Eining - 01.06.1965, Side 2
2
EINING
Vorþing Umdœmisstúkunnar nr, 1
Þingið var haldið í Hafnarfirði laug-
ardaginn 22. maí sl. Það var allfjöl-
mennt og fór vel um okkur í hinu nota-
lega Góðtemplarahúsi Hafnarfjarðar.
Fjmdum þingsins stjórnaði umdæmis-
templar, Ólafur Jónsson, og lagði hann
fram skýrslu yfir starfsárið 1964-1965.
Þar ber mest á frásögn um bindindis-
mannamótið að Húsafelli um verzlunar-
mannahelgina sl. sumar, en til slíkra
móta hefur umdæmisstúkan efnt árlega
undanfarin ár. Hafa þau gefizt vel og
aðsókn að þeim farið vaxandi. Einnig er
í skýrslunni greint frá annarri starf-
semi víðsvegar í umdæminu, heimsókn-
um til stúkna, ferðalögum manna til að
glæða áhugann á ýmsum stöðum, og
einu og öðru.
I skýrslu gjaldkera stúkunnar er einn
á ranglætið." Ef sumir heimta þreföld
eða jafnvel fimmföld laun á við hinn
vinnandi mann í þjóðfélaginu, þarf eng-
inn að búast við rólegu atvinnulífi né
neinni friðsemd yfirleitt. Enn leika
menn sér að rangsleitni og öllu því,
sem spillir mönnum og gerir þá ósátta,
ófriðsama og hættulega öllum friðar-
vilja, hvar sem er.
Því miður er hinn vondi andi enn ekki
dauður, hvað sem hinum líður á „neðstu
hæðinni,“ og Guð er ekki heldur dáinn
eða týndur, þótt geimfarar finni hann
ekki. Hann býr „á háum og heilögum
stað, en einnig hjá þeim sem hafa sund-
urkraminn og auðmjúkan anda,“ segir
spámaðurinn. Sú guðshyggja, sem við
getum ræktað í sjálfum okkur, getur
umbreytt okkur svo, að við liættum að
vera eða verða hel-vítismatur, ef við að-
ins viljum fá Guði völdin í lífi okkar og
þjóðlífinu. Þá verða vandamálin ekki
vandleyst, þá myndu menn ekki þurfa
að vaka nótt eftir nótt á sáttafundum
og glíma við þau vandamál, sem rang-
sleitnin ávallt hrúgar upp. „Réttlætið
upphefur lýðinn, en syndin er þjóðanna
skörnrn," var skráð í bamalærdómskver-
inu okkar. „Allt ranglæti er synd.“ Setn-
ingin verður þá þannig: „Réttlætið upp-
hefur lýðinn, en ranglætið er skömm
þjóðanna.“ Festum okkur þetta í minni.
Hér er ekki vandratað. Hér þurfa
menn ekki að villast. Vegurinn er vel
merktur: Réttlæti, upphefð og farsæld
— eða: ranglæti, skömm og ófamaður.
— Okkar er valið.
Pétur Sigurðsson.
liður mest áberandi og segir þar frá
markverðu og ágætu starfi barnaheimil-
isins að Skálatúni í Mosfellssveit. Þetta
líknarstarf nýtur velvildar margra og
oft berast heimilinu góðar gjafir. Á af-
mæli yngsta barnsins að Skálatúni 28.
nóvember 1963 stofnuðu foreldrar þess,
Föndur, og leikfangasjóð heimilisins.
Gjöfin var 10 þúsund krónur.
Foreldrar barnanna hafa sótt um leyfi
heimilisstjómarinnar til þess að mega
gangast fyrir gerð sundlaugar heimilis-
ins.
Vorið 1964, 31 maí, voru níu börn
heimilisins fermd í Lágafellskirkju og
voru þar nánustu venzlamenn barnanna,
sem gengu með börnunum til altaris eft-
ir ferminguna, og segir Páll Kolbeins í
skýrslu sinni, að „öll þessi athöfn hafi
verið ein sú hátíðlegasta kirkjuathöfn,
sem hann hafi verið viðstaddur." —
Fólk hafi það hugfast, að hér er um
vangefin börn að ræða og þeim mun
lofsverðara hve tekst með uppeldi
þeirra.
