Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 65
63
Saga ábendingarfomafnsins sjá
•5-2 Orsakir og tengsl breytinga 1 og 2
5-2.1 sjá —> þessi (nf.kvk.et.)
Eins og nefnt var í 4.2 er breyting 1 að öllum líkindum tvær breyting-
ab la og lb, og breyting la (nf.kvk.et.) hefur líklega hafist eitthvað
fyrr en lb (nf.kk.et.). Þessi ágiskun fær byr undir báða vængi þegar lit-
Jð er á hugsanlega orsök breytingar la.
Alþekkt er og augljóst að nf. og þf.hk.ft. og nf.kvk.et. tengjast víða
i beygingarkerfinu sterkum böndum. Þetta má sjá í nafnorðabeyging-
Unni, lýsingarorðabeygingunni og fomafnabeygingunni. I töflu 6 em
nokkur dæmi um samhljóða eða sambærilegar myndir.28
Tafla 6: Dæmi um samsvaranir milli nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft.
NF.KVK.ET. NF. OG ÞF.HK.FT.
Nafnorð jörð fjöll
Lýsingarorð góð góð
Eornafn nokkur nokkur
bessara sterku tengsla sér t.d. stað í sögu eignarfomafnanna okkarr,
ykkarr og yð(v)arr. Fyrsta breytingin í hvarfi þessara fomafna var í
nf.kvk.et., yður —> yðar, og sú næsta var einmitt í nf. og þf.hk.ft., yður
yðar (Katrín Axelsdóttir 2002:127, 143).29 Ástæða þessa er líklega
fylgnin milli nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft. sem er svo víða í beygingar-
kerfinu; um leið og nf.kvk.et. í eignarfomöfnunum breyttist lá beint
hliðarmynd við þessi. Þessor kom inn í málið fyrir norsk áhrif en náði ekki að velta
t>essi úr sessi. Svo dæmi sé tekið kemur þessor 11 sinnum fyrir í nf. og þf.hk.ft. en
þessi aðeins 8 sinnum í Guðmundar sögu Amgríms ábóta. Þetta sýnir að myndin þess-
or var alls ekki sjaldgæf. í 7 dæmum stendur myndin þessor í sambandinu þessor
bréf. Þess mátti vænta í norsku ríki.
~8 Þessi tengsl eru ekki bundin við íslensku því að þau eru vel þekkt í þróunarsögu
indóevrópskra mála, sbr. lat. rosa ‘rós’ (nf.kvk.et.), verba ‘orð’ (nf. og þf.hk.ft.), bona
góð’ (nf.kvk.et.), bona ‘góð’ (nf. og þf.hk.ft.); gotn. giba ‘gjöf’ (nf.kvk.et.), waúrda
0rð’ (nf. og þf.hk.ft.), blinda ‘blind’ (nf.kvk.et.), blinda ‘blind’ (nf. og þf.hk.ft.). Þessi
fylgni á yfirleitt rætur að rekja til þess að sömu hljóðlögmál hafa verkað á sömu
myndir.
29 ^
Hér er yð(v)arr tekið sem dæmi en breytingamar náðu líka til okkarr og ykkarr.