Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 10

Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 10
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR Ætli þetta hús hafi verið með húsasótt? Mynd: Anna Fjóla Gísladóttir ER NANASTA UMHVERFI ÞITT Stórhættulegt? mammmmamammmmmmmmmmmumam mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Færðu oft höfuðverk, ertu þreytt, með ofnæmi, exem, útbrot, asma, ógleði, sífellt kvef eða ertingu og óþæg- indi i augum og öndunarvegi? Ástæðan getur verið sú að ibúðin þín eða vinnustaður þjáist af húsasótt og að þú hafir smitast. Húsasótt hefur verið rannsök- uð mikið á hinum Norðurlönd- unum og nú er einnig farið að rannsaka hana hér. í desember sl. stóð Arkitektafélag íslands fyrir námstefnu um málið og þann 3. mars sl. var viðtal í Morgun- blaðinu við deildarstjóra hjá Vinnueftirliti rikisins þar sem hann segir meðal annars: „Húsa- Hús er sagt vera meö húsasótt þegar byggingarefni eöa byggingaraöferöir hafa neikvœö óhrif á líöan fólks. sótt er staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við“. Vinnu- hópur er starfandi á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar til að aíla gagna sem eiga að auðvelda lagasetningu til að hindra að húsasótt komi upp. í Noregi er talið að um 30% nýrra skrifstofubygginga og opin- berra stofnana séu sýktar og að hlutfall íbúðarhúsnæðis sé svip- að. í sumum tilvikum er ástandið svo slæmt að það hefur orðið að loka byggingunum. í upphafi var málið afgreitt sem móðursýki enda komu kvartanir oft frá fóstr- um og börnum á dagheimilum! Stundum finnst skýringin en oft finnast engar ástæður íýrir óþæg- indunum sem eru þó staðreynd. Líkami okkar hefur fjórar „húðir“ sér til varnar, skinn, föt, hús og lofthjúp jarðar. Þó svo að hin þrjú síðarnefndu hafi ekki bein tengsl við líkamann verðum við að meðhöndla þau sem slík. Til- gangur þeirra er hinn sami, að skýla okkur fyrir veðrum og vind- um og verja okkur gegn hættu- legum eða óþægifegum áhrifum umhverfisins. Reykjavik nútím- ans hlýtur að koma aldamóta- kynslóðinni fýrir sjónir sem sann- kölluð lúxusborg. Amma mín sem fæddist í torfbæ í Borgarfirði árið

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.