Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 21
LYÐRÆÐISLEG ÞROUN A KOSTNAÐ KVENNA
háir og í Svíþjóð, verðlag jafnt hátt
og í Sviss en laun væru jafn lág og
viðast hvar i þriðja heiminum.
Málefni kvenna virðast ekki
vera á dagskrá í ungverskum
stjórnmálum og baráttan sem
konur heyja daglega til að fram-
fleyta sér og fjölskyldum sinum
kemur í veg fyrir að þær hafl
tækifæri til að taka þátt í stjórn-
málum eða komast í valdastöður í
þjóðfélaginu. Það var einnig
áhugavert og sorglegt að heyra af
Qandsamlegum viðhorfum al-
mennings til kvenna - og auðvitað
helst kvenna sem starfa í kvenna-
samtökum - þar sem þau eru til.
Þannig hefðu anti-feminísk sam-
tök kennt konum um allt sem
miður færi í þjóðfélaginu eins og
aukna tíðni hjónaskilnaða, minni
mannfjölgun og jafnvel aukna
dánartíðni miðaldra karlmanna!
Júgóslavneska fulltrúanum,
Slavenku Drakulic blaðakonu frá
Zagreb, var mikið niðri fyrir þegar
hún skýrði ráðstefnugestum frá
því að nýjar stjórnarskrár ríkja í
Austur-Evrópu væru samdar af
karlmönnum fyrir karlmenn. í
stjórnarskrám tveggja þeirra
júgóslavnesku lýðvelda, sem hafa
kosið sér nýjar ríkisstjórnir eftir
fall kommúnismans, hafa konur
misst réttindi sem þær höfðu
áður, eins og til dæmis rétt til
fóstureyðinga. Af orðalagi stjórn-
arskránna má draga þá áfyktun
að konur séu ekki til í júgóslav-
nesku þjóðfélagi. Konur eru að-
eins nefndar í tveimur greinum
stjórnarskránna og þá sem mæð-
ur eða væntanlegar mæður. í
raun má flnna mótsögn í þessum
tveimur greinum þar sem önnur
fjallar um frelsi kvenna til að
ákveða sjálfar hvort, hvenær og
hversu mörg börn þær vilja eiga,
en hin fjallar um heilagleika alls
lifs og þar af leiðandi takmörkun
á fóstureyðingum og notkun
getnaðarvarna.
I máli júgóslavneska fulltrú-
ans kom einnig fram að þátttaka
kvenna i stjórnmálum hefði
minnkað töluvert samhliða þró-
uninni í átt til lýðræðis. Hún sagði
að enn hefði það gerst að konum
hefði verið talin trú um að
Lýðræði, með stórum staf, væri
mikilvægara en réttindi þeirra en
það gleymdist að geta þess að
Lýðræði snerist einmitt um
réttindi allra manna, ekki bara
karlmanna. „Það sem við getum
búist við, að minnsta kosti í
Þannig heföu anti-
feminísk samtök
kennt konum um
allt sem miður fœri í
þjóðfélaginu eins
og aukna tíðni
hjónaskilnaða,
minni mannfjölgun
og jafnvel aukna
dónartíðni miðaldra
karlmanna!
Slóveníu og Króatíu, er að hjól
sögunnar snúist aftur á bak -
eitthvað sem Marx sagði að gæti
ekki gerst. Þegar slíkt „lýðræði"
hefur fest sig í sessi, ásamt frjálsu
markaðskerfl og kapítalísku
efnahagskerfi, munu konur gera
sér ljóst að þær hafa verið sviptar
grundvallarréttindum sínum
(sem er ákvörðunarréttur yfir
eigin líkama og lífl), án nokkurra
félagslegra hlunnlnda (eins og
barnagæslu og barnsburðarleyfa)
og án þess að hafa möguleika á að
hafa áhrif á stjórnmálaákvarð-
anir, rétt eins og 45 ára frelsi
kvenna í tíð sósíalismans hefði
íssölukona í Georgíu, Sovétríkjunum. Mynd: Lena Lahti.