I Skálatúnsheimilinu eru nú 28 börn,
en eftirspurn er mikil um vist fyrir
fleiri börn. Nú standa yfir allmiklar
byggingaframkvæmdir á staðnum og
gert er ráð fyrir að þeim ljúki snemma
á næsta ári, getur heimilið þá hýst 40-
50 börn.
Sunnudaginn 30. maí sl. efndu konur
úr stúkunum í Reykjavík, Hafnarfirði,
Keflavík og Akranesi til bazars vegna
Skálatúnsheimilisins. í sambandi við
hann skýrðu dagblöðin í Reykjavík all-
verulega frá starfi og stjórn heimilisins.
Þetta er nú 12. ár þess. Upphafsmaður
að stofnun þess var Jón Gunnlaugsson,
fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi og lengst
framan af var heimilið á vegum Um-
dæmisstúkunnar nr. 1, en nú síðustu ár-
in hefur Styrktarfélag vangefinna tek-
ið höndum saman við umdæmisstúkuna
um þetta góða verk, sem unnið er að
Skálatúni.
Já, hér var verið að segja frá um-
dæmisstúkuþinginu. Umræður um ýms
mál voru þar allfjörugar. Næstum engin
breyting varð á fremkvæmdanefndinni,
og Ólafur Jónsson, Hafnarfirði, var
endurkj örinn umdæmistemplar.
Tillögur
Á þinginu voru samþykktar ýmsar
tillögur, meðal annars að krefjast þess,
að ekki verði enn fjölgað vínveitinga-
stöðum, að áfengislögum sé framfylgt,
bæði almennt og ekki sízt varðandi þau
ákvæði laganna, sem banna að veita
ungmennum áfenga drykki.
Ennfremur ítrekaði þingið fyrri kröf-
ur sínar um að opinberir aðilar hætti að
veita áfengi í veizlum sínum. Stóraukin
verði fræðsla um skaðsemi áfengisneyzl-
unnar.
Flestar aðrar tillögur þingsins voru
um hið félagslega starf góðtemplara-
reglunnar, bæði inn á við og út á við.
Vorblómið
Vorblóm ársins 1965 kom út með sumar-
komunni.
Hlý hjörtu hafa slegið á bakvið hendur
þeirra manna, sem skráðu efniskafla þess-
arar litlu snotru bókar, og áreiðanlega ylja
þeir ungra sveina og meyja hjörtum. Og
hver veit, nema fullorðnir og jafnvel gaml-
ir eigi barnsleg hjörtu, sem vermast við
allt sem er hollt, fallegt og gott.
Sennilega finnst sumum efnið nokkuð
einhliða og sársaukinn er þar á ferð, en
alltaf er þar hvatningin til varúðar og við-
vörun við hættunum verstu, ungum bent
á gæfuveg.
Það er unglingaregla góðtemplara, sem
gefur út bókina og markmið unglinga-
reglunnar er þetta:
„Að kenna þeim ungu að skilja þá hættu,
sem leitt getur af nautn áfengis og tóbaks,
og brýna fyrir þeim nauðsyn bindindis-
starfseminnar.
Að hafa áhrif á börn' og unglinga til að
verða bindindismenn.
Að fá æskulýðinn til að vinna samtaka
gegn áfengis- og tóbaksnautn og f járhættu-
spili.
Að vinna á móti ljótu orðbragði og öðr-
um löstum og koma vel fram við menn og
málleysingja.
Að kenna börnum og unglingum að
starfa í félagsskap og efla alhliða félags-
þroska þeirra.
Að vinna að því að göfga æskumanninn
og styðja hann til þess að geta orðið góður
og nýtur maður.
Kjörorð unglingareglunnar er: Sann-
Ieikur, kærleiki, sakleysi."
Þetta er skráð á aftari kápusíðu litlu
bókarinnar, og allir munu viðurkenna, að
stefnt er að háu og göfugu marki. Á það
er og minnt, að um marga áratugi hafa
barna- og unglingastúkurnar í landinu
unnið ómetanleg uppeldisstörf.
Norðangarinn nístir klóm
nýútsprungin vorsins blóm.
Eins nær klóin ísköld hans
inn að hjartarótum manns.
Vísa þessi varð til, þegar kaldast var
í vor. P. S.