Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 9

Eining - 01.03.1963, Blaðsíða 9
EINING 9 Skógaskóli. í einhverja mannaumferð, kallaði prest- urinn í safnaðarbörn sín og sagði: „Þið komið á samkomu.“ Og það brást ekki, þar var ævinlega húsfylli góðra tilheyr- enda, og frammi fyrir tilheyrendum eins og séra Halldóri, Kristjáni A. Kristjánssyni, Örnólfi Valdemarssyni og fjölskyldum þeirra og öllum hinum ágætu tilheyrendum, gat hver skussi orðið mælskur. Áreiðanlega hefur það verið séra Halldóri yndi alla hans prestskapartíð, 40 ár, að flytja guðsríkisboðskapinn, og ekki gleymdi hann því, að bindindi er einn ávöxtur andans, eins og postulinn segir. Séra Halldór og frú hans hafa því verið ágætir templarar og traustir liðsmenn bindindisstarfsins um áratugi. Hver og einn í mannheimi, sem ber sannleika og réttlæti vitni, er hinn lif- andi steinn í musterisbyggingu þeirrar andlegu menningar, sem standa skal háreist og voldug um aldur og ævi. f afmælisgreininni um séra Halldór Kolbeins, kemst Björn Magnússon, pró- fessor svo að orði á einum stað: „Og hann er enn fullur f jörs og áhuga, enda hefur áhuginn jafnan verið ein- kenni séra Halldórs, ásamt miklum starfshæfileikum og óbugandi bjart- sýni. Hann er gæddur skörpum gáfum og eldlegri mælsku, sem hlýtur að kveikja líf og f jör í kringum hann, hvar sem hann kemur. En mest er honum í muna prédikunin, að flytja hinn fagra og fagnaðarríka boðskap um líf og frelsi, um bræðralag manna og faðerni Guðs. Hann hlaut sína mótun sem pré- dikari á þeirri öld, þegar bjart var til lofts og vítt til veggja, og honum er ó- gerningur að láta nokkurt moldviðri né þokurembing byrgja fyrir sér þá dýrð- legu útsýn. Jafnvel köld kirkja og mannlaus, hefði ekki getað dregið úr áhuga hans að prédika, því að hann veit, að þótt ekki komi saman nema tveir í nafni frelsarans, þá er hann þar sjálf- ur hinn þriðji með sinn frelsandi eggj- unarmátt.“ Hér er séra Halldóri rétt lýst sem starfsmanni í víngarði drottins og sem manni, og þar með er hið bezta um hann sagt. Hagalín segir um hann, að „hress og reifur“ sjái hann „margar sólir á lofti, hvort sem hann lítur um öxl til liðins dags eða horfir til þess, er koma skal.“ Séra Halldór á þannig bæði sín fögru minningalönd og einnig vona- lönd, og ég óska honum af heilum hug og hans ágætu konu, að kvöldroðinn varpi sem fegurstum og notalegustum ljóma á vonalöndin og framtíðarstund- írnar. Pétur Sigurðsson. Skólamót Félag áfengisvarnanefnda í Rangár- þingi gekkst fyrir skólamóti í Skóga- skóla laugardaginn 2. febrúar. Mótið sóttu nemendur efstu bekkja barna- skóla sýslunnar ásamt skólastjórum, kennurum og áfengisnefndarmönnum. Að sjálfsögðu voru og á mótinu kennar- ar og nemendur Skógaskóla og höfðu þeir að miklu leyti undirbúið dagsskrá samkomunnar. I upphafi flutti bæn sr. Sigurður Haukdal á Bergþórshvoli og skólakór- inn í Skógum söng undir stjórn Þórðar Tómassonar. Björgvin Sveinsson for- maður bindindisfélags Skógaskóla flutti ávarp. Aðalræðu dagsins hélt Pétur Sigurðsson, ritstjóri og formaður lands- sambandsins gegn áfengisbölinu. Einn- ig sýndi hann mjög athyglisverða kvik- mynd um skaðsemi reykinga. Sigurður Tómasson á Barkarstöðum í Fljótshlíð flutti að síðustu lokaorð, en hann er formaður Félags áfengisvarnanefnda í sýslunni. Auk þess, sem skólakórinn söng, skemmtu nemendur Skógaskóla með því að sýna nokkra leikþætti, þá söng flokkur stúlkna með gítarundirleik og einnig fór fram sundkeppni í sundlaug skólans undir stjórn Snorra Jónssonar íþróttakennara. Áður í vetur hafði Fé- lag áfengisvarnanefnda efnt til ritgerða- samkeppni um bindindismál meðal nem- enda Skógaskóla. Úrslit þessarar sam- keppni voru birt á mótinu og hlutu níu nemendur verðlaun, sem voru vandaðar bækur. Bezta ritgerðin var eftir Guð- finn P. Sigurfinnsson frá Stardal við Stokkseyri. Jón R. Hjálmarsson, skóla- stjóri í Skógum, stjórnaði samkomunni. Gestir og heimamenn á skólamótinu voru nokkuð á þriðja hundrað. Veður var hið fegursta um daginn og var sam- í Skógum koma þessi hin ánægjulegasta í alla staði. —o— Þessi aðsenda frásögn um skólamótið í Skógaskóla, er aðeins hnytmiðuð skýrsla, en hér skal ekki miklu bætt við, þótt mótið ætti það skilið. Það var nota- legt að vera gestur þarna. Móttökur hinar beztu, og það fór um sál mína einhver notalegur blær, þægileg áhrif, er ég var setztur í hinum vistlega og rúmgóða íþróttasal skólans, sem var þéttsetinn prúðum samkomugestum, heimamönnum og aðkomnum. Út um gluggann sást í snai-bratta og sólroðna hlíðina rétt við skólavegginn. Landslag- ið og veðurfegurðin veitti inn í hugann þægilega róandi áhrifum, og á hollri al- vörustund hófst samkoman. Þá var, að minnsta kosti gömlum manni, hugsvölun að heyra 50 manna kór skólans, allt ungmenni, syngja 8 eða 10 lög, allt hin gömlu og hugþekku alþýðulög okkar. Skemmtiatriði unga fólksins vöktu almenna kátínu og voru vel þegin. Stjórn skólastjórans gerði sitt til þess að gera alla samkomuna þægilega. Og þá má ekki gleyma því, að ekkert smáræðis verk var það, sem hinar þjónustufúsu hendur kvennanna á bak við tj öldin — í eldhúsinu — inntu af hendi að bera á þriðja hundrað manns góðar veitingar, smurt brauð og kökur, kaffi, súkkulað og mjólk, en þetta kom sér auðvitað mjög vel, þar sem samkoman stóð margar klukku- stundir. Ég flyt skólastjóranum, Jóni R. Hjálmarssyni, og öðrum sem komu þarna við sögu, beztu þakkir fyrir góð- ar móttökur og ánægjulegar samveru- stundir. Enginn vafi er á því, að mót eins og þetta, eru gagnleg og góð. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.