Slavenka Drakulic
sagöi að enn hefði
það gerst að konum
hefði verið talin trú
um að Lýðrœði,
með stórum staf,
vœri mikilvœgara
en réttindi þeirra.
aldrei verið til. Er það svona
lýðræði sem við báðum um?“,
spyr Drakulic.
Að lokum hvatti Slavenka
Drakulic konur i Austur-Evrópu
til að koma á fót skipulögðum
samtökum til að vinna gegn
þessari þróun og konur í Vestur-
Evrópu til að vinna með þeim. Nú
væri að duga eða drepast. Konur
yrðu að reyna að hafa áhrif á
hvernig hið nýfengna lýðræði
þróaðist i framtíðinnni til þess að
það snerist ekki gegn þeim.
Dr. Milena Cerná gerði grein fyrir
ástandinu i Tékkóslóvakíu og
byijaði á þvi að segja frá því
hvernig konum hafl verið ýtt út á
vinnumarkaðinn, með nýrri fjöl-
skyldustefnu eftir seinni heims-
styrjöldina, hvort sem þeim líkaði
betur eða verr. Þessari stefnu
fylgdi mikil áhersla á félagslega
velferð, t.d. áttu öll börn tryggan
aðgang að barnaheimilum. En
þróunin varð sú að konur áttu
einna helst aðgang að lítt
áhugaverðum og illa launuðum
störfum og mjög fáar konur eru í
áhrifastöðum. Sósíalisminn gerði
konum og körlum jafn hátt undir
höfði en á sama tima voru konur
á vissan hátt kúgaðar. Þær urðu
að fara út á vinnumarkaðinn, þar
sem þær unnu sömu störf og
karlar fyrir sömu laun, en þess
var líka krafist af þeim að þær
eignuðust börn og sæju um
heimilin þegar þær losnuðu úr
sinni launuðu vinnu. Yflr 90%
kvenna með lítil börn vinna úti i
Tékkóslóvakíu og þarf hver fjöl-
skylda á tveimur fyrirvinnum að
halda til að hafa í sig og á.
Það sem tékkneski fulltrúinn
lagði mesta áherslu á var að kon-
ur hefðu möguleika og rétt til að
velja sér hlutskipti í samfélaginu
(hljómar svo sem ekki ókunnug-
lega). Konur yrðu að hafa þá
aðstöðu að geta annaðhvort verið
heimavinnandi - ef þær óska þess
- eða verið úti á vinnumark-
aðnum án þess að þurfa að gefa
móðurhlutverkið upp á bátinn.
Havel, nýkjörinn forseti Tékkó-
slóvakíu, hefur lagt áherslu á
mikilvægi kvenna í samfélaginu
og lýst yflr að þeirra sé þörf á
öllum sviðum þess. En fögur
fyrirheit duga skammt og það
þekkja konur um víða veröld of
vel. í Tékkóslóvakíu eru aðeins
rúm 8% þingmanna konur og í liði
þijátíu ráðherra er ein kona.
Fulltrúi Rúmeníu, Doina Harsa-
nyi-Pasca, sagði að engar vísinda-
legar upplýsingar væru til um
konur í Rúmeníu - sennilega væri
meira vitað um rúmenskar konur
á miðöldum en konur nútímans.
Ástæðan fyrir þessu er sú að
undir einræðistjórn Ceausescus
var ákveðinni kvenímynd haldið á
lofti þar sem konan var sýnd sem
stolt og ánægð fjölskyldumóðir.
En eins og fjölmiðlar sýndu okkar
á siðasta ári er ástandið vægast
sagt óviðunandi í Rúmeníu. Þar er
bæði matvælaskortur og skortur
á tyfjum og læknisaðstoð. Konur
reyndu að forðast það að eignast
börn vegna óviðunandi lífsskil-
yrða en það gat reynst erfitt þar
sem allar tegundir getnaðarvarna
voru bannaðar og fangelsisvist
beið þeirra sem reyndu að verða
sér úti um ólöglega fóstureyðingu.
Ríkislögreglan fylgdist með þvi að
lögum um að hver kona eignaðist
að minnsta kosti flmm börn væri
framfylgt. Undir slíkum kringum-
stæðum höfðu konur augljóslega
hvorki tíma né krafta til að hugsa
21