Eining - 01.06.1965, Side 8
8
EINING
TJ T]\TTJ\Tf~^ Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
J-1J.J. V-/-Z. V VJT menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stór-
stúku íslands, kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956.
GULLTJALDIÐ
L^|| nginn guð, enginn guð,
VHi að þessi kálfur.
Það er hann, sem þjóðin ann,
og það veit hann sjálfur.
Lostinn býr í lendum hans,
lögmálið í hryggnum.
Dans, dans, dans,
og dýrseðlið tignum.
Svo kvað þjóðskáldið Davíð Stefánsson. Menn kannast
við söguna um gullkálfinn í eyðimörkinni. Þar hófst mikill
dans, og dansinn í kringum gullið — peninginn, hefur haldið
áfram síðan.
Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarin ár um „járn-
tjald,“ en þeir, sem að siðbótum vinna og vilja t.d. útrýma
skaðlegri áfengis- og tóbaksneyzlu, standa alltaf andspænis
óvinnandi og óyfirstíganlegu gulltjaldi. Það er hverju stríðs-
tíma járntjaldi verra. Það er hið ægilega peningavald, sem
einskis svífst: Verzlar með lifandi fólk, verzlar með þræla,
verzlar með heill og velferð manna, verzlar með áfengi, tóbak,
sorprit, glæpareyfara, glæpakvikmyndir, morðtól og óteljandi
skaðvænleg efni. Peningavaldið er blint gagnvart velferð
manna, gengur alltaf með dollar- eða krónu-augu.
Á síðasta Alþingi kom fram frumvarp um að banna tó-
baksauglýsingar, en þá kom strax í ljós, eins og á bannárun-
um, að við stöndum alltaf andspænis þessu óvinnandi gull-
tjaldi. Peningavaldið, aðallega erlent, fer á stúfana og svo
birta blöðin meiri tóbaksauglýsingar en nokkru sinni áður.
Blöðin beygja sig fyrir framboði peninganna og Alþingi beyg-
ir sig fyrir valdi blaðanna og kjósenda, þar með harðlæst
hvert hlið.
Mikið er rætt um vísindi, að efla háskóla sem mest til
vísindalegrar menntunar, nauðsyn þess að taka vísindin í
þjónustu tækninnar til eflingar velferð þjóða. Nú hafa vís-
indamenn margra þjóða talað hátt um skaðsemi sígarettu-
reykinga og lagt fram uggvænlegar skýrslur. Þá hrekkur
peningapúkinn við og hann veit af gamalli og nýrri reynslu,
að með gullmúr er unnt að stöðva framgang flestra mála.
Þetta tókst peningapúkanum prýðilega á áfengisbannár-
unum. Minna má á, að t.d. eru í hinni miklu bók, The Amazing
Story of Repeal, hálft fimmta hundrað blaðsíður um afnám
áfengisbannsins í Bandaríkjunum, — opinberar skrár og
skýrslur um það, hversu auðkýfingar, eigendur milljóna og
tugmilljóna dollai’a, lögðu andbanningafélaginu þar til stórfé
til baráttunnar gegn bannlögunum. Á bls. 9 eru nafngreind
16 stórfyrirtæki, eins og t.d. risafyrirtækin Du Pont, sem
lögðu þessu andbanningafélagi til 2.894.71 dollara á árunum
1930 og 1931, til þess að herða sóknina. Fyrirtæki þessi gerðu
þetta í von um að létta af sér sköttum, ef ríkisstjórnirnar
fengu nægar tekjur af áfengissölunni. Dæmið reiknuðu þau
auðvitað sér í hag en ekki þjóðinni.
Glæpalýður og alls konar leynifélög tóku svo höndum
saman við þetta auðmagn til þess að eyðileggja áfengisbannið.
Áfengisauðmagnið sá um það, að skip frá Englandi og víðar
að, lægju úti fyrir ströndum Bandaríkjanna og hefðu nægi-
legt áfengi til sölu, til þess að lagabrotin yrðu sem mest áber-
andi og léttara yrði að rægja bannlögin. Þannig var unnið,
og svo áttu þessi máttugu öfl víða ítök, t.d. í nautnasýki
manna.
