Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 2

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 2
pSnBÓK L^J MÁWAÐARINS Bók mánað- Fullt verð: 2.380 kr. arins Okkar verð: 1.975 kr. Dalur hestanna eftir Jean M. Auel Magnþrungin og spennandi saga í hrífandi umhverfi Bók mánaðarins að þessu sinni er Dalur hestanna eftir Jean M. Auel, en það er sjálf- stætt framhald af Þjóð bjarnarins mikla, sem Veröld valdi bók mánaðarins í fyrra og hlaut stórkostlegar viðtökur félagsmanna. Hér er um viðamikið skáldverk að ræða, magnþrungna og spennandi sögu, sem gerist í óvenjulegu og hrífandi umhverfi. Þetta er bók sem heillað hefur milljónir les- enda um allan heim. Á vit hins óþekkta í þessari miklu sögu segir Jean M. Auel frá Aylu, stúlkunni af ættstofni nútímamanns- ins, sem verður viðskila við fólk sitt fyrir 35.000 árum og elst upp hjá fornri kynkvísl Neanderdalsmanna. Dalur hestanna hefst, þegar Ayla verður að yfirgefa öryggi fyrri heimkynna og halda á vit hins óþekkta í óblíðri og grimmri veröld utan hellisveggj- anna. Ayla reikar einmana um óbyggðirnar og þrá hennar eftir mannlegu samneyti og umhyggju heltekur hana. Hún hefur næst- um látið bugast þegar örlögin leiða hana inn í Dal hestanna þar sem hún hittir Jon- dalar, unga manninn af hennar eigin kyn- stofni. Meö blá augu Þetta gerist í upphafi tuttugasta kafla sög- unnar, en það er á þessa leið: ,,Aylu varð starsýnt á manninn. Hún gat ekki haft aug- un af honum enda þótt hún vissi að það væru ekki mannasiðir. Það var eitt að viröa hann fyrir sér meöan hann var meðvitund- arlaus eða sofandi, en að horfa á hann svona glaðvaknaðan var allt annað. Hann var með blá augu. Hún vissi að hún var sjálf bláeygð. Hún hafði nógu oft verið minnt á það hvernig hún var öðruvísi en hinir. Hún hafði líka séð þau í spegilmynd sinni í tjörn- inni. En augu fólksins í Ættinni voru brún. Hún hafði aldrei séð neinn með blá augu fyrr, og svo skærblá að hún trúði því varla að hún væri með sjálfri sér...“ Afdrifaríkar afleiöingar Á mörkum vonar og ótta verður Ayla fyrir nýrri reynslu og hún skynjar áður óþekktar tilfinningar og kenndir, sem eiga eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar, fyrir hana, fyrir Jondalar og mannkyn allt. Saga Aylu er í senn spennandi og áhugaverð. Hún er hrífandi og skemmtileg skáldsaga, en á jafnframt erindi til allra nú- tímamanna, sem vilja fræðast um uppruna sinn og öðlast betri skilning á sjálfum sér. 2 • Bók er best vina (íslenskur málsháttur)

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.