Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 62

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 62
60 Katrín Axelsdóttir (4) þótt þeir brúki sitt vana aðkvæði, þá þeir í bók lesa, líkt sem þett- að fyrir þetta, og hvað fleira slíkt vera kann Þetta munu vera orð sr. Gunnars Pálssonar (1714—1791) skólameistara á Hólum. Þar var hann á árunum 1742-1748 (íslenzkar æviskrár II 1947:205). Hann virðist hér vera að lýsa sérkennum í máli skólapilta. Þetta dæmi er forvitnilegt því að hér er töluðu máli lýst. Dæmið bend- ir til þess að myndin þettað hafi verið þekkt, a.m.k. norðanlands, á fyrri hluta 18. aldar. Öll önnur dæmi um þettað í OH eru frá 19. og 20. öld. Niðurstað- an hér er því sú að breytingin þetta —> þettað hefur kannski hafíst um miðja 17. öld, er orðin nokkuð útbreidd á 18. öld og hefur haldið áfram á 19. og 20. öld. Ekki verður hér reynt að athuga útbreiðslu breytingarinnar, en á síðustu tímum hefur án efa verið reynt að berja hana niður, og nú er myndin þetta líklega miklu algengari í talmáli en þettað. Hugsanlegt er að breytingin þetta —» þettað sé ekki sambærileg breyting við aðrar breytingar á fomafninu sjá, þ.e. ein mynd tekur við af annarri. Myndin þettað gæti eins átt rætur að rekja til ofvöndunar. í bakstöðu fellur ð oft á eftir sérhljóði (t.d. það > þa, að > a) og þessi regla er þá ranglega yfirfærð á myndina þetta. Annað sem minnir nokkuð á breytinguna þetta —> þettað er eign- arfallsmyndin þessas í stað þessa, sem bregður einstaka sinnum fyrir í nútímamáli, í máli bama og ungmenna: þessas manns, þessas barns. 4.6 Yfirlit um breytingamar á beygingu sjá Yfirlitið er hér sett fram á mynd 2. Myndin er sambærileg við mynd 1 í 3.4 þó að hér nái ásinn vitanlega yfir miklu lengri tíma. Það á því að vera auðvelt að bera myndimar saman og sjá hvað hefur breyst. A þessari mynd eru svo tvær breytingar til viðbótar, hvarf þvísa og breyting 4. Brotnu línumar sýna sem fyrr u.þ.b. þann tíma sem hver breyting hefur tekið. Því ber að varast að taka línumar of bókstaflega, en myndin er einkum hugsuð til að veita gleggri yfirsýn yfir breyting- amar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.