Safnaðarblaðið Geisli - 01.09.1952, Blaðsíða 1
I
VII. ÁRGANGUR. ------ SEFT'ME'ER - OKTÓPER 1952. - - ------------------ 9. -10. TÖLUBLAÐ,
í VETRARBYRJUK,
"Og sjá, ég ex með þér og varðveiti big, hvert sem þú fer".
(i.Mosehók, 28,15).
Hinn frægi suðurheimskautsfari Ernest Schackleton segir m.a. á einum
stað, þegar hann ræðir um ahættuför, sem hann fór eitt sinn ásamt tveimur
félö’gum sínum: " Þegar ég lít tilbaka til þessara daga, efast ég ekki um,
að við vorum undir handleiðslu Guðs, ekki aðeins a hinum víðéttumiklu snæ-
auðnum, heldur einnig a hinu stormæsta, freyðandi hafi. Ég fullyrði,að oft
fannst mér við ekki vera þrír, heldur fjorir. Og einnig felagar mínir urðu
þessa sama varir, Ófullkomin orð mannánna og mál þeirra hrestujr getu, þeg-
ar skýra skal frá jafn ólýsanlegum atvikum. En frásögnin af ferð okkar væri
næsta éfullkomin, ef gengið væri í henni framhjá þeirri reynslu, sem varð
okkur svo hjartfólgin".
Orð þau, sem Guð forðum talaði við Jakob, og skráð eru hér að framan,
asamt orðum hins fræga landkönnuðar, gem þar koma á eftir, eru vissulega
íhugunarverð fyyir oss, Vér stöndum nu á tímamótum sumars og vetrar. Vér
l~ítum yfir farinn veg, Og minningar vorar birtast oss sem frásögur af ýms-
um atvikum, sem fyrir oss hafa komið. En myndu þær ekki verða harðla ófull-
komnar, ef vér gleymdum því, að vér höfum ætíð haft með oss á veginum al-
góðan Guð, sem aldrei hefir yfirgefið oss? Hafi erfiðleikar mætt oss, hef-
ir hann verið reiðubúinn að hjálpa oss og styrkja, ef vér höfum beðið hann
þess. En hversu margir eru ekki þeir, sem hafnað hafa hans hjelp? Hafa ekki
margir snúið sér til annara með hjálparbeiðni? Jú, þeir eru enn of margir,
sem eingöngu^leita hjálpar til veraldlegra valdhafa, en afþakka hjélp Guðs.
í>etta hefir átt sér steð á liðnu sumri, k það einnig að verða svo á þessum
nýbyrjaða vetri? Nei, vér^skulum ganga inn á brautir vetrarins í trausti
til Guðs, leita til hans í erfiðleikum vorum, því að hanh- er með oss, Vér
þörfnumst einmitt þess að hefja sjón vora yfir duftið, Vér"T5urfum að snúa
oss með hjálparbeiðni vora til Guðs í bæn, Hver sá, sem afneitar mætti bæn-
arinnar, hefir ekki reynt til þess að sannfærast um nálægð Guðs, - jafnvel
afneitar nálægð hans. Hver vill^leg^ja inn á ókunnar brautir vetrarins með
slíka afneitun? Hver hefir ráð á síiku? Enginn, - enginn sá, sem metur
manninn meira en haglega gert listaverk úr leir,
Guð blessi oss öllum þennan nýbyrjaða vetur.