Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 24
22
Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson
Þess má geta að langflestir þátttakenda voru með einhverja þágu-
fallshneigð, alls 767 einstaklingar (90,8%). Þessi tala sýnir jafnvel
enn betur en tölumar í (21) hversu útbreidd þágufallshneigðin er í
máli ellefu ára barna. Aðeins 23 einstaklingar (2,7%) völdu þágufall
á öllum þolfallssögnunum en 68 einstaklingar (8,0%) notuðu aðeins
þolfall. Af þessum tölum má sjá að „algjör“ þágufallshneigð er
sjaldgæfari en engin þágufallshneigð en langalgengast er að þátttak-
endur noti þágufall í stað upprunalegs þolfalls á frumlagi einhverra
sagna.
4.2.3 Skynjunarsagnir með þágufallsfrumlagi
Eins og við var að búast er þágufall langalgengasta fmmlagsfallið með
þágufallssögnum (65,7-95,1%). Notkun þolfalls er mun fátíðari
(3,2-28,4%) og nefnifall er alls staðar innan við 10%.
Notkun þágufalls er yfirleitt mest hjá þeim sögnum sem em al-
gengastar enda má ætla að bömin þekki þær sagnir best. Þetta má sjá
með því að bera saman tölumar úr íslenskri orðtíðnibók í (22) og töl-
umar um þágufallsnotkun úr töflu 2 í (23) (sagnir með mesta þágu-
fallsnotkun fyrst):14
(22) Tíðniröð þágufallssagnanna skv. íslenskri orðtíðnibók:
finnast (612), þykja (340), takast (220), leiðast (27), létta (25),
batna (11), blœða (7)15
(23) Notkun þágufalls með þágufallssögnum:
finnast (95,1%), takast (93,4%), leiðast (88,6%), batna
(86,6%), þykja (85,9%), detta í hug (81,9%), liggja á (76,3%),
létta (65,7%), blœða (65,7%)
Miðað við tölumar í (22) hefði mátt búast við að þágufall væri sjald-
gæfara með batna en algengara með þykja. Þó ber að hafa í huga að
14 Hér er sleppt tíðnitölum fyrir detta í hug og liggja á þar sem engar tölur fyrir
slík sagnasambönd er að finna í Islenskri orðtíðnibók.
15 Tölumar fyrir finnast, takast og leiðast voru fengnar með því að fletta upp
sögnunum finna, taka og leiða og leggja saman allar beygingarmyndir þeirra sem
enda á -st (en þar á meðal kunna að hafa verið einhver dæmi um aðra persónu eintölu
í framsöguhætti þátíðar).