Vera - 01.04.1991, Qupperneq 17

Vera - 01.04.1991, Qupperneq 17
DuraHHHHHi Wtmm BLEYJUÞVOTTAÞJÓNUSTA Veturinn 1986 skrifaði ég smá pistil í VERU um bleyju- þvottaþjónustu í Bandaríkjun- um. Síðsumars 1985 varð ég móðir í fyrsta sinn og eins og sönn nútímakona ætlaði ég ekki að verða bleyjuþvotti að bráð. - Pappírsbleyjur skyldi ég nota. - Þegar ég svo birtist með dóttur mína tíu vikna gamla vestur í Kaliforníu beið hinn nýbakaði faðir ekki að- eins með stólpa barnarúm, skiptiborð og ekta evrópskan barnavagn heldur og með dijúgan skammt af fínustu pappírsbleyjum. Fljótlega eftir komu mina vestur veitti ég því athygli að á fímmtudögum birtist brúnn sendiferðabíll í hverfínu okkar, sem staðnæmdist við nokkur hús og bílstjórinn stökk út úr bílnum með poka fullan af einhveiju hvítu sem hann skildi eftir við húsdyrnar og tók alveg eins poka með sér upp í bílinn í staðinn. Þegar ég hafði fylgst með atferli þessa manns nokkra fimmtudaga í röð stóðst ég ekki mátið, gekk til hans og spurði hvað í ósköpunum hann væri að gera. "Oh this is just diaper service” svaraði hann eins og ekkert væri augljósara. En þegar hann sá undrunar- svipinn á mér útskýrði hann bleyjuþvottaþjónustuna nán- ar. Jú, henni er þannig háttað að þú gerist áskrifandi að tau- bleyjum, stærð vikuskammts fer eftir þörfum hvers og eins frá fímmtíu til áttatíu bleyjum á viku. Áskriftinni fylgir plast- tunna, með loftþéttu loki, og í hana setur þú óhreinu bleyju- urnar, sem má alls ekki skola, aðeins hrista ef með þarf, því allur umfram vökvi í bleyju- pokann þyngir bleyjuburðinn. Og verðið á þjónustunni er ná- kvæmlega það sama og þú greiðir fyrir vikuskammt af pappírsbleyjum. Mér leist strax svo ljómandi vel á þjón- ustuna að ég gerðist áskrif- andi á staðnum. Já, mér leist svo vel á þessa þjónustu að ég mátti til með að skrifa smápistil um hana í VERU. Um leið og hann átti að vera innlegg í umhverfisvernd- arumræðuna, stakk ég upp á því að framtakssamar konur tækju sig til og kæmu af stað slíkri þjónustu hér á landi. Á þessum árum var einka- framtakshugmyndin í algleymi og ég var fullviss um að fyrir- tæki sem þetta yrði kvenna- listakonum til mikils sóma. En orð mín höfðu engin áhrif, og seinna var mér sagt að les- endur VERU hefðu helst talið frásögnina um bleyjuþvotta- þjónustuna vera góða grin- sögu frá henni Ameríku. Nú er öldin önnur og ís- lendingar að vakna til með- Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir vitundar um hversu mikil mengun stafar af pappírs- bleyjum. í Bandarikjunum eru pappírsbleyjur einn fyrirferða- mesti úrgangur sem um getur, auk þess sem plastið og trefj- arnar sem þær eru búnar til úr, eyðast aldrei. Rikisstjórinn í Maine fylki, sem er kona, reið á vaðið og kom því í gegn fyrir skömmu að sala og notkun pappírsbleyja í fylkinu er með öllu bönnuð. Rikisstjórar í öðrum fylkjum eru að hugleiða að setja sams konar lög og er það trú manna að innan tiu ára verði notkun pappírsbleyja meira og minna aflögð i Bandaríkj unum. Það þarf kannski ekki lög til, þvi umræðan um skaðsemi pappírsbleyja hefur vakið for- eldra til vitundar um ábyrgð þeirra og eins og við er að búast hefur bleyjuþvottaþjón- usta tekið mikinn fjörkipp um gjörvöll Bandaríkin. Þjónusta, sem nefna má til fróðleiks, hefur verið við líði þar vestra frá lokum seinni heimsstyrj- aldar! En það er ekki aðeins bleyjuþvottaþjónustan sem blómstrar, heldur einnig fram- leiðsla á bleyjubuxum. í Santa Barbara, þar sem ég hef verið búsett, er bleyjubuxnasauma- stofa, sem framleiðir bleyju- buxur úr vatnsheldu næloni í öllum regnbogans litum. Fyrir nokkrum árum börðust eig- endur í bökkum og voru til húsa í smá kytru. Undanfarin áir hefur eftirspurnin aukist svo að framleiðslan hefur tvö- faldast og geta eigendur nú alls ekki annað eftirspurn. Á þvi herrans ári 1991 ætti lesendum VERU að vera ljóst að taubleyjur, bleyjubuxur og bleyjuþvottaþjónusta eru ekk- ert grín. Og nú legg ég til að framtakssamar konur taki sig til og opni ekki aðeins bleyju- þvottaþjónustu heldur setji líka á stofn saumastofu og framleiði bleyjubuxur í is- lensku fánalitunum. Gangi ykkur vel! Inga Dóra Björnsdóttir „GRÆN" RAÐ NOKKUR • Hentu aldrei rusli á víða- vangi. Plasthringir utan af gosdósum eru dauðagildra fyrir fugla og físka. • Drekktu meira vatn! Það eru forréttindi að hafa jafn gott vatn og við höfum (ilest) og ætti að drekka mun meira af því. • Óbleiktur pappír er best- ur, svo endurunninn. • Rafhlöðum er hægt að skila á sérstaka söfnunar- staði og útrunnum lyijum má skila í apótek sem senda þau í eyðingu. • Kauptu vörur sem er minna pakkað inn! • Forðastu ál, álpappir, ál- dósir og álpönnur. Heildar- magn áls er mikið í sorpi og það safnast fyrir sem illnýtanlegur úrgangur. • Skerðu niður styttri bíl- túra, notaðu almennings- farartæki þegar hægt er, notaðu blýlaust bensín ef bíllinn þolir það, samnýttu bilinn með t.d. vinnu- félögum, láttu bilinn aldrei ganga í lausagangi og aktu innan löglegs hraða. • Veldu þau þvottaefni sem innihalda sem minnst af bleikiefnum. fosfati eða ilm- efnum. • Ýmis lönd hafa komið á sérstökum merkjum fyrir þær framleiðsluvörur sem eru minna skaðlegar umhverfínu en aðrar. Kynntu þér merkin - framtið jarðar er í innkaupakörfunni þinni. Neytendablaðið, 4. tbl. 1990 og The Green Con- sumer Guide From Sham- poo to Champagne. 17

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.