum augum læri- sveinsins inn í jafnvel huldustu heima efnistilverunnar, hefur hann horft of lítiö til himins. Hann varð mikill efn- ishyggju-maöur , en lítill guöshyggju-maður, en það er ein- mitt guöshyggjan, sem opinberar Guö í manninum. Þess vegna segir Páll frá Tarsus, að „leyndardómur guöshyggj- unnar sé mikill“, hann er jafnvel meiri, en leyndardómur raforku, radíum- og atómorku, því slík orka gerir mennina aðeins máttuga og hættulega, en guöshyggjan gerir þá bæöi máttuga og góöa. Maðurinn verður hluti af því, sem hann hugsar um. Ef hann hugsar stöðugt um sprengiefni og ýmsa slíka orku, verður hann með henni eldfimt og hættu- legt efni, en ef hann hyggur á hið góða — er. guðshyggju- maður í orðsins dýpstu merkingu, þá verður hann góður. Hann samlífast því, sem hann hugsar um. Þetta ætti að vera augljóst, en hefur verið „mikill leyndardómur“. „Mannapinn horföi svo upp í himininn, aö hárin hættu aö vaxa á enni hans“. segir Einar Benediktsson. — Dásam- leg orð, ótæmandi af vizku og speki, — öll þróunarsaga mannlífsins á jörðu í einni setningu: Hið jarðbundna og frumlega, hið barnslega, vaxandi og spyrjandi líf horfir til himins, horfir til sólar, starir í Ijóshafið, — horfir og mænir — upp, upp. Það er himinþrá og guðshyggja vits- munalífsins, sem í mannsmynd horfir og seilist upp frá bæli dýrsins í sólarátt. Það er ljósþráin og þekkingarþorst- inn, þessi himinsækna hyggja mannsandans, sem mest og bezt hefur fegrað mannlífið á jörðu og leitt manninn hina undursamlegu þróunarbraut. — Mannapinn horfði til him- ins — í sólina, unz hárín fóru af enni hans: Ennið hækkar, svipurinn fríkkar, heilinn stækkar, hárin fækka, loðnan minnkar. — Hið dýrslega lýtur í lægra haldi fyrir þroska vitsmunalífsins. — Maðurinn horfir til himins, snýr hyggju sinni að hinu hreina, góða og guðlega — til ljóssins, og sjá, hugsanir hans verða hreinar og sál hans björt og fögur. Þegar maðurinn hættir að horfa til himins, en krýpur nautnum, ágirnd og upphefðarþrá, og lætur stjórnast af girndum sínum, þá sér hann alltaf þetta eina og sama, þegar „augu hans opnast“: hann sér fátækt og nekt sína. Heimsmenningin hefur verið haldin anda hinnar köldu efnishyggju og miskunnarlausu samkeppni, en ekki anda guðshyggju, samúðar og fórnfýsi. Hún hefur sett von sína til þekkingar, framfara, iðnaðar, tækni, vinnings og auðlegðar. En — einnig þetta hefur brugðist henni og orð- ið henni að fótakefli, því, ekki aðeins hefur hin efnishyggju- sjúka heimsmenning týnt Guði sínum, heldur hefur hún einnig misst auðlegð þjóðanna út úr höndum sér í hernað- ar- og stríðsbrjálæðið. Svo einnig í þeim skilningi stendur ■hún uppi ,,nakin“, — fátæk og nakin. Hvað er þá fyrir hendi annað, en verða bölsýnninni að bráð, ganga boginn leiðar sinnar með slokknaðar vonir um „ofurmennið", þrotn- ar hugsjónir, þrekleysi í sál og kulnaðan eld áhugans í brjósti sér. Þegar menn hætta að horfa upp í himinn Guðs, þá setja þeir sér lægri takmörk — byggja sér sinn eigin himinn, og himinn manna verður ekki hærri en asklokið. Menn vilja auðvitað fá embætti og atvinnu — eitthvað til að lifa af, en lengra ná hugsjónir þeirra oft ekki. Þeir vinna ekki með guðunum að því að skapa heiminn. Takmark þeirra er ekki hæsti tindurinn og „bjarta brúðarmyndin“. Hug- urinn dvelur við kjötkatlana. Menn standa upp til „leika“ í eyðimörku flatneskj unnar og dansa í kringum gullkálf- inn, en ferðast ekki mót hinni „upprennandi sól“. Hugsjónaleysið — þetta viðbjóðslega slén, sem skapast af trúleysi á mikinn tilgang lífsins, af ói'eglu, næturlífi, sígarettureykingum, afmannandi skemmtanalífi og léleg- um lífsvenjum, tel ég vera hina sárustu fátækt og aumustu „nekt“ menningarinnar. — Hér er merkilegur vitnisburður. Það er Þórbergur Þórðarson, sem talar: „Erlendis hittir maður við og við manntegund, sem ég hef ekki séð hér á landi, síðan prófessor Haraldur Nielsson dó. Það eru menn, sem loga af áhuga fyrir einhverju málefni og leggja allt í sölurnar til þess að ryðja því braut, þó að þeir hafi aldrei eyrisvirði upp úr því. Þetta eru hugsjónamenn af GuSs náö. Öll persóna þeirra er svo gagnsýrð af anda hugsjónarinn- ar, að manni finnst sindra af þeim, þegar komið er í nám- unda við þá, eins og glóandi járni í afli“. Þannig lýsir andríkur maður fullhuga áhugans og hug- sjónamanninum. Það er jafnan svo, að þessi eldur áhugans á sínar orsakir, og í þessu tilfelli var orsökin hin vængjaða hugsjón trúmannsins, — andi trúarinnar, sem í manninum bjó — trúarinnar á lífið — eilífa lífið, trúarinnar á æðri og fullkomnari tilveru, en þessa jarðnesku. Við þessi miklu áhugamál sjáandans og hins skyggna manns gerist nú margur maðurinn feiminn. — Það er óþroskuðum sálum líkt. Það er grunnfærninnar barnaskapur. Landnám margra æskumanna í furðuheimi trúarinnar, gerast nú smá. Hér kveður ekki við nein Vídalíns-básúna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.