Eining - 01.06.1965, Side 1

Eining - 01.06.1965, Side 1
23. árg. Reykjavík, júní—júlí 1965 6.-7. tbl. Himnaríki 02 hel-víti vers vegna hafa menn flutt um þúsundir ára þessa kenningu um himnaríki og helvíti? Var þetta eintómur skáldskapur hrekkvísra manna, til þess ýmist að ginna eða hrella fávís- ar sálir? Ónei, vissulega ekki. Annað lá þar til grundvallar. Snemma á þroska- skeiði mannsins skynjaði hann, annað- hvort ósjálfrátt eða sjálfrátt, að í raun og veru hefur mannkyn aldrei átt um að velja nema tvær leiðir: veg farsæld- ar eða glötunar. Þetta var túlkað hinum sterku orðum: himnaríki og hel-víti. I kvæði eftir skáldið Heine, þar sem alvara er sögð í gamni,hefur hinn snjalli ljóðaþýðari, Magnús Ásgeirsson, þýtt stefið á þessa leið: Nú er heimur heillasnauður, hvers kyns eymd og plága skæð. Á efsta lofti er drottinn dauður og djöfullinn á neðstu hæð. Um alllangt skeið hefur mönnum ver- ið boðuð óspart þessi lífsskoðun: Eng- inn Guð í himnunum, enginn himna- drottinn þar, ekkert að tilbiðja og tigna, og í undirdjúpunum ekkert að óttast, enginn „glóðaflagða-gramur" þar með horn og klaufir til að kynda glötuðum sálum kvalabál. Báðir búnir að vera: ljóssinsfaðir og myrkrahöfðinginn. Ónei, góðir hálsar, svo einfalt er mál- ið ekki. Það er aðeins ekki eins djúpt á hel-vítinu nú eins og áður var í trúar- vitund manna, því að það hefur flutzt upp á yfirborð jarðar. Staðreyndirnar, sem bæði orðin, himnaríki og hel-víti tákna, eru enn óumflýjanlegur veruleiki. Enn er til sæla og kvöl, enn er til dáð- ríkt og fagurt mannlíf og einnig hrylli- lega spillt glæpamannslíf, sæluríkt líf og kvalalíf. Breyti maðurinn að öllu leyti illa, steypir hann sér í kvalalíf, í sannkallað hel-víti. Breyti þjóðir ranglátlega, steypa þær sér einnig í styrjaldarógnir, hönnungar og hið versta kvalalíf. Tákn- ar ekki orðið hel-víti kvalastaður? Hvað urðu löndin, England, Þýzkaland, Frakk- land, Rússland og fleiri lönd á árunum 1914-1918, annað en kvalastaðir og varð ekki líf þessara þjóða sannkölluð kvöl? Fjöldi manna, sem ekki þjáðist líkam- lega, leið sálarkvöl vegna hinna, sem verstu þrengingarnar urðu að þola. Sjálfar höfðu þjóðimar leitt þetta yf- ir sig með því að lifa ranglátu og á ýms- an hátt syndsamlegu lífi. Óguðlegum veitist enginn friður. Hér er um mis- kunnarlaust lögmál að ræða: annað hvort réttlátt líf og sæla eða ranglátt líf og ófarsæld og kvalir. Eftir að þjóðirnar höfðu engst sund- ur og saman í fjögurra ára kvalavíti styrjaldarinnar, tók við önnur ógn, hin hryllilega hungursneyð og drepsóttin, sem lagði fleiri í gröfina en fjögurra ára styrjöldin. Lærðu þjóðimar eitthvað af þessu? Höfðu þær iðrast gerða sinna, sett rétt- lætið og góðvildina til valda? Ónei. — Forsætisráðherra Englendinga, sem þá var, David Lloyd George, sagði nokkru eftir fyrri heimsstyrjöldina, að „þjóð- irnar væru eins og villidýr í skógi, þær væru að sleikja sár sín, og þegar þær væru grónar sára sinna, myndu þær ráð- ast aftur hver á aðra.“ Hvað þá ekki varð. Og aftur var stórveldum heimsins og mörgum minni þjóðum varpað í enn ægilegra hel-víti en nokkru sinni fyrr: milljónir varnarlausra manna, konur, börn og gamalmenni, leidd í gasklefana eða hrundið hálfdauðum niður í múg- grafir. Flugvélahernaður lagði borgir í rúst og vægði engu, hvorki hvítvoðung- um né ellimóðum, né neinum þar á milli. Nei, því er nú ver, hel-vítið er ekki úr sögunni. Það er aðeins ekki eins skáld- legt og það var áður. I staðinn fyrir glóðaflagðagraminn, sem talinn var kynda kvalabálið neðanjarðar, kom allt í einu hinn mennski maður, búinn mik- illi tæknikunnáttu og lærdómi til þess að moka af miklum jötunmóði í óseðj- andi gin þess hel-vítis, sem mennskir menn kynda sín á milli. Og búinn ger- eyðingarvopnum tæknikunnáttunnar, getur nú jafnvel „heilsuleysinginn hróp- að: ég er hetja,“ eins og spámaðurinn orðar þetta, þegar svo er komið að næst- um hvert væskilmenni getur sprengt heilar borgir í loft upp. Hér má einnig minna á önnur spámannsorð: „Þeir eru vitmenn illt að fremja.“ Nei, hel-vítið var ekki aðeins lélegur skáldskapur. Það hefur alltaf verið rammur raunveruleiki í lífi og sambúð þjóða, og er því miður enn og mun halda áfram að kvelja mannkyn alla þá stund, sem haldið er áfram að kappmoka á eld- inn. Ekkert annað en kvalavíti bíður okk- ar, ef við höldum áfram í sjálfselsku, eigingirni, græðgi, heimtufrekju, rang- sleitni, svalli, siðleysi, nautnalífi og alls konar óheiðarleik. Sumar stefnur síðari tíma, sem margan hefur sviðið undan, hefðu aldrei orðið til, ef þjóðir hefðu ekki viðhaft hróplegt ranglæti í atvinnu- málum og viðskiptum. Fornt spámanns- orð segir: „Ofbeldið rís upp sem vöndur

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.