Vera - 01.04.1991, Side 5

Vera - 01.04.1991, Side 5
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR HVERS Á ÉG AÐ GJALDA? MMMMgngMn Eg fór í fyrsta sklpti til útlanda íyrir 15 árum og lenti þá hjá Ameríkönum í sértrúarsöfnuði. Messurnar, sem ég var dregin í tvisvar í viku, höfðu engin áhrif á mig en það hafði hins vegar daglegt líf fjölskyldunnar. Mér var bent á, þegar ég kom úr sturtu fyrsta morguninn, að vatn jarðar væri á þrotum og því ætti ég að bleyta mig, skrúfa fyrir, sápa eins lítið og hægt væri og skrúfa frá aftur og skola af mér! Nýtt skeið í uppeldi minu var hafið. Allt sorp var flokkað og þvi skilað á viðeigandi staði. Fannst mér vægast sagt flókið að ganga frá eftir matinn til að byrja með. Glerkrukkur voru settar á einn stað, niðursuðudósir pressaðar og settar á annan, pappír á þann þriðja - og að sjálfsögðu var salernispappír notaður í hófl og alltaf notaðar tauserviettur - og allur líf- rænn áburður fór í garðinn. Ég var ung og fljót að tileinka mér þessar lífsvenjur enda skildist mér á gestgjöfum mínum að allt hugsandi fólk gerði slíkt hið sama. Þegar ég spurði aðra heimasætuna hvernig stæði á þvi að þau, sem spöruðu svo vef vatnið, ækju um á íjómm bílum bað hún mig að minnast ekki á það við föður sinn líffræðinginn sem stjórnaði aðgerðum. Þetta var auðsjáanlega viðkvæmt mál á heimilinu og hún tjáði mér að bíllinn væri Ameríkönum tákn um einstaklings- og ferðafrelsi. Það hefur líklega tekið mig viku að taka upp gamlar venjur eftir að heim kom, enda vildi ég alls ekki vera ameríkanseruð. Ég ólst upp í smáþorpi þar sem allt er innan seilingar, en fólk með bílpróf leit á bílinn sem framlengingu á útiskónum og ók allra sinna ferða hve stuttar sem þær vom. Þeir sem sáust á gangi vom taldir svo nískir að þeir tímdu ekki einu sinni að keyra og ef fullorðið fólk sást á hjóli bar það glögg merki um geðveilu viðkomandi. Ég hugsaði lítið um umhverflsmál fyrr en ég kom aftur til Ameriku tíu ámm síðar. Heimasæturnar höfðu þá lokið háskólapróf- um í umhverfisfræðum og unnu við um- hverfisvernd. Vatnsskortur var tilflnnanlegur í New York þegar ég kom þangað og fólk var m.a.s. beðið um að sturta ekki mikið niður. Skömmu síðar komst sorp-skipið í fréttir, en það sveimaði um flóa og flrði vikum saman og fékk hvergi að losa. Mikil umræða var einnig um einnota umbúðir og ókosti þeirra og skólafélagar mínir vom fullir aðdáunar þegar ég sagði þeim að allt gos á íslandi væri í flöskum. Töldu þeir að íslendingar hlytu að vera meðvitaðir um umhverfismál og jánkaði ég því með þeirri þjóðrembu sem einkennir oft íslenska námsmenn fyrst eftir að þeir koma út. Næst þegar ég kom til íslands fann ég fljótt að það sem hafði áður tekið mig fimm mínútur að skutlast á bílnum tók nú hálftíma þvi bílum hafði ijölgað um allan helm- ing. Umferðaröngþveiti hafði bæst við umferðarómenningu hér. Einnota umbúðir tröll- riðu markaðnum og enn mátti sjá fólk henda rusli út um bílgluggana. Hvalamálið, sem snérist fyrst og fremst um verndun dýrastofnsins, snér- ist fljótlega upp í spurningar um þjóðernisást og sjálfs- ákvörðunarrétt okkar! A sama tíma og mengun eykst í sífellu beija íslendingar sér á bijóst með forsetann í broddi fylkingar og staglast á hreinu landi og óspilltri náttúru. Um daginn bað forsætisráð- herrann okkur um að draga úr bensínnotkun vegna striðsins í Persaflóa en enginn fór eftir því. í útvarpinu voru lesnar upp tíu aðferðir til að spara bensín án þess að minnst væri á að leggja bílnum og ganga eða nota almenn- ingsvagna! Er bíllinn orðinn okkur sama tákn um einstaklingsfrelsi og Amerikönum? Umræða um umhverfismál hófst seint hér á landi og markviss umhverfisvernd er varla hafln. Við lítum fram hjá menguðum ijörum, átroðningi á hálendinu, sívaxandi bílameng- un og gerum ekki einu sinni kröfur um ítrustu mengunarvarnir í tilvonandi álveri. Við virðumst ekki líta á landið sem hluta af jörðinni og gerum okkur enga grein fyrir alheimssamhengi umhverfisverndunar. Þijár konur stóðu og þurrkuðu sér eftir sundsprett í Vesturbæjarlauginni einn góðviðrisdag í febrúar. Þær dáðust að sjálfsögðu að hinu ótímabæra vorveðri og ein sagði: „Ja ef þetta FRAMTIÐ JARÐAIJ ER INNKAUPAKORFUNNI nm 5

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.