Þetta er hinn gamli og nýi sannleikur í þessu mikla vanda-
máli. Andspænis þessu gulltjaldi — þessum óvinnandi pen-
ingamúr stöndum við enn, er við viljum banna hér á landi
tóbaksauglýsingar. Værum við bindindismenn samtaka, gæt-
um við átt nokkurn mótleik, með því að hætta að kaupa þau
blöð, sem birta tóbaksauglýsingar.
Heilræði spámannsins
f heilagri ritningu er komizt svo að orði: „Guð er eyðandi
eldur.“ Og svo spurði spámaðurinn á fornaldarárum: „Hver
af oss má búa við eyðandi eld, hver af oss má búa við eilíft
bál ? Sá sem fram gengur réttvíslega og talar af hreinskilni;
sá sem hafnar þeim ávinningi, sem fenginn er með ofríki; sá
sem hristir mútugjafir af höndum sér; sá sem byrgir eyru
sín, til þess að heyra eigi morðráðin; sá sem afturlykur aug-
um sínum, til þess að horfa eigi á það, sem illt er. Hann skal
búa uppi á hæðunum; hamraborgirnar skulu vera vígi hans;
brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum skal
eigi þverra. Augu þín skulu sjá konunginn í ljóma sínum;
þau skulu horfa á víðáttumikið land.“ — Jesaja 33, U-17.
Skáldlegt og spámannlegt mál, á við á öllum öldum, en
spámaðurinn er einn af þessum hneykslanlegu mönnum, sem
nú eru nefndir í lítilsvirðingartón: „siðavendnispostular." —
Slíkt er nú ekki ný bóla. Um Krist hrópuðu menn: „Burt
með þennan, gef oss Barrabas.“ Nú hrópa menn: „Burt með
þessa siðavendnispostula, gefið okkur sjónvarp, — þenna há-
skóla í glæpamennsku. Auðvitað sýnir sjónvarp fleira en það,
sem andstyggilegt er, en í sjónvarpi og fjölda kvikmynda fer
fram markviss kennsla í glæpamennsku. Framan við sjón-
varpið sitja börn og unglingar dag eftir dag og horfa á margt
misjafnt. Þar lærði 5 ára snáðinn hvernig á að kyrkja menn,
og hann gerði tilraun á tveggja ára bróður sínum, og fleiri
listir hafði hann þegar lært varðandi manndráp. Faðir
drengsins sagði sjálfur frá. Sjá Kirkuritið, 4. hefti 1965, bls.
159.
Svo gera menn sig að þeim einfeldingum að leggja að
jöfnu hvort barn eða unglingur les eitthvað ljótt eða sér það
í sjónvarpi. Sjón er sögu ríkari, hefur löngum verið sagt.
Þótt 5 ára snáðinn hefði verið læs, myndi hann tæpast hafa
lært af lestri, hvernig hann ætti að kyrkja yngri bróður sinn.
Við höfum nýlega lesið í blöðum um það, að rannsóknir
meðal stórþjóða hafi leitt í ljós, að allstór slatti fulltíða ung-
menna, allgóðum gáfum gæddir og duglegir í prófum, væru
siðferðilegir fábjánar. Slíkt er ávöxtur uppeldis aldarfarsins,
og þeir sem halda vilja slíku uppeldi áfram, hrópa: burt með
siðavendnispostulana.
Hugleiðum svo orð spámannsins um að framganga rétt-
víslega, tala af hreinskilni, hafna þeim ávinningi, sem feng-
inn er meS ofriki, að hrista mútugjafir af höndum sér,
byrgja eyru sín, til þess að heyra eigi morðráðin, loka aug-
unum, til þess að horfa ekki á það, sem illt er.
Látum svo nútímamenningu þjóðanna, einnig okkar,
ganga undir þetta próf, og sjáum, hvort nokkur þörf er á
siðavendni.