Okkar á milli - 01.12.1988, Side 2

Okkar á milli - 01.12.1988, Side 2
Margverðlaunuð Æók W LíU manaðarins og heimsfræg bók eftir höfund skáldsögunnar Being There sem kvikmynduð hefur verið Bók mánaðarins að þessu sinni er skáldsagan Skræpótti fugl- inn eftir Jerzy Kosinsky, hrika- leg frásögn ungs drengs, frá Austur-Evrópu um vitfirringu síðari heimsstyrjaldarinnar, byggð á eigin reynslu höfund- arins. Þetta er margverðlaunuð og heimsfræg bók og þykir ein besta og áhrifaríkasta skáld- saga sem skrifuð hefur verið um seinna stríðið. Prófessor í bók- menntum Jerzy Kosinsky er fæddur í Pól- landi, en fluttist til Bandaríkj- anna árið 1957, hlaut þar menntun sína og hefur búið þar síðan. Hann kenndi um árabil við háskólana Princeton og Wesley, en frá árinu 1970 hefur hann verið prófessor í bók- menntum við hinn fræga Yale- háskóla. Hann er nú í hópi þekktustu og virtustu rithöfunda i Bandaríkjunum og skrifar ein- göngu áensku. Áhrifarík saga Skræpótti fuglinn er fyrsta skáldsaga Kosinskys. Hún kom út árið 1965, en síðan hefur hver bókin rekið aðra. Ef til vill er Being There þekktust þeirra, ekki síst vegna þess að hún hefur verið kvikmynduð eftir- minnilega með Peter Sellers í aðalhlutverki. Að margra dómi er þó Skræpótti fuglinn áhrifa- ríkasta sagan, enda byggð á sárri og biturri lífsreynslu. 2 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.