Okkar á milli - 01.03.1988, Side 8

Okkar á milli - 01.03.1988, Side 8
Nr.: 1694 Fullt verð: 2.250 kr. Okkar verð: 1.890 kr. BYGGINGAR- LISTASAGA Frá pýramídum faraós til straumlínu nútímans Byggingarlistasaga Fjölva er sannkallaöur kjörgripur í íslenskri bókagerö, sem mun veröa æ verömætari eftir því sem tímar líöa. Bókin er fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku og því einstök í sinni röö. Hún er nær tæmandi handbók meö meira en 800 skýringamyndum og mikill hluti þeirra er í sérlega vandaðri litprentun. Þetta er vegleg bók, sem Veröld mælir sérstaklega meö. Fjöldi sérfræðinga Byggingarlistasaga Fjölva er ávöxtur ára- langs skipulags og samstarfs fjölda sér- fræöinga á vegum Mitchell Beazley bóka- útgáfunnar í London, sem þekkt er fyrir út- gáfu á vönduöum ritverkum. Fjórtán af fremstu fræðimönnum Breta í bygginga- listasögu skráðu þessa bók, hver á sínu sérfræðisviði, en síðan var þaö verk aðal- ritstjórans, John Julius Nonwich, meö fjöl- mennu aðstoðarliði, að samhæfa verkið og fella inn í það Ijósmyndir og margs kyns skýringamyndir, sem gera flókin tækniatriði augljós og lifandi. Vinsæll höfundur Aðalritstjórinn John Julius Nonwich er sonur hins kunna stjórnmálamanns Duff Coop- ers, sem að loknum löngum ferli var aðlað- ur sem Norwich lávarður. Hann er nú viður- kenndur sem einn fremsti listasöguhöfund- ur Breta og hefur m.a. skrifað stór verk um Feneyjar, Egyptaland og listgerð Norður- Afríku. Auk þess er hann vinsæll höfundur og flytjandi listasöguþátta í breska sjón- varpinu BBC. Brautryðjandaverk Þorsteinn Thorarensen, rithöfundur og út- gefandi, hefur þýtt bókina og umsamið hana eins og hans er háttur, eftir íslensku áhugasviði og áherslum í nánu samráöi við frumhöfundana. Hér er um brautryðjanda- verk að ræða, því að ekki hefurfyrr komið út á íslensku byggingarlistasaga. Með þess- ari glæsilegu bók er því plægður akur í fyrsta skipti varðandi alls kyns hugtök og heiti á tækniatriðum, stíleinkennum og hug- myndafræði byggingarlistar á öllum tímum. Mest seldi stríðsbókahöfundurinn Bókin Kommisarinn eftir Sven Hassel er ósvikin spennusaga, sem fær lesandann til að gleyma stund og stað gersamlega, þartil hann kemurað síöustu blaðsíðunni. Öllu fórnað Kommisarinn vissi um stærsta leyndarmál stríðsins í Rússlandi. Hann hafði falið 30 milljón dollara verðmæti í gulli bak við rúss- nesku víglínuna og Porta var ákveðinn í að vinir hans í „Hersveit hinna fordæmdu" næðu hluta af þeim feng. Fyrir Rússagullið voru þeir reiðubúnir til að fórna öllu; tilbúnir að fórna lífi sínu; tilbúnir að drepa þá sem reyndu að koma í veg fyrir að þeir næðu gullinu; tilbúnir að berjast eins og villidýr sem þeim var einum lagið. Þeir sem alltaf voru í fremstu víglínu, létu ekkert stööva sig. Enginn kærði sig um hvort þeir voru lífs eða liðnir. Skrifar af reynslu Sven Hassel er mest seldi stríðsbókahöf- undur allra tíma. Hann barðist með þýska hernum í heimstyrjöldinni síðari og skrifar því af reynslu. Kommisarinn er fjórtánda bók hans, og allar fyrri bækurnar hafa náð metsölu hér á landi sem annars staðar. Nr.: 1695 Fullt verð: 838 kr. Okkar verð: 745 kr. 8 9 Betra er berfættum en bókarlausum að vera (íslenskur málsháttur)

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.