Vera - 01.04.1991, Page 22

Vera - 01.04.1991, Page 22
LÝÐRÆÐISLEG ÞRÓUN Á KOSTNAÐ KVENNA um stöðu sína í þjóðfélaginu né gera tilraunir til að breyta henni. Að sögn rúmenska fulltrúans hefur lítið breyst í Rúmeníu eftir lýðræðisbyltinguna á síðasta ári. Staða konunnar, sem og annarra, er enn mjög slæm og lífskjör óviðunandi. Það fyrsta sem þarf að gerast í Rúmeníu er að auka sjálfsvitund kvenna um stöðu sína í þjóðfélaginu og þá er loks hægt að byggja upp skipulagða kvennabaráttu. Dr. Renata Sieminska frá Póllandi skýrði frá því að pólskar konur hefðu við svipuð vandamál að glíma og konur í öðrum Aust- ur-Evrópuríkjum. Þótt ýmislegt hafi breyst með stofnun Sam- stöðu árið 1980 þá eru pólitískar stofnanir, þar á meðal kaþólska kirkjan, enn mjög sterkar í and- stöðu sinni gegn t.d. fóstureyð- ingum. Konur eru helmingur félaga i Samstöðu, en mjög fáar þeirra eru í ábyrgðarstöðum inn- an hreyfingarinnar. Árið 1981, á fyrsta þingi Samstöðu, voru konur aðeins 7% stjórnarmeð- lima. í dag eru u.þ.b. 10% þing- manna konur. Konur virðast hafa gleymst í þróuninni í átt til lýðræðis. Málefni kvenna hafa ekki verið á dagskrá vegna þess að vandamál þjóðarinnar eru svo stór að þau verður að leysa fyrst. En konur verða að vera á varð- bergi varðandi réttindi sín og byija á þvi að skipuleggja samtök sín. Það stendur til að leggja frumvarp fyrir pólska þingið á næstunni þar sem því er haldið fram að fóstureyðingar séu refsi- vert athæíi - og Samstaða styður frumvarpið. Það er því ljóst að konur verða að treysta á sjálfar sig í þessum efnum. Reynslan sýnir að engum öðrum er treyst- andi til að taka „réttar“ ákvarð- anir sem varða konur. Að lokum skoraði Renata Siemienska á konur frá löndum Austur-Evrópu að koma af stað skipulögðu samstarfi sín á milli, í samvinnu við konur í Vestur- Evrópu. Sovéski fulltrúinn, Dr. Anastasija Posadskaja, hafði sömu sögu að segja og flestar konurnar á undan henni um stöðu kvenna í löndum Austur-Evrópu. Hún sagði að fyrst núna virtist einhver áhugi vera fyrir málefnum kvenna. At- vinnuþátttaka kvenna er um 90% en þær eru aðallega í hefðbundn- 22 Albönsk kona í Kosovo héraði í Júgóslavíu að undlrbúa kvöldverð fyrir tengdafjölskyldu sína. Mynd: Þórir Guðmundsson. Ríkislögreglan fylgdist með því aö lögum um aö hver kona eignaðist aö minnsta kosti fimm börn vœri framfylgt. Undir slíkum kringumstœðum höföu konur augljóslega hvorki tíma né krafta til aö hugsa um stööu sína í þjóðfélaginu né gera tilraunir til aö breyta henni. Af framansögöu mó Ijóst vera aö konur um allan heim eru aö berjast fyrir sömu réttindum og mœta víöast hvar sömu vandamólum og hindrunum. um illa launuðum kvennastörf- um. Konur fá ekki eins sérhæfða starfsþjálfun eða menntun og karlar og laun þeirra eru 70-75% lægri. Þegar segja þarf upp mann- skap vegna hagræðingar innan fyrirtækja er konum sagt upp fyrst. Fáar konur eru þátttak- endur í stjórnmálum eða stefnu- mótun á öðrum sviðum. Dