Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 62
60
Katrín Axelsdóttir
(4) þótt þeir brúki sitt vana aðkvæði, þá þeir í bók lesa, líkt sem þett-
að fyrir þetta, og hvað fleira slíkt vera kann
Þetta munu vera orð sr. Gunnars Pálssonar (1714—1791) skólameistara
á Hólum. Þar var hann á árunum 1742-1748 (íslenzkar æviskrár II
1947:205). Hann virðist hér vera að lýsa sérkennum í máli skólapilta.
Þetta dæmi er forvitnilegt því að hér er töluðu máli lýst. Dæmið bend-
ir til þess að myndin þettað hafi verið þekkt, a.m.k. norðanlands, á
fyrri hluta 18. aldar.
Öll önnur dæmi um þettað í OH eru frá 19. og 20. öld. Niðurstað-
an hér er því sú að breytingin þetta —> þettað hefur kannski hafíst um
miðja 17. öld, er orðin nokkuð útbreidd á 18. öld og hefur haldið
áfram á 19. og 20. öld. Ekki verður hér reynt að athuga útbreiðslu
breytingarinnar, en á síðustu tímum hefur án efa verið reynt að berja
hana niður, og nú er myndin þetta líklega miklu algengari í talmáli en
þettað.
Hugsanlegt er að breytingin þetta —» þettað sé ekki sambærileg
breyting við aðrar breytingar á fomafninu sjá, þ.e. ein mynd tekur við
af annarri. Myndin þettað gæti eins átt rætur að rekja til ofvöndunar. í
bakstöðu fellur ð oft á eftir sérhljóði (t.d. það > þa, að > a) og þessi
regla er þá ranglega yfirfærð á myndina þetta.
Annað sem minnir nokkuð á breytinguna þetta —> þettað er eign-
arfallsmyndin þessas í stað þessa, sem bregður einstaka sinnum fyrir
í nútímamáli, í máli bama og ungmenna: þessas manns, þessas
barns.
4.6 Yfirlit um breytingamar á beygingu sjá
Yfirlitið er hér sett fram á mynd 2. Myndin er sambærileg við mynd
1 í 3.4 þó að hér nái ásinn vitanlega yfir miklu lengri tíma. Það á því
að vera auðvelt að bera myndimar saman og sjá hvað hefur breyst. A
þessari mynd eru svo tvær breytingar til viðbótar, hvarf þvísa og
breyting 4. Brotnu línumar sýna sem fyrr u.þ.b. þann tíma sem hver
breyting hefur tekið. Því ber að varast að taka línumar of bókstaflega,
en myndin er einkum hugsuð til að veita gleggri yfirsýn yfir breyting-
amar.