Okkar á milli - 01.03.1988, Síða 10

Okkar á milli - 01.03.1988, Síða 10
Nr.: 1698 Fullt verð: 2.250 kr. Okkar verð: 1.890 kr. SKIPABÓKIN Siglingasaga með lýsingum á þúsund skipum Skipabók Fjölva er mjög handhæg og þó nærfellt tæmandi upplýsingarit um skip og siglingar. Hún er mikil aö vöxtum, á fjóröa hundrað blaðsíður í stóru broti og rækilega myndskreytt. Rakin er saga siglinga frá upphafi vega til okkar daga og birtar myndir og lýsingar á þúsund skipum allra tíma og allra landa, herskipum og kaupskipum, bæði gömlum og nýjum. Sérstakur kafli er um íslenska skipasögu, tæknilegar upplýs- ingar um herskip og registur yfir skipanöfn. Sagatækniþróunar Saga siglinganna er jafnframt saga tækni- þróunar. Hér er því jafnframt reynt að gefa nokkra innsýn í tækniþróun skipanna, hvort sem er í stríði eða friði. Hinum ólíku skips- gerðum eru gerð góð skil, allt frá papýrus- bátum Egypta, þríræðingum Grikkja, slétt- byrðingum Rómverja, að ógleymdum vík- ingaskipunum. Á eftir fylgdu margsegla línuskip, freigátur, briggskip, barkskip og skonnortur, þangað til gufuvélar og síðan dísilvélar leystu seglin af hólmi. Sjórinn varð örasta og besta samgönguleiö mannsins og útbreiðsluleið menningarinn- ar. í Skipabókinni er reynt að drepa á allt sem skiptir máli í þessari þróun, allt upp í nútíma kjarnorkuskip. Hér á lesandinn að geta haft auðveldan aðgang að þessari þekkingu í formi efnismikillar og vandaðrar handbókar. ISLANDS ELDAR StÓTVÍrki í íslenskri bókaútgáfu Bókin íslandseldar hefur hlotið einróma lof bæði almennings og gagnrýnenda, enda um að ræða stórvirki í íslenskri bókaútgáfu. Vegna fjölda áskorana býður Veröld fé- lagsmönnum sínum þessa bók aftur á afar hagstæðum kjörum. Stórar litmyndir íslandseldar eru tæplega tvö hundruð síður að stærð í mjög stóru broti, prýdd ótal lit- myndum og skýringamyndum, og ná sumar myndanna yfir heilar opnur í bókinni. Höf- undur er Ari T rausti Guðmundsson jarðeðl- isfræðingur, en helstu aðstoðarmenn hans við lokafrágang efnis í bókina voru Gunnar H. Ingimundarson landfræðingur, sem gerði 50 kort í bókina, og Eggert Pálsson Kemur á tveimur gíróseðlum, sem greiða má með mánaðarmillibili Nr.: 1699 Fullt verð: 4.860 kr. Okkarverð: 4.135 kr. myndlistarmaður, en hann teiknaði 20 skýr- ingarmyndir. Vaka-Helgafell gaf bókina út í tilefni af fimm ára afmæli fyrirtækisins. Fögur og aðgengileg í bókinni er gerð grein fyrir eldvirkni á ís- landi undanfarin tíu þúsund ár eða á því tímabili sem nefnt er nútími í jarðsögunni. Ekkert var til sparað til að gera þessu áhugaverða efni sem best skil í máli og myndum, enda tók vinnsla bókarinnar hátt á fjórða ár. Að mati gagnrýnenda hefur tek- ist einstaklega vel um árangur þessa mikla verks og hafa sumir þeirra fullyrt, að ekki sé hægt að hugsa sér aðgengilegri og fegurri bók um jarðelda á íslandi, sem er eitt mesta eldfjallaland heims. 10 • Menntin er löng, mannsævin stutt (íslenskur málsháttur)

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.