Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 4
4 EINING Þeir sem ekki deyja þjóðunum ,,Sá deijr ei, sem heimi gaf lífvænt Ijófi, sd lézt, er reis þögull frá dísanna borfii, sem kraup viö þess öndveg meö kaliö blóö og kom ekki fgrir silt lijarta oröi.“ Einar Ben. æíÍ SÍNUM hnitmiðuðu orðum segir skáldið, að sá maður deyi ekki, sem skilur eftir sig eitthvað lífvænt, hvort sem það er ljóð, listaverk á öðru sviði, einhver afreksverk, eitthvað sem ekki gleymist, dyggðugt líf, fórn- fúst starf í þágu mannkynsins, eða sem sungið hefur þann lofsöng um lífið, sem hrifið hefur hugi og sálir manna, lifað fagnandi, starfandi og ávaxtaríku lífi. Aftur á móti deyr hinn og gleymist, sem aldrei varð gagntekinn af dásemd- um lífsins, gat engan dýrðaróð um það kveðið, hvorki í orði, verki né breytni, aldrei hugfanginn, aldrei heitur og þótt hann lifði í heimi allsnægtanna, fegurð- arinnar og dásemdanna, sæti eins og mætti segja við háborð guðanna — dís- anna, þá naut hann þess alls ,,með kalið blóð“ — ósnortinn og galt lífinu aldrei svo, að hann yrði minnisstæður sam- ferðamönnunum. 100 ára minning heitir grein, sem birtist í Morgunblað- inu 27. september sl., eftir séra Eirík J. Eiríksson, um séra Sigtrygg Guð- laugsson. Blaðið hef ég geymt, og ég veit, að séra Eiríkur fyrirgefur, þótt ég hnupli þar nokkrum línum. Margt er skrifað, sem þyrfti að gleymast sem fyrst, en annað sem skráð er, er aftur á móti þess efnis, að það þyrfti að lesast oftar en einu sinni, og prentast upp oftar en einu sinni. Séra Sigtryggur Guðlaugsson var slík ein- stök fyrirmynd, að kröfugönguhetjur þessara ára hefðu gott af að setjast við kné hans, þótt dáinn sé — en lifir þó — og læra af honum, og gríp ég nú hér niður í miðja ritgerð séra Eiríks J. Eiríkssonar, þar sem hann lýsir mann- inum og vinnubrögðum hans: ,,I dag minnast hans svo margir og á ókomnum dögum og árum vegna þess, að á svo margvíslegum sviðum var hann að velja sér eftirmenn og efla þá og styðja til þess vanda með sjálfan Guð að lokatakmarki. — „Fyrir Guð og föðurlandið", málaði hann eigin hendi á veggi skólastofu sinnar. Séra Sigtryggur bað mig í bréfi að koma með stein til sín, sorfinn af Rín- arfljóti. (Séra Eiríkur var þá í Þýzka- landi). Annað Rínargull mundi hann ekki eignast. Hann gaf starf sitt að mestu við Núpsskóla og fjölmarga aðra þjónustu. Um sál hans féll Rínarfljót göfugra hugsjóna. Því féll ævi hans óhult í dýrðarhaf Guðs. Gimsteinum eru líkastar minningar okkar margra um hann, þótt efniviður frá okkar hendi væri oft eins og ósorfinn steinninn. Eins og brautryðjendur verða ávallt að reyna vann séra Sigtryggur einatt margra manna verk. Sjálfur sótti hann mjólkina á bakinu þriggja klukkustunda gang fram og aftur til mötuneytis skólans áður en starfsdagur hans hófst þar klukkan 8 að morgni. Sjálfur bar hann á bakinu föt nemendanna út um sveit til þess að þau væri þvegin þar. Hann vildi ekki skerða stuttan námstíma nemendanna. Lárusi Rist urðu og æskulýðsleið- togahæfileikar séra Sigtryggs örvun til dáða, að synda og lifa sem bezt. Steingrímur Arason, Sumargjafarmað- urinn góði, hlustaði sem barn hugfang- inn á söngkennslu séra Sigtryggs. Verkamenn, bændur, sjómenn, embætt- ismenn, húsfreyjur, forstjórar, ráð- herrar, margvíslegir