Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1953, Blaðsíða 21
G E I S L I
LTISTTI t SNJÖELÓBI. • .Fimmtudaginn 12.
-=' j'1 Sóvember,kl, 11 f,h.,
fór Sigrlður Regnsrsdóttir á Hrafna-
■björguirr að hu^a að sauðfé á svokall-
aðri Bjargahlíð, sem er milli Hrafna-
hjarga og Stapadals. Jafnfallinn, hné-
djúpur snjór var á jörðu,sem falíið
hafði nóttina áður.~Að heiman hafði
Sigríður samfylgd hóndans í Stapadal,
sem var að fara heim til sín„ Gengu
þau með fjöruhorði, til þess að þurfa
ekki að kafa fonn. Þegar þau voru kom-
in inn að svonefndri Hlein, rétt utan
við Stapadal, sneri Sigríður við heim
á leið ein með fé sitt,sem var niðri
í fjöru, Á heimleiðinni sá hún 3 kind-
ur í Ytri-Einhamarpteig,sem er hátt í
hliðinni. Leggur hun þa af stað til að
sækja þessar kindur,en sækist leiðin
seint vegna snjódriftar og sleipu,enda
er þarna snarhratt. Tekur hún þá það
ráð að fara úr skónum,og gengur henni
þá hetur. Kemst hún fyrir kindurnar og
stuggar þeim niður í fjöru. En áður en
hún leggur af stað niður eftir, kemur
hún auga á aðrar kindur,nokkurn spöl
í hurtu. Ætlar hún sér nú að ná þeim,
en til þess varð hún að fara yfir smá
gildrag, En þar hafði dregið í skafl,
sem tók henni í mitti. Þegar hún kem-
ur i skafiinn,dettur hún
áfram.og um leið fer
skaflinn af stað. Berst
hún nú með flughraða með
snjóflóðr.inu niður stór-
grytt gilið,um 100 metra
vegalengd, Þar dreifir
snjóflóðið úr sér,svo hún
stöðvast. Voru þá eftir
15-20 metrar niður á lága
klettagirð ingu, en fyrir
neðan hena er örskaramt að
flæðarmáli. Ekki missti
hún meðvitund í hrapinu
og gat krafsað sig upp úr
fonninni og^hagrætt sér
þennig,að hún gat setið
með hakið upp við snjó-
dyngjuna. En ekkert gat
hún £ært sig úr stað,því
að haðir fæturnir voru ó-
hreyfanlegir. Þetta var
um kl.2 e.h, En um kl. 5
finnur Anika^systir henn-
ar hana,en hún var að fara
henni til hjálpar við
smalamennskuna. Var þá orð-
ið skuggsynt, og hefði hún
163...........VII I.ÁRGANGUR.-----------
gengið framhja Sigríði,ef hún hefði
ekki heyrt hana kalla. Hun kallaði
alltaf öð ru hvoru, ef tir að ekyggja
tók, og kvað og söng þess k milli.En
kuldi sotti mjög að henni vegna ^ t
hleytu,þar sem hún var skólaus og
vot í fætur. Anika lét henni þegar 1
té það af þurrum flíkum,sem hún gat
misst - sokka, vettlinga og peysu,-
en hlgóp síðan ále.iðis til hæjar eft-
ir hjal]D. Voru þá tveir menn komnir
nokkuð aleiðis að leita þeirrst systra.
Eor annar þeirra þegar til að sækja
fleiri menn, teppi til þess að hera
hana í heim og auk þess eitthvað til
að hressa hana með, Var hún síðan
horin heim,og tók það 1 1/2 klst.Þeg-
ar heim kom^voru liðnar fullar 6 klst.
frá því að hún lenti í snjóflóðinu.
Þegar henni var farið að hlýna,gat
hún staðið í fæturna, ef hún var
studd, en ekki hreyft þá neitt.
Sigríður lá í rúminu eina
viku, en hefir síðan farið daglega
á fætur,og er máttur eð koma i fæt-
urna,þótt hægt fari. Ekki varð hennl
meint af kuldanum, og líður nú vel
eftir atvikum0