Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 11

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 11
EINING 11 Blaðamál og Eftirfarandi málklausur eru úr blöð- unum eða útvarpsspjalli, eða hafðar eftir mönnum. Staldrið við þær ofurlít- ið og spyrjið ykkur svo sjálf, hvort þið viljið temja ykkur slíkt mál í ræðu og riti: „Hvar kemur þú til með að búa?“ „Ekki gengur að stoppa.“ „Betri lífskjör en þjóðin hefur haft af að segja.“ „Þessir menn hafa ómetanlega þýð- ingu fyrir okkur.“ „ Sá fyrir þýðingu flugsins fyrir ís- lendinga." Menningar -Þýðingu íslenzks þjóð- minjasafns." „Marilyn kom bylgjandi inn í skrif- stofuna." „Vindurinn hafði úrslitaþýðingu á Akureyri.1- „og þér eruð fæddar og aldar upp í Reykjavík.“ „Hann leigði sér snekkju fyrir viku ferð til Ródes.“ „Þota skotin niður af kommunistum.“ (Áttu kommunistar þotuna eða skutu þeir hana niður?) „Konungsfjölskyldan og þýðingar- mestu ráðherrarnir geta . . .“ „Orð, sem þýðingu hafa.“ Væri það ekki skárri íslenzka t. d. að segja: Hann sá fyrir, hve flugþjónust- an myndi verða gagnleg íslendingum, heldur en: „Hann sá fyrir þýðingu flugsins fyrir lslendinga.“ Eða: Hann leigði sér snekkju til vikuferðar, heldur en: „Hann leigði sér snekkju fyrir viku- ferð.“ Og hvers vegna að segja alltaf að þetta eða hitt hafi verið gert af ein- hverjum? Því ekki að maðurinn hafi gert þetta eða hitt. Hér gerist margt ýmist í smáum eða stórum „stíl,“ og það hefur mikla eða litla þýðingu og það byrjar allt og end- ar „með-‘ einhverju, en ekki á neinu. Vistarverur manna eru stundum klædd- ar innan „með“ tekki eða harðviði, ekki aðeins klæddar innan tekki eða harðviði. Bækur eru skrifaðar „fyrir“ börn (svo að þau þurfi ekki að skrifa þær!!) Áður voru búin til föt handa börnum og skrifaðar barnabækur eða bækur handa börnum, en ekki fyrir þau, því að það er ekki ætlazt til að börn almennt mál skrifi bækur. Nú eru styrkir veittir „fyrir“ námsmenn. Áður var náms- fólki veittir styrkir. Svo hafa menn alltaf annað hvort mikinn eða engann áhuga „fyrir“ ein- hverju, en ekki á einhverju. Geta menn haft hug fyrir einhverju? Sumir „finna“ sig ekki menn til að gera þetta eða hitt, ,,taka“ hlutina ekki alvarlega, og sykurneyzlan er sögð mikil „hjá“ íslendingum. Mætti ekki segja, að syk- urneyzla Islendinga væri mikil? Og svo stendur guðspjallið skrifað „hjá“ guð- spjallamanninum. Mennirnir eru teknir „af“ lögreglunni, og eitt sinn sögðu blöðin að vesturþýzki stúdentinn Die- ter Koniecki „hefði verið tekinn fyrir njósnir af tékknesku lögreglunni." — Var stúdentinn að njósna um lögregl- una? Flutningur leikrits „tekur“ þrjár klukkustundir, og leiðinleg er alltaf setningin, að bók eða rit „hafi þetta eða hitt að geyma.“ Varla kemur fyrir í blaðamáli að einhver setji fund, held- ur eru fundirnir alltaf settir „af“ ein- hverjum, ríkisstjórnin gefur ekki fyrir- skipanir, en þær eru gefnar ,,af“ ríkis- stjórninni, lögreglan tekur manninn ekki fastan, en hann er tekinn af lög- reg'unni. Sumt trúað fólk segir ekki að Guð hafi komið til mannsins, heldur að Guð „hafi mætt honum.“ Geimarnir voru sprengdir af OAS-mönnum. Ekki reynast orð skáldsins sönn, að til séu íslenzk orð um „allt, sem er hugs- að á jörðu,“ ef nauðsynlegt er að hrúga í eina blaðagrein afbökuðum erlendum orðum eins og þessum: „Grúppur, revi- sjónismi, próventsíalismi, centristar." Varla verður móðurmál okkar fagurt um allan aldur, ef þar á að umbera hvers konar sóðaskap. Þeim, sem aldrei hafa á skólabekkjum numið tunguna, kann að vera vorkunn, en hinum alls ekki. Þá er aðeins um kæryleysis sóða- skap að ræða. □ Það kostaði lífið. Folket hefur það eftir NTB-Reuter, að 17 ára sveinn í Vestur-Þízkalandi hafi drukkið 17 ákavítisglös á hálfri stundu í veitingahúsi, og hafi þetta riðið honum að fullu. Hann sat og horfði á sjónvarpið og þambaði áfengið. Forstöðumaður veitingahússins verður sóttur að lögum. Barnastúkan í Tólknafirði. Þegar, í síðasta tölublaði Einingar, voru taldar þær barnastúkur, sem nýlega hafa ver- ið stofnaðar eða endurvaktar til starfs, varð ein útun^an bamastúkan Geislinn nr. 104 á Sveinseyri í Tálknafirði. Hún tók til starfa á ný á s.l. ári. Gæzlumaður hennar er Guð- mundur Sveinsson, einn þeirra manna, sem aldrei bregðast, en um nokkurt skeið fram að því síðasta, hefur heilsubilun dregið mjög úr starfsgetu hans, en á því hefur hann nú fengið verulega bót. Augljóst mól. Ungi maðurinn gekk á undan stúlkunni upp stigann, sneri sér að henni og spurði: — Veiztu hvers vegna karlmaðurinn gengur allt- af á undan kvenmanninum upp stiga? — — Augljóst mál, — svaraði sú litla. — Hvernig ætti maður annars að geta vitað, hvar pilturinn býr. — Manns eigið myrkur. Lítill snáði fór að heimsækja ömmu sína. Þegar hann var háttaður, slökkti hún Ijósið. Sá litli vildi heldur að ljósið fengi að loga. — En heima sefur þú alltaf í myrkri, —■ sagði amman. Já, — sagði drengurinn, — en það er okkar eigið myrkur. — Auglýst eft’r konuefni. — Hvernig hefur það heppnzt með konuna, sem hann Jón fékk, samkvæmt auglýsingu sinni? — — Það veit ég ekki, en hann er búinn að segja upp blaðinu, sem hann auglýsti í. — Hvers kyns er Guð? Lítil stúlka spurði mömmu sína, hvort Guð væri hann eða hún. — Vafalaust hann, bamið mitt, — svaraði mamman. — Já, auðvitað, — sagði sú litla, — annars hefði hann heitið Guðrún. Q STÖKUR Bjart til beggja handa Vonalöndin Ijóma blíð, ég lifi í heimum tveimur. Því minninganna veröld víð er vissulega góður heimur. Sólris. Guðssól hellir á gluggann minn geislum og lætur ylinn sinn fylla herbergið, hug og sál, himinsins eilíft geislabál læknar kvíða og kalda lund, kveður mig hér á drottins fund. Blessuð sólin! — allt blessar þig. Þú blessar allt líf — og einnig mig. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.