leiðtogar og fröm- uðir byggðarlaga og lands eru í nem- endahópi hans. — Steinn Steinarr skáld naut í skóla hans sinnar einu skipulögðu framhaldsfræðslu. Ég er ekki viss um, að Steinn hafi getað borgað allt skóla- gjald sitt. Hann fór og stundum vegi, er séra Sigtryggi voru ókunnugir, en sjálfsagt hefur hann hugsað í garð Steins svipað, er hann fékk af honum góðar fréttir og hann ritaði nemanda sínum, Guðmundi Hagalín rithöfundi, er hann hafði veitt honum fjárhags- stuðning: „Þú borgar þjóðinni þetta lítilræði“. Er allir voru gengnir til náða á skóla- heimilinu á Núpi, fræðslunni var lokið, söngurinn hljóðnaður, kvöldbænin les- in, mátti heyra ofan úr herbergi skóla- stjórans og sóknarprestsins veikt „bank“ í gólfið, taktfast eins og hjart- slög er aldrei þurfa að sofa. Séra Sigtryggur hafði þann sið að berja fæti létt í gólfið, er hann var við ritstörf. Séra Sigtryggur var að semja ræðu sína fyrir næsta sunnudag. Það var ekkert sundurlaust 10—15 mínútna á- varp, heldur hnitmiðuð, þungthugsuð klukkustundar ræða, vönduð út í hvern stafkrók. Að morgni var svo haldið á Ingjalds- sand, nær fimm klukkustunda leið yfir háa snjóþunga heiði, hlaupin við fót á 2—3 klukkustundum. Guðsþjónustan hefst. „Gakk inn í herrans helgidóm þú hjartkær drottins lýður __U Blessunarorðin eru flutt við lok guðs- þjónustunnar af meiri þrótti og lyft- ingu en ég hef heyrt af vörum og frá hjarta nokkurs annars prests. Ég var í næsta húsi við séra Sigtrygg Guðlaugsson í 24 ár, lengst af eftirmað- ur hans sem prestur og í 17 ár sem skólastjóri við skóla hans. Slík sambúð getur ekki verið vanda- laus, er annars vegar er brautryðjand- inn og um margt höfundur og frum- mótandi alls. Aldrei fann ég frá séra Sigtryggi til mín blása öðru en andblæ manngöfgi. „Láttu hann komast upp“, sagði hann við mig um tæpan nemanda. „Fyrir- gefðu honum“, mælti hann vegna brot- legs pilts.“ Hugsa sér starfsþrek þessa manns, áhuga, csérhlífni og fórnfýsi! Mjólk- ina handa mötuneyti skólans sækir hann þriggja klukkustunda gang fram og aftur, og er kominn með hana klukkan 8 árdegis, og sem vikadrengur hleypur hann með föt nemendanna á bakinu til bæjar í sveitinni, sem eiga að þvo föt- in, en stundum frá námi vill hann ekki að nemendur hans skuli eyða til þessa. Þessu myndu menn varla trúa, ef unnt væri að rengja það. Hvílík fyrirmynd eigingjörnu mannkyni! — Slíkir menn gleymast ekki — deyja ekki. Þeir hafa skilið eftir sig „lífvænt ljóð“, dýrðleg- asta óðinn um lífið. Hvernig getum við villst svo hörmu- lega af vegi, að reyna ekki til að feta eitthvað í spor slíkra manna, en stinga heldur höndum 1 vasana og heimta að einhver láti bitann upp í okkur? Séra Sigtryggur sat ekki til borðs hjá guðunum „með kalið blóð.“ Nei, í æðum hans rann heitt blóð. Hann „kom fyrir sitt hjarta orði“, í orði og verki kyrjaði hann lofsöng um lífið — lofsöng um guð sinn. Hann gat vakað, starfað, þjónað og fórnað, og vissulega hefur hann hlotið kórónu lífsins. Sem ungur maður kom ég eitt sinn í hríðarveðri að Núpi og sem snöggv- ast í skóla séra Sigtryggs, en þá var ég ekki tekinn upp á því að flytja fyrir- lestra og koma mín að Núpi að þessu

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.