Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 1

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 1
21. árg. Reykjavík, marz 1963 3. tbl. Hin nýja útgája Passíusdlmanna AÐ varð mikill fagnaðarfundur, þegar týndi sonurinn kom heim. Er ekki fögnuður hjartans óum- ræðilega mikill, þegar það hefur brotið af sér hlekki afbrota og syndar, og fundið frið við Guð sinn, — fundið þá undursamlegu svölun, sem það hjarta eitt þekkir, sem hefur hungrað og þyrst eftir Guði og fullkominni sætt samvizkunnar við hans heilaga lögmál og vilja? Lýsir ekki sálmaskáldið þessu dásamlega: „Ég hef vonað og vonað á Drottinn, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunar-gröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, og veitti mér fótfestu á kletti, gerði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný Ijóð í munn, lofsöng um Guð vorrí'. Ný Ijóð í munn! Engin furða, ný- sloppinn úr „hinni botnlausu leðju", dreginn upp úr „glötunar-gröfinni". Hinn fagnandi syngur, og það eru alltaf ný ljóð, söngur hins frjálsa hjarta — söngur leysingjans. Höfundur Davíðssálma var syndari, en hann gat líka verið maður „eftir drottins hjarta". Hallgrímur Pétursson var ekki alla ævina sami tilbiðjandinn og í Passíu- sálmunum. Enginn getur ort ljóð eins og Passíusálmana, sem ekki hefur fetað hin þungu og þjáningafullu spor iðrandi syndarans heim á leið til föðurhúsanna. Passíusálmarnir eru fyrst og fremst mál hjartans, öllu fremur en heilans, þótt þar sé flutt hin heillavænlegasta lífsspeki. Það var ekki fyrst og fremst guðfræði Passíusálmanna, sem var sál íslenzku þjóðarinnar Ijós, líf og ylur á löngum öldum harðinda, kúgunar, fá- tæktar, kulda, myrkurs og þjáninga. Nei, það var röddin frá hjarta Guðs, „gegnum Jesú helgast hjarta", flutt á máli hins auðmjúka hjarta skáldsins, sem bezt náði til hjarta hins aðþrengda lýðs. öldum saman drakk þjóðin í sig speki og vísdóm heilræða Passíusálm- anna og þann trúarstyrk, sem hjartað eitt getur hýst og dugað því á hvaða krossgöngu sem er. Alltaf hefur vegur Passíusálmanna verið að vaxa, og nú hefur listamaður- inn góði, frú Barbara Árnason, lagt til sína miklu listamannshæfileika, inn- blásin af anda sálmanna, til þess að myndskreyta þá og gera veg þeirra enn meiri en áður. Ekki situr það á ófróðum manni í þessum efnum, að fetta fingur út í lista- verk. Það er aðeins eitt í myndum hinn- ar nýju útgáfu Passíusálmanna, sem ég hef sízt kunnað við, það er klæðnaður Krists, en líklega hefur listamaðurinn valið þessa leið vegna samræmisins. Ritningin segir ekki margt um klæðnað Krists, þó það, að hermennirnir, sem krossfestu hann, hafi „kastað hlut um kyrtil hans," því að „kyrtillinn var ekki saumaður, heldur frá ofanverðu niður úr prjónaður." Þeir sögðu því hver við annan: „Skerum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um hann.'- Kyrtillinn hefur verið kennimanns- skikkja Krists, eins konar hempa. En víkjum nú heldur að því, sem máli skiptir. Aumingja Pétur! Þakklátur má hann vera frúnni, og vafalaust lýkur hann brosandi upp fyrir henni, þegar hún í fyllingu tímans drepur á gullna hliðið, því að svo mjúkum og mildum höndum hefur hún farið um iðrunartár hans.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.