Vera - 01.04.1991, Síða 9

Vera - 01.04.1991, Síða 9
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR herjarþing þess samþykkti skýrsluna, Sameiginleg framtíð okkar (Brundtland-skgrsluna), en hún hvetur allar þjóðir til sjálf- bærrar þróunar, þ.e. þróunar sem eyðir ekki og stenst um alla framtíð. Enginn hefur rétt til þess að rýra möguleika fólks, hvorki núlifandi né komandi kynslóða, til að njóta þess lífs sem Jörðin gefur. Brundtland-skýrslan er talin ágæt úttekt á ástandinu eins og það er, en hefur verið gagnrýnd fyrir að benda ekki á neinar raunhæfar leiðir til úrbóta. Sú gagnrýni hefur ekki síst komið frá konum. Skýrslan sleppir þeim möguleikum sem felast í sköpun- armætti, hefðum og menningu hálfs mannkyns. Þar, sem annars staðar, ríkir þögn um konur. Kvenlæg vistfræði bendir á alla þá (jölmörgu þætti sem eru sameiginlegir i baráttu kvenna (lesist kvenfrelsiskvenna) og græningja. Forsendur þessara hópa eru þó mismunandi. Kon- urnar byggja sína afstöðu fyrst og fremst á menningu sinni, um- hyggju fyrir börnum og fjölskyldu og öllu sem lifir. Þær flnna í eigin líkama og sinni, það sem græn- ingar hafa komist að með rann- sóknum, tilraunum, útreikn- ingum og líkönum. Konur sem aðhyllast kvenlæga vistfræði leggja áherslu á, að sá vandl sem þessir hópar eru að fást við sé sprottinn upp af sömu rót, og það illgresi verði ekki uppriflð nema hóparnir tileinki sér sjónarmið hvors annars. Til að konur nái markmiði sínu um félagslegt jafnræði þá verða þær að nota vistfræðileg rök, og vistfræðingar ná ekki markmiði sínu um jafn- vægi á milli manna og annarrar náttúru nema þeir viðurkenni valdníðsluna í þjóðfélaginu og beijist gegn henni. Meginástæða fyrir undirokun kvenna eru tengsl þeirra við náttúruna. Til náttúrunnar bera nienn dulinn ótta og jafnvel fyrirlitningu. Frá alda öðli hafa verið sterk hugsanatengsl á milli konu og Jarðar, móður og nátt- úru. Vel má færa rök fyrir þvi að þau tengsl séu meiri en hugs- anatengsl en verður ekki gert hér. Kenningin (ritningargreinin) sem aðskilur menn frá náttúru og segir þá yflr hana hafna, er í raun viðbrögð við ótta og sá ótti eins og allur annar ótti brýst út í heift, jafnvel ofbeldi. Menning vest- Kvenleg vistfrœöi tekur málstað náttúrunnar jafnt sem þess fólks sem minna má sín í þjóðfélaginu og hafnar allri valdníðslu og ofbeldi. Þegar menn hafa lœrt að elska og virða náttúruna, lœra þeir iíka að elska og virða konur. rænna iðnaðarþjóðfélaga kennir ekki að mönnum sé lífsnauð- synlegt að skilja náttúruna, held- ur stjórna henni. Djúpt í undir- vitundinni vita menn þó að þeir eru hluti náttúrunnar rétt eins og skógarnir sem þeir eru að eyði- leggja og árnar sem þeir beisla en þeir lifa í blekkingu og neita að horfast í augu við raunveru- leikann, leita stöðugt nýrra tæknileiða til að vinna „sigra“ á náttúrunni. Eflst þeir undir niðri, jafnvel ómeðvitað, um getu sína og mikilleik biýst ótti þeirra og óöryggi út í ofbeldi. Þeir ráðast á það sem minnir þá á náttúruna, stendur neðarlega í virðingarstiga feðraveldisins og því nær nátt- úrunni en þeir sjálflr, svertingja, konur og börn. Kvenlæg vistfræði tekur málstað náttúrunnar jafnt sem þess fólks sem minna má sín í þjóðfélaginu og hafnar allri valdníðslu og ofbeldi. Lífverur Jarðar mynda sam- hangandi vef en raðast ekki í upptypping (eina orðið sem sam- heitaorðabókin mín nefndi í stað útlenska orðsins píramíta). Menn bjuggu upptyppinginn til og settu hann inn í náttúruna og notuðu hann síðan til að réttlæta félags- lega valdníðslu. í náttúrunni er hvað öðru háð, ekkert öðru æðra og samhjálp miklu algengari en samkeppni. Upptyppt samfélög fólks eru þvi óeðlileg svo og sú hugsun að einn sé öðrum æðri hvort sem um er að ræða tengsl fólks, fólks og annarra lífvera, eða lífvera innbyrðis. Kvenlæg vist- fræði leggur áherslu á valddreif- ingu og samhjálp. Stöðugleiki vistkerfls byggist á fjölbreytni. Vistkerfl er gert fá- breytt þegar t.d. náttúrulegur skógur, þar sem eru plöntur af mörgum tegundum og öllum aldri, er höggvinn og í staðinn plantað tijám sem öll eru jafngömul og af sömu tegund. Dýralíf í slíkum skógi verður líka mun fábreyttara og allt verður vistkerfið viðkvæmara t.d. fyrir sjúkdómum og öðrum plágum heldur en hið fjölbreytta vistkerfi sem var. Slík einföldun vistkerfa hefur leitt til útrýmingar fjöl- margra lifvera. Einföldun á vist- kerii er hættuleg og það sama má segja um einföldun á ijölbreyttu mannlífl, þegar litið er á menn sem vélar og smekkur þeirra og menning gerð einsleit í gegn um ijölþjóðaneyslukerfl. Bæði sam- félög og náttúra eru gerð einföld og líflaus til hagsbóta fyrir mark- aðsþjóðfélagið. Tækni og iðnvæð- ing hefur meira eða minna breytt (nær) öllum þjóðum heimsins. Fýlgjendur kvenlægrar vistfræði leggja áherslu á fjölbreytni í menningu kvenna, því í fjöl- breytni felst styrkur en vinna jafnframt gegn þvi sem sundrar konum, s.s. stéttaskiptingu, for- réttindum, kynja- og kynþátta- misrétti. Fæstir umhverflsfræðinga skilja eða viðurkenna að vistfræðin þarfnast sjónarmiða kvenna, án þeirra heldur vistfræðin áfram að vera afstæð og ófullkomin. Ef þeir vinna ekki gegn kvenfyrirlitningu, djúpstæðustu tjáningu óttans við náttúruna, þá lifa þeir ekki lífinu samkvæmt þeim náttúrulög- málum sem þeir vilja móta sam- félagið eftir. Takmarkið, að koma á jafnvægi fólks og annarrar náttúru, næst ekki án kvenlegrar innsýnar og skilnings. Of fáar kvenfrelsiskonur skynja stöðu sína á milli menn- ingar og náttúru, sumar þeirra virðast jafnvel trúa á þá tálsýn að við eigum að valdbeita náttúruna og getum það, að við lifum aðeins í menningu, ekki náttúru. Þær sem aðhyllást kvenlæga vistfræði benda á að tengsl kvenna bæði við menningu og náttúru veiti þeim tækifæri til að skapa menningu og stjórnkerfl sem sameina sálrænt innsæi og rökræna þekkingu, vísindi og þjóðmenningu. Hlutverk kvenna sé að byggja upp þjóðfélag þar sem náttúran fær að móta menn- inguna og skilin á milli manns og náttúru eru afmáð. Þá, þegar menn hafa lært að elska og virða náttúruna, læra þeir líka að elska og virða konur. Stuðst var við bókina: Healing the Wounds: The Promise of Ecofeminism, fyrst og fremst tvær fyrstu greinarnar: Split Culture, eftir Susan Grifiin og The Ecology of Feminism and the Feminism of Ecology, eftir Ynestra King. Bókin var gefln út af New Society Publishers, PA, 1989 og rit- stýrð af Judith Plant. * Stungið hefur verið upp á þvi að þýða „ecofeminism" sem kvenlæg vistfræði og er sú þýðing notuð hér, en gaman væri að heyra aðrar uppá- stungur um þýðingu á þessu orði. Sigrún Helgadóttir 9

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.