Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 5

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 5
EINING 5 Foreldrarnir handan hafsins Hjo r og síð og alla tíð eru okkar v viðkvæmu sálir kaffærðar í fréttaflóði af slysum og marg- víslegum ófarnaði. Fleira er þó í frá- sögur færandi. Er t.d. ekki skemmti- legt að heyra eða lesa um líknarstarf, sem unnið er víðs vegar um heim. Til eru samtök eða félagsskapur í Banda- ríkjunum, sem heitir Foster Parent’s Plan — Fóstur-foreldra-skipulag gæti það ef til vill heitið á íslenzku. Þessi samtök eru búin að bjarga lífi þús- unda bágstaddra barna í Evrópu, Asíu og víðar. Hér er um að ræða yfir 600,000 fósturforeldra, ýmizt einstaklinga, fjölskyldur eða hópa. Slíkir hópar eru þá í skólum, kirkjusöfnuðum, klúbb- um, ýmsum starfsmannagreinum og jafnvel 27 hópar frá fangelsum. Ein- stöku einstaklingar taka að sér fimm böm í einu og senda árlega það sem þarf til að sjá þeim borgið, og svo eru aðrir, sem með sparsemi geta sent 15 dollara mánaðarlega, en öllum gefend- unum veitir þetta gleði og hamingju, en börnin sem þiggja víðs vegar um heim bera í brjósti sér kærleika og þakklátssemi til gefendanna. Þetta er því mannbætandi og göfgandi báðum aðilum. Bömunum finnst þau verði að vera í öllu til sæmdar þessum fóstur- foreldrum sínum, þótt þeir séu í mik- illi fjarlægð, en bréfaskipti eiga sér alltaf stað milli vandamanna barn- anna og fósturforeldranna. Höfuðstöðvar Fósturforeldra-skipu- lagsins eru í New York, en svo eru og aðalstöðvar í hverju hlutaðeigandi landi. Utan Ameríku eru 226 starfs- menn samtakanna, flestir þeirra vanir félagsmálastarfi, og hafa þeir sam- bönd við líknarfélög, hver í sínu landi. Frá þessu öllu er sagt í skemmti- legri grein í febrúarhefti Reader’s Digest 1963. Það er kona sem skrifar greinina. Þau hjónin hafa tekið að sér bláfátækan 5 ára dreng í Grikklandi. Áður var hann oft kaldur og svangur, en nú er vel séð fyrir honum. Fóstur- foreldramir geyma mynd hans, fá bréf frá móður hans og skrifa honum ást- rík bréf, senda honum leikföng, fatnað og ýmislegt, og 15 dollara mánaðar- lega. Þeim þykir vænt um litla dreng- inn og hann keppist við að sýna, að hann sé velgerða þeirra verður. Fóst- urforeldrar hans fá einnig áhuga á föðurlandi drengsins — Grikklandi. Alla vega er því þetta góðgerðarstarf menntandi og mannbætandi. Einn fósturforeldra-hópurinn er 33 börn í 6 bekk bamaskóla í Ontario í Canada. Hvert barn greiðir 10 cent vikulega og það, sem á vantar sér kennarinn um. Þegar börnin fréttu að heimili litlu stúlkunnar, sem þau höfðu tekið að sér, hefði brunnið, þá gengu þau frá einu húsi til annars og seldu jólakort og leikföng, og gátu svo sent litlu stúlkunni 567 dollara til þess að fjölskylda hennar gæti komið sér upp heimii á ný. Þetta var milli 20 og 30 þúsund íslenzkar krónur. í Digest-greininni era nokkur sýn- ishorn af bréfum, sem fara milli fóst- urforeldranna og barnanna eða for- eldra þeirra. Litli drengurinn í Grikk- landi, sem áður var sagt frá, bað móð- ur sína að geta þess í bréfinu, að á hverju kvöldi minntist hann í bæn sinni fósturforeldranna og kyssti þau á vangann. Vaktmaður einn á eyðileg- um stað í Alaska skrifar fóstursyni sínum: „Kæri litli Stefán. Hingað kemur enginn póstur á vetrum. Við fréttum því ekkert hver af öðrum fyrr en í apríl, en á hverjum degi mun ég minnast þín og þannig verður þú fé- lagi minn hér, ég er hér aleinn. Vertu góður drengur, rólegur heima, þegar mamma þín er við vinnuna, svo hugs- ar þú stundum til mín.“ Bréfinu fylgdi 6 mánaða meðgjöf. Komist barn á skrá hjá þessum fóst- urforeldra-félagsskap, missir það ekki aðstoð hans fyrr en það er orðið al- gerlega sjálfbjarga. Félagsskapurinn á sjóð, sem kemur til sögunnar í sam- bandi við ýmis óhöpp, veikindi, jarð- arfarir, eyðileggingu heimila barn- anna, annaðhvort af eldi eða flóðum, eða ef fósturforeldrar gefast upp við að greiða framlag sitt. Stundum fara fósturforeldrarnir yfir hafið að heimsækja fósturbörn sín, og oftast eru þá samfundir eins og end- urfundir fjölskyldu-.meðlima. Hjónfrá Minneapolis skrifuðu á þessa leið: „Frans er nú orðinn sjálegur ungur maður, kvæntur ljóshærðri yndislegri konu og eiga þau nú þriggja ára son. Það er okkur ánægjuefni að vera fóst- uramma og afi.“ Frá upphafi samtaka þessara, fyrir 25 árum, eru þau búin að bjarga yfir 100,000 börnum, sem annars var von- laust um. Nú eru þessi flest útlærð úr skólum, góðir og nýtir borgarar, kenn- arar, smiðir, klæðskerar, verzlunar- menn og menn ýmissa annarra stétta. Þannig er í mannheimi margt gott til frásagnar, og þegar allir menn fara að hugsa hver til annars, eins og „for- eldramir handan við hafið,“ og dreifðu fósturbörnin þeirra, og sýna í verki þann hugsunarhátt, þá fer að verða notalegt í heimi manna. Láti Guð og gott uppeldi þessum fjölga, en öllum vandræðamönnum fækka sem hraðast. SANNREYND VÍSINDANNA Bindindisfélag sænskra lækna hefur sent „Sænsku þjóðinni“ eftirfylgjandi ávarp: Áfengi, jafnvel smáskammtar, sem menn neyta af tilviljun, framkalla, á- vallt þveröfugt við það sem menn venjulega álíta — minnkandi eftirtekt, dvínandi dómgreind og lakari vinnu- afköst. Áfengi, sem notað er á löngum tíma, þó svo lítið magn að menn álíti það hættulaust, vinnur oft óbætanlegt tjón á maga, lifur, hjarta, háræðum og nýrum, og í kjölfar þess fylgir lang- varandi veiklun og ævin styttist. Áfengi lamar mótstöðuafl gegn smit- andi sjúkdómum. Bindindisstarfsemi er því mjög veigamikil í baráttunni við berklana. Að framleiðsla áfengra drykkja, sala og neyzla þeirra er leyfð, byggist á því, að þeir mörgu, er álíta sig nota þá í hófi, heimta að þeir séu fáanlegir til eigin afnota. Annars ætti sala áfengra drykkja að sjálfsögðu með lagasetningu að vera jafntakmörkuð eins og sala ópíums og morfíns. (Fakta i Nykterhetsfrdgan). Undursamlegt Með ári hverju vex unárwn mín á öllu, sem skynfærin greina. Ég veit það drottinn, aS vizkan þin á vísdóminn sa/nna og eina. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.