Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 6

Eining - 01.05.1963, Blaðsíða 6
6 EINING /----------------------------------------------------------------> f TISJTAJC^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur J-1-*-*- »J~L V VJT menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum f járhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 50 kr. árg., 5 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík. Sími: 15956. V._______________________________________________________________J tyehgiMei-kfatltf í ^díjíjóí ERLENDUM fréttum mánudagskvöldið 8. apríl sl. \ sagði ríkisútvarpið frá verkfalli starfsmanna áfengis- j& einkasölunnar í Svíþjóð og furðulegum afleiðingum þess. Þar á meðal voru eftirfarandi setningar: „Mörg fangahús, þar sem ölvuðum mönnum er stungið inn að næturlagi hafa nú staðið tóm nóttum saman, og muna ekki elztu menn dæmi slíks. Núna um helgina voru aðeins 26 menn teknir fyrir ölvun í Stokkhólmi, en venju- lega 150-200. Samtímis þessu hefur afbrotum, sérstaklega líkamsárásum, stórfækkað að undanförnu." Ekki undu allir vel þessum heillavænlega þurrki. Einn laugardaginn, segir í útvarpsfréttinni, fóru 3000 bílar um Svinesundsbrúna, yfir landamærin til Noregs, til þess að bjarga sál sinni frá þessum kveljandi þurrki og þorsta sín- um. Einnig fóru einn daginn 100 þúsund manna yfir til Danmerkur, til þess að komast í áfengislindirnar þar. Fyrir hvað lifir þetta fólk, sem hefur ráð á að fara landa á milli til þess að fá sér áfengi, og er þó alltaf annað slagið að heimta hærra og hærra kaup? Lifir þetta fólk fyrir ættjörð sína og velferð mannkynsins, eða stjórnast það eingöngu af girndinni og sjálfselskunni? Er fækkun slysa og afbrota í sambandi við áfengisleysið því nokkurt gleðief ni ? Læra menn svo nokkuð af þessu? Vissulega er þetta, sem gerzt hefur í Stokkhólmi í sambandi við áfengisþurrðina, eitt hið markverðasta, sem gerzt hefur um heim allan í þessum málum um margra ára skeið. Það sannar svo aug- ljóslega, það sem bannmenn fullyrtu bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, að á hinum sannnefndu bannárum tæmd- ust fangelsin, sparisjóðsfé manna óx drjúgum og hagur al- mennings stórbatnaði, en svívirðileg hagsmunahyggja, á- fengisauðmagn og margs konar ill öfl sameinuðust um að eyðileggja bannið, hvar sem það hnekkti áfengissölunni. Svo róttækt var áfengisbannið hér á landi, jafnvel þótt fljótlega væru brotin í þann varnarmúr hættuleg skörð, að heil kynslóð óx upp í landinu, sem afvandist gersamlega áfengisneyzlu. Hægt er að leiða fram vitni, bæði úr em- bættismannastétt landsins og öðrum stéttum, sem hafa sagt, að allt til 20 ára aldurs hafi þeir aldrei séð ölvaðan mann. Berklum varð ekki útrýmt nema tekið væri fyrir smitun- ina, og áfengisneyzlunni, með öllum hennar skelfingum verð- ur heldur ekki útrýmt nema tekið sé fyrir sölu áfengra drykkja. Að loka augunum fyrir slíku, er háskasamlegt Þessa dagana, kringum 23. apríl sl. koma blöðin með hin- ar herfilegustu fréttir af framferði ölvaðra manna. Á Akureyri ryðst drukkinn maður inn í hús friðsamra hjóna, fæst ekki til að fara út með góðu, en hrindir húsbóndan- um niður stiga svo að hann stórslasast og liggur sólarhring- um saman meðvitundarlaus í sjúkrahúsi, og á eftir hús- bóndanum hrindir hann húsmóðurinni einnig niður stigann og slasar hana. Einn drykkjumaðurinn fannst dauður nýlega í porti ná- lægt sænska frystihúsinu í Reykjavík. Ein fréttafyrirsögn- in er: „Rændur, barinn og hótað lífláti." Árásarmaðurinn „vel þekktur hjá lögreglunni," en því eru slíkir menn látnir ganga lausir? „Gífurlegar annir hjá lögreglunni,“ heitir önnur blaða- fregnin. Þar er sagt frá, að á einum sólarhringi hafði lög- reglan stungið inn 92 mönnum vegna ölvunar. Frá því á áramótum var lögreglan búin að taka 63 fyrir ölvun við akstur. Um þessa helgi, sem rædd var í þessum fréttum, tók lögreglan 9 menn fyrir ölvun við akstur, tveir eða þrír menn voru rotaðir og þrír piltar réðust á lögregluþjón og börðu hann illa. Svo fylgdi langur listi um innbrot og þjófn- að á ýmsum stöðum. Þessa sorgarsögu þekkja allir, sem blöð lesa og hlusta á fréttir og veita athygli þeim vandræðum, sem af áfengis- neyzlunni hlýzt, en jafnhörmulegt sem allt þetta er, jafn- óskiljanlegt og furðulegt er það, að menn skuli halda áfram að hafa á boðstólum og til sölu þann drykk, sem öllum þess- um slysum, afbrotum og ófarnaði veldur. Veglegt hlutskipti er það ávallt að bera sannleikanum vitni. Ritstjórn blaðsins flytur hér með Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni, rithöfundi, beztu þakkir fyrir ágætis pistil hans (Hannesar á Horninu) í Alþýðublaðinu 18. apríl sl. Þar er sannleikurinn sagður hispurslaust og djarflega, og hefur Eining fengið leyfi höfundarins til að birta spjall hans að mestu leyti. Fer það hér á eftir: 00<00<C><C>000000<C>000000000000000000<00 1-jc Reynslan aí bruggaraverkfallinu í Svíþjóö. 8 ■jc Færri slys og færri glæpir. 8 ■jc Reynslan af bannlögunum. o ■jc Kleppsvinna íslendinga. $ ooooooooooooooooooooooooooooooooo ÁFENGISBRUGGARAR sænska ríkisins og einstklingar hafa staðið í verkföllum undanfarnar vikur og það hefur nú haft þau áhrif, að áfengi er þorrið í landinu. Eftirtekt- arverð reynsla hefur fengist af brennivínsskoi’tinum og út- varp og blöð hafa skýrt frá henni: Bifreiðaslysum hefur fækkað stórkostlega, sömuleiðis árásum, unglingaupphlaup- um og glæpum. Þegar áfengisbúðimar tæmdust, hröpuðu tölumar í afbrotaskýrslu lögreglunnar og slysaskýrslum h j álparstöðvanna. MENN GETA VALIÐ um þessa kosti. — Hvort er dýr- mætara að fækka slysum og glæpum, eða svala brennivíns- þorsta? Þetta er spurningin, og mér, að minnsta kosti finnst hún mjög einföld og ekki þurfi að brjóta heilann um svarið. 1 Svíþjóð mun búa eitthvað á áttundu milljón manna. Nokkur þúsund komast til annarra landa til áfeng- iskaupa á viku. Tollverðir og lögregla hafa eftirlit með inn- flutningi áfengra drykkja þessa leið. Enn verða eftir á áttundu milljón, sem ekki ná í áfengi.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.