Vera - 01.04.1991, Side 14
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR
„GRÆNAR FJÖLSKYLDUR"
Tólf fjölskyldur í Kópavogi, á
Akranesi, í Grindavík, í Nes-
kaupstað og á Eyrarbakka eru
nú „grænar“, sem þýðir að þær
haga öllu sinu daglega lífi á
umhverfisvænan hátt. Fjöl-
skyldurnar taka þátt í sam-
norrænu verkefni á vegum
vinabæjarsamstarfs Norrænu
félaganna sem gengur undir
nafninu „Grænar fjölskyldur'.
Verkefninu var hrundið af stað
í Danmörku í kjölfar Brundt-
land-skýrslu Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfisvernd og
leitast er við að koma hug-
myndum skýrslunnar í fram-
kvæmd. Verkefnið þótti takast
það vel að hin Norðurlöndin
fýlgdu á eftir. Nokkrar fjöl-
skyldur lifa og búa eins um-
hverfisvænt og aðstæður leyfa,
halda dagbók og mæla og skrá
ýmsar breytur í lífi sínu.
Þannig verður reynt hvernig
venjulegum norrænum fjöl-
skyldum gengur að sveigja
daglegt líf í umhverfisvænna
horf. „Grænu fjölskyldurnar"
eiga einkum að huga að
notkun fjölskyldubílsins og
draga úr stuttum og ónauð-
synlegum ökuferðum, hafa
umhverfisvænleik vöru að
leiðarljósi við öll heimilis-
innkaup og ílokka sorp (taka
skaðleg efni frá og allan líf-
rænan úrgang). Einnig eiga
fjölskyldurnar að huga að
orku- og vatnsnotkun. Mat
fjölskyldunnar verður notað til
hliðsjónar við að hafa áhrif á
ákvarðanir á Norðurlöndum
til að skapa betri aðstæður til
umhverfisvænna lífshátta.
Verkefnið hófst þann
3. febrúar og er þvi hálfnað.
En hvernig skyldi ganga að
vera „grænn"? VERA hafði
samband við Jónu Björgu
Jónsdóttur sem er einn af
græningjunum í Kópavogi og
spurði hana hvað væri erfltt
við að lifa „grænt", hvað auð-
velt og hvernig hún ryður
hindrunum úr vegi:
— Þetta er svo auðvelt að
það er ekkert eðlilegt! Ég
komst reyndar að þvi að ég hef
verið nokkuð umhverflsvæn
fýrir og við höfum ekki þurft
að breyta mikið daglegum
lífsvenjum. Ég saumaði mér
kafflpoka í sjálfvirku kaffl-
könnuna og innkaupapoka.
Mér flnnst óþolandi að kaup-
menn skuli ekki hafa meira af
almennilegum bréfpokum
með haldi, þá mætti svo nota í
ruslafötuna á eftir. Það hefur
gengið nokkuð vel að flnna
umhverflsvænar vörur, úrval-
ið eykst stöðugt í búðunum og
svo fæst margt í Yggdrasil - en
gallinn er sá að þessar vörur
eru mun dýrari en aðrar.
Heimilishaldið er því kostn-
aðarsamara en áður. Ég ergi
mig líka á öllum umbúðunum.
Eins og jógurt er nú hollt þá
eru umbúðirnar svo skaðlegar
umhverflnu að það er spurn-
ing hvort hægt er að kaupa
það og mjólkurvörur almennt.
Það hefur verið mjög gam-
an að taka þátt í þessu og
fróðlegt að hitta hinar fjöl-
skyldurnar og skiptast á
skoðunum og reynslusögum.
Ég verð eflaust að minnsta
kosti „ljósgræn" áfram!
RV
HVERSU UMHVERFISVÆN ERT ÞÚ? Lítiö „próf" fró Landvernd,
i Alltaf oft sjaldan aldrei
„AÐ VERA „UMHVERFISVÆNN" er hugtak yfir ákveðinn lífsstíl sem fjöldi fólks í hinum vestræna heimi hefur tekið upp, eftir að áhrif mengunar hafa orðið lýðum ljósar. Þessi lífsstíll byggir á þeirri hugsun að hver og einn geti lagt sitt af mörkum til verndar umhverf- inu með innkaupum sínum, neyslu og athöfnum. Með þvi t.d. að kaupa endurunninn og/eða óbleiktan pappír og nota þvottaefni sem valda um- hverflnu minni skaða en önn- ur. Með þvi að stilla neyslu í hóf, nota gamla hluti lengur og kaupa aðeins það sem virkileg þörf er fýrir. Að minnka akstur á einkabílnum, ganga, hjóla eða taka strætó í staðinn." Neytendablaðið, 4. tbl. 1990. - Hversu oft læturðu rafhlöðurnar í sérstök söfnunar- ílát í stað ruslafötunnar heima?
- Hve oft velurðu umhverflsvænan heimilispappír?
- Hve oft leitarðu að og kaupir þvottaefni sem innihalda lítið af fosfötum og bleikingarefnum?
- Hve oft notarðu minna magn af þvottaefni í vélina en ráðlagt er á þvottaefnisumbúðunum?
- Forðast þú að kaupa einnota vörur, t.d. pappa- eða plastdiska, glös og þess háttar?
- Hve oft velur þú margnota umbúðir í stað einnota ef þess er kostur, t.d. þegar þú kaupir öl og gosdrykki?
- Hve oft gengur þú stuttar vegalengdir í stað þess að nota bílinn?
- Gætirðu þess að bíllinn gangi ekki í lausagangi að nauðsynj alausu?
- Hve oft ferðu með skaðleg efni til eyðingar á móttöku- stað fýrir slík efni?
14