Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 4

Eining - 01.02.1963, Blaðsíða 4
4 EINING Vitnisburður Sigfúsar Blöndals Ein af hinum notalegustu bókum, sem ég hef lesið hin síðari árin, eru Endurminningar Sigfúsar Blöndals, sem komu út 1960. Ekki leynir það sér, að þar er drengskaparmaður, sem talar um menn og lýsir þeim. Þor- steinn M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri, skrifaði í Tímann 8. des. 1960 um bók Sigfúsar og segir þar: „öll er frásögn hans nákvæm og virðist að öllu leyti mjög trúverðug og óhlut- dræg. Það sem helzt mætti setja út á hana er, að hún væri of nákvæm, því að sum staðar hefði frásögnin mátt vera styttri að skaðlausu. En fegurð- arþrá og góðvild, fjölhæfni og frjáls- lyndi speglast í allri frásögn hans.“ í endurminningum sínum minnist Sigfús Blöndal oft á bindindismenn og góðtemplara, en það er á allt annan hátt en ýmsir blaðasneplar hafa tamið sér hér undanfarið. Minnir það á spekiorðið: „Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er.“ Það verður reynt að kynna hér i blaðinu nokkru sinnum ýmislegt úr þessari bók, varðandi drykkjuskap, bindindismenn og góðtemplara. Að þessu sinni er hér stuttur kafli af bls. 146 og 147: „Auk þessara félaga, sem gátu haft og oftast höfðu nokkur andleg áhrif á okkur, voru nú hin félögin. Ég skal þá fyrst nefna Bindindisfélagið. Ég mun hafa verið í því mesta partinn af minni skólatíð, en á sumrum og eftir að ég fluttti úr skólanum í 6 bekk skoðaði ég mig ekki sem meðlim fél- agsins. Bindindisfélagið var í raun réttri mesta þarfa félag, þegar það var stofnað, sem var mörgum árum Framh. af 3. bls. sem mesta þátttöku og skapa jafnrétti, þurfa þátttakendumir ekki að greiða nema lítið þátttökugjald, en ferðakostn- að allra þátttakenda, hvaðan sem þeir koma af landinu, greiðir sambandið, sem hefur til þessarar starfsemi árleg- an fjárstyrk frá stjómarvöldunum. Síðastliðið ár var t. d. í Danmörku tek- ið fyrir efnið „Neyzluvenjur æskulýðs- ins“ og í ár verður viðfangsefnið „Æsk- an og Evrópusambandið". Þess má geta, að ÆSl hefur ákveðið að efna til slíkrar starfsráðstefnu á næstunni, sem minnzt er á hér að ofan. Verður umræðuefni hennar um neyzlu- venjur æskulýðsins. áður. en ég kom í skóla. Eins og kunn- ugt er, reið það Sveinbirni Egilssyni á sínum tíma að fullu, að hann reyndi að stemma stigu fyrir drykkjuskap í skólanum. Eftii'maður hans sem var rektor Bjami Jónsson hélt fram hóf- drykkju, en tók hart á ofdrykkju, en bæjarbragurinn í Reykjavík var þá allt annað en góður á því sviði. Þó keyrði út yfir á dögum Jens Sigurðs- sonar og fyrstu árum Jóns Þorkels- sonar, þegar tvo kennara varð að setja af fyrir drykkjuskap, Halldór Guðm- undsson og Benedikt Gröndal. I veizlu, sem þá var haldin nokkru áður en ég kom í skóla, til þess að fagna nýjum kandídat af prestaskólanum, var þá t.d. flutt kvæði, þar sem menn voru eggjaðir til drykkj u með þessum kröft- ugu orðum: ,,Og heiti sá dóni og drullusokkur, sem drekkur sig ei undir borðið.“ Sá sem kvæðið orti var annars sómamaður og síðar meir þarfur og vel látinn embættismaður, óhlífinn og samvizkusamur, en svona var tíðai’- andinn hjá menntalýðnum áður en góðtemplarareglan fékk breytt almenn- ingsálitinu. I skólanum gekk það nú treglega að koma á bindindi. Öll þau ár, sem ég var þar, bar talsvert á drykkjuskap, og var þó minna en áð- ur. Bindindisfélagið á mínum skólaár- um var helzt til dauft, enda voru flest- ir eldri piltar, sem á annað borð voru bindindismenn, líka í góðtemplara- reglunni, sem var miklu fjörugri og skemmtilegri." Hér er brugðið upp ofurlítilli mynd af óreglunni, ,,áður en góðtemplara- reglcm fékk breytt almenningsálitinu.“ Alþ j óðasamband ungtemplara Á undanförnum árum hefur viða farið vaxandi áhugi á stofnun alþjóðasambands ungtemplara. Sænskir ungtemplarar hafa verið áhugasamir í þessu efni, en þeir eru sem kunnugt er, sterkasti aðilinn að nor- ræna ungtemplarasambandinu. Sænska ungtemplarasambandið hefur fyrir nokkru skrifað samhöndum ungtemplara á Norð- urlöndum, Þýzkalandi, Sviss, Englandi, Skotlandi, Bandaríkjunum og ungtemplara- hópum í Grikklandi, Tyrklandi, Austurríki, Belgíu og Ástralíu og spurzt fyrir um álit þeirra á þessu máli. Er gert ráð fyrir því. að alþjóðasambandið verði stofnað í Osló dagana, sem Hástúkuþingið stendur þar yf- ir í sumar. (Var gert sl. sumar). Það var ekkert smáræðis átak, sem þurfti til að breyta almenningsálitinu í þessum efnum í landinu, en þetta gerði góðtemplarareglan og varð á skömmum tíma stórveldi í þjóðfélag- inu. Þá bjargaði hún mörgum mann- inum frá eymd og jafnvel brennivíns- dauða, og mörgu heimilinu frá hörm- ungarástandi. Var reglan þá laus við aðkast? Svar- ið kemur bráðum. Fyrir hvað fær hún aðkast nú? Það er látið heita svo, að hún geri ekkert gagn. Rógberarnir eru slíkir mannvinir og þjóðhollustumenn. Þeir hafa gott orð á vörum um þá, sem reyna að draga ógæfumennina upp úr áfengisdýkinu, því að af þeirra aðgerðum er áfengissölunni og arðinum af henni engin hætta búin, en hinir skulu óþurftarmenn heita, sem reyna að kippa mönnum burt frá fallgryfjunni. Vitanlega hafa þessir hælbítar enga minnstu þekkingu á því, hvað templarar gera og hve mörgum þeir hafa bjargað og bjarga enn. En tökum nú aftur upp spuming- una, var Reglan laus við aðkast á þeim árum þegar hún var stórveldi í landinu,, reisti öll asmkomuhús lands- ins, efldi alls konar félagslíf og menn- ingarstarf og bjargaði fjölda manna, og breytti almenningsálitinu? Hvað segir skáldið Guðmundur Guðmunds- son? Templara sveit. Vertu trú, vertu sterk, vertu trygg við þín heit! Berðu ægishjálm prúð yfir aðköst og nýð, afli kærleikans knúð alla komamdi tíð. Og þú hlýtur, þú hlýtur að sigra um síð! Lars Spjuth formaður alþjóðasam- bands ungtemplara, er sænskur að þjóð- erni. Hann dvaldizt um skeið í Banda- ríkjum Nórður-Ameríku og starfaði þá mjög mikið innan IOGT þar. Eftir heimkomuna til Svíþjóðar gerðizt hann mjög starfssanvur félagi innan sænsku ungtemplarahreyfingarinnar (SGU) og varð ritari hennar um árabil og rit- stjóri UNGA TANKAR, tímarits sam- takanna. Nú er Larz framkvæmdastjóri Ansvars, tryggingafélags bindindis- manna í Ástralíu, jafnframt því, sem hann er stórtemplar í stórstúku IOGT í Viktoríufylki.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.