Vera - 01.04.1991, Síða 7

Vera - 01.04.1991, Síða 7
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR etta er Vera. Hún er að nálgast yngri mörk miðs aldurs, ágætlega menntuð kona og þokkalega launuð, ánægð með líflð og hlutverk sitt í þvi. Hún er mikil baráttukona fyrir betri heimi. Fyrir honum hefur hún barist siðan á barnsaldri á ýmsum vígstöðvum - bæði persónulegum og pólitískum. Nú er Vera að verða æ með- vitaðri um nauðsyn þess að hlúa vel að þeim heimi sem hýsir okkur. Reyndar hefur henni verið innrætt frá blautu barnsbeini að hreint land sé fagurt land, en nú er í alvöru að renna upp fyrir henni að Móðir Jörð er í mikilli hættu vegna framkomu mannkyns við hana. En Vera skilur ekki alltaf röksemdir „grænnar hugsun- ar“. Hún er alin upp í fögrum dal norðan heiða, þar sem lífsbaráttan var hörð og sauð- kindin ekki versti óvinur þjóðarinnar. Stundum finnst henni að umhverflsverndar- sjónarmið séu lúxusskoðanir þeirra sem ekki hafa þurft að beij'ast íyrir tilveru sinni. Um þessar mundir er hún að reyna að samræma í sjálfri sér þann hugsanagang íslenskrar bændamenningar sem hún ólst upp við og heiðgrænan hugsunarhátt hinna sið- menntaðu nágrannaþjóða. Vera á danska vinkonu, sem er með sín umhverfis- verndarsjónarmið á hreinu og liflr samkvæmt þeim. Jytte sparar orku. Hún hjólar í vinnuna, stendur aldrei leng- ur en mínútu undir heitu sturtunni og þegar hún eldar lætur hún suðuna koma upp í pottunum, en seyðir síðan matinn i sænginni sinni. Jytte hefur litið sólarorkuver á þak- inu hjá sér og haug fyrir líf- rænt rusl í bakgarðinum. Hún flokkar alft rusf sem frá henni fer og ekki lætur hún heldur hvað sem er inn fyrir sínar varir. Jytte hefur líka ákveðn- ar kenningar um sálarlíf Móð- ur Jarðar. Um daginn skrifaði hún Veru harðort bréf og sagði að Heklugos og önnur geð- illska íslenskrar náttúru upp á síðkastið væri refsing fýrir drápið á litlu, sætu hvölunum. Þetta fannst Veru ekkert frá- leit hugmynd, en þó fannst henni Móðir Jörð ekki velja rétta tímann til að refsa íslendingum fyrir hvalveiðar. Vera vildi gjarnan vera jafn meðvituð og Jytte. En það er svolítið erfltt að vera það svona ein og sér. Það væri til dæmis tilgangslaust fyrir hana að flokka ruslið sitt, það lendir hvort sem er allt í einum graut á haugunum. Þar sem hún vandist nýtni í æsku geymir hún allar umbúðir í þeirri von að geta endurnýtt þær. Það tæmdust margar hillur í geymslunni þegar farið var að taka við dósum til endurvinnslu. En nú er geymslan orðin yflrfull af nyt- sömum krukkum, sem nýtast henni þó ekki. Hún getur hvergi losað sig við þær og hún hefur ekki tíma til að fylla þær af sultu. Vera hefur hreinlega ekki tíma til að vera „græn". Hún er svo upptekin við að bjarga heiminum. „Og hér á landi bjargar maður ekki heiminum bíllaus", hugsar hún þegar hún sest upp í bílinn og bætir enn við loft- mengunina á leiðinni á ein- hvern fundinn. Stundum hvarflar það að henni að hún hefði gert Móður Jörð meira gagn með þvi að sleppa fund- inum en stoppa í staðinn í götótta sokka, sem hún varð að fleygja sökum tímaskorts. En hún vill ekki fyrir nokkurn mun láta njörva sig niður á heimilinu. Hún er hrædd um að þurfa að fórna nýfengnu kvenfrelsi sínu á altari um- hverfisverndarinnar. „En það er nú samt skrítið með alla þessa nútímatækni sem á að létta okkur heimilisstörfln að í rauninni gerir hún fíflð ekkert auðveldara", hugsar Vera stundum. Þá hugsar hún um mömmu sína sem átti ekki sjálfvirka þvottavél heldur stóð bogin yflr böfunum. En til mömmu hennar voru ekki gerðar þær kröfur að fjöl- skyldan væri alltaf í tandur- hreinum, ilmandi fötum. Mamma hennar þvoði ekki daglega. Vera vildi að hún hefði jafn afdráttalausa afstöðu í um- hverflsmálum og sjö ára dóttir hennar. Barnið neitaði að skrifa í aðra hvora línu í skriftarbókinni og þegar kenn- arinn fór að grennlast fyrir um hvað þessari sérvisku ylli, svaraði sú stutta: „Mér flnnst það óþarfa pappírseyðsla." Vera fylltist stolti þegar hún frétti þetta. Hún fylltist bjart- sýni og von um það að næsta kynslóð kippi þessum málum í lag. En hún fann lika fyrir samviskubiti. Samviskubiti yfir því hvernig hún og sam- ferðamenn hennar hafa leikið þetta land sem börnin eiga að erfa. BÁ 7

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.