Okkar á milli - 01.12.1988, Qupperneq 16

Okkar á milli - 01.12.1988, Qupperneq 16
Nr.: 2315 Okkar verð: 950 kr. Almanaksér: Nr.:2316 Okkar verð: 300 kr. Góðar veiði- sögurog Almanak í bókinni Vatnavitjun eftir Guð- mund Guðjónsson fara saman frásagnir þekktra veiðimanna og lýsingar á veiðum með mis- munandi agni. Hér er hver veiöisagan annarri skemmti- legri og auk þess ýmsar hag- nýtar upplýsingar varðandi veiði í ám og vötnum. Þeir sem segja frá eru: Ölafur G. Karlsson tannlæknir, Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri og Ijósmyndari, Hjalti Þórarinsson læknir og Guðlaugur Berg- mann framkvæmdastjóri - allt þekktir veiðimenn, sem gaman er að lesa um. Með bókinni Vatnavitjun fylgir Aimanak fyrir ísland 1989, sem Háskóli íslands gefur út og Þor- steinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur hefur annast. Ef fé- lagsmenn óska þess er einnig hægt að kaupa almanakið sér- staklega. Nr.: 2317 Okkarverð. 2.230 kr. Bók Monicu boðin aftur Vegna fjölda áskorana félags- manna okkar bjóðum við nú aft- ur bók mánaðarins í september Um hjarnbreiður á hjara heims eftir Monicu Kristensen, einu konuna sem gerst hefur heim- skautafari og fetað í fótspor Ro- alds Amunsens á Suðurpóln- um. Fáar mánaðarbækur okkar hafa oröið jafn vinsælar og þessi, enda er hún gullfalleg, skemmtileg aflestrar og hin eigulegasta í alla staði. Viö út- komu bókarinnar kom Monica í stutta heimsókn til íslands og flutti fyrirlestur viö mikinn fögn- uð áheyrenda sem troðfylltu Norræna húsið. Nr.: 2318 Fulltverð: 1.248 kr. Okkar verð: 875 kr. Bækur eftir skák- snillinga Heimsbikarmótið í skák sem Stöð 2 hélt á dögunum vakti heimsathygli, enda eingöngu stórmeistarar í fremstu röð sem tóku þátt í því. í hópi þeirra var Viktor Korchnoi og í tilefni af því býður Veröld bók hans, Fjand- skák. Þegar hún kom út, var Korchnoi einn öflugasti skákmeistari heims. Bókin lýsir á berorðan hátt að- förum Sovétvaldsins gegn hon- um og fjölskyldu hans og hvernig því var beitt í hinu sögu- lega heimsmeistaraeinvígi hans gegn Karpov á Filippseyj- um. Einnig bjóðum við aðra skák- bók sem heitir Heilbrigð skyn- semi i skák og er eftir Emanuel Lasker sem var heimsmeistari í | skák í 27 ár. 16 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.