Okkar á milli - 01.12.1988, Side 13

Okkar á milli - 01.12.1988, Side 13
Myndskreytt Leyndardómar ævintýri og stjörnu- þjóðsögur fræðinnar í bókinni Vökunótt á Vigri eru norrænar þjóösögur og ævin- týri fagurlega myndskreytt. Þetta er stór og þykk bók, um 200 blaðsíður og glæsileg að allri gerð - sannkallaður kjör- gripur. Frumútgefandi er Milos Maly, en þýðandi og útgefandi á íslensku er Þorsteinn Thorar- ensen. Myndskreyting er eftir Josef Liesler og er sannkölluð bókarprýði. Ævintýri segja frá mörgum ótrú- legum atvikum, galdri og krafta- verkum. En sjálf eru þau kann- ski mesta undrið, því að enginn veit hver er höfundur þeirra, hvaðan þau koma eða hve gömul þau eru. Jón Sigurðsson forseti sagði eitt sinn, að ís- lensku ævintýrin væru eins og smáblóm sem spretta upp, vaxa með okkur í æsku, en lifa síðan undir tungurótum alla ævi. Áhugi almennings á stjörnu- speki hefur löngum verið mikill, en hefur vaxið gífurlega síðustu árin. Bókin Stjörnumerkin og áhrif þeirra eftir Lindu Good- man er til vitnis um það, en hún hefur selst í á aðra milljón ein- taka í heiminum og verið prent- uð aftur og aftur í íslenskri þýð- ingu Jónínu Leósdóttur. í þessari bók er fjallað ítarlega um öll stjörnumerkin. Þar eru skýrðir kostir og gallar í fari karla og kvenna í hinum ein- stöku merkjum. Hvers vegna er maki þinn sífellt að skipta um áhugamál? Er hann kannski Tvíburi? Ervinurþinn þrjóskur? Þá er hann líklega í Nautinu. Þannig skýrist hegðun þeirra sem þú þekkir og umgengst, þegar þú lest þessafróðlegu og skemmtilegu bók. Nr.: 2307 Nr.: 2308 Fulltverð: 1.480kr. Fulltverð: 1.250kr. Okkarverð: 1.120 kr. Okkarverð: 995 kr. Válegustu tíðindi sögu okkar Tyrkjaránið eftir Jón Helgason fjallar um ein hrikalegustu tíð- indi sem orðið hafa í sögu ís- lensku þjóðarinnar. Bókin kom fyrst út árið 1963, fékk af- bragðsgóðar viðtökur og seldist upp. Árið 1983 lét Iðunn endur- prenta hana í veglegri útgáfu - og hún er nú aukatilboð hjá Veröld. í erlendri ánauð Sumarið 1627 stigu ræningjar frá Alsír á land í Grindavík, Vestmannaeyjum og víða á Austfjörðum, námu brott allt að fjögur hundruð manna, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjár- munum. - Jón Helgason (1914 -1981) var einn mestur íþrótta- maður máls og frásagnar sinna samtíðarmanna, og Tyrkjaránið er með bestu bókum hans. Nr.: 2309 Fulltverð: 1.988 kr. Okkarverð: 1.495kr. OKKAR Á MILLI 13

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.