Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 68
66
Katrín Axelsdóttir
kvæð mynd í nf.kvk.et. þá er tvíkvæð mynd í þgf.kvk.et., og ef tvíkvæð
mynd er í nf.kvk.et. þá er þríkvæð mynd í þgf.kvk.et., sbr. dæmin í (8).33
(8)nf. góð heiðin
þf. góða heiðna
þgf- góðri heiðinni
ef. góðrar heiðinnar
Þegar nf.kvk.et. varð tvíkvætt (sjá —> þessi) var eðlilegt að þágufalls-
myndin yrði þríkvæð.
Breytingar 1 og 2 verða á svipuðum tíma en 1 hefst þó fyrr en 2
(sbr. töflur 3, 4 og 5). Það er í samræmi við þá tilgátu sem hér hefur
verið sett fram um tengslin á milli þeirra, að breyting la sé forsenda
eða hvati breytingar 2. Breyting 1 hlýtur þá að hafa hafist á undan 2
og ekki er óeðlilegt að 2 hefjist stuttu á eftir 1.
Eftir stendur sú spuming af hverju stofninn varð þessar- en ekki
eitthvað annað, s.s. þessur- eða þessir-. í norsku varð sama breyting,
heldur fyrr en í íslensku, og útkoman þar var einnigþessar-, sbr. 5.2.6.
Hugsanlega varð myndin þessar- fyrir norsk áhrif.
Svo er líka spuming hvar skil stofns og endingar em. Þar sem fjall-
að er um breytingar á fomafninu sjá er jafnan talað um að stofninn
hafi orðið þessar-. En eins má hugsa sér að stofninn hafi orðið þessa-
og endingin -ri, sem er hin venjulega þágufallsending í fomöfnum og
lýsingarorðum, hafi komið í staðinn fyrir -i. Breytingin sé því ekki
þess-i —> þessar-i heldur þess-i —> þessa-ri?A
5.2.4 þessar —> þessarar (ef.kvk.et.) og þessa —> þessara (ef.ft.)
Það kann að koma á óvart að breytingu 2 sé skipt á tvo staði í þessari
umræðu. Ekkert í ritunum sem athuguð vom bendir til þess að þessi
33 Undantekning frá reglunni er í fomafninu engi: engi (nf.) og engril0ngri (þgf.),
en reyndar var líka til þríkvæða þágufallsmyndin einigri, sjá Iversen 1973:92.
34 Ef þetta hefur verið raunin má spyrja hvort bæði stofninn og endingin hafi
breyst á sama tíma eða hvort endingin hafi breyst fyrst og stofninn orðið tvíkvæður í
kjölfarið. Þá væri gert ráð fyrir millistigi, *þess-ri, og síðan fyrir innskoti sérhljóðs,
þessa-ri. Um slíkt millistig hafa hins vegar ekki fundist nein dæmi. Það sem hér hef-
ur verið sagt um skil stofns og endingar í þgf.kvk.et. á að breyttu breytanda einnig við
ef.kvk.et. og ef.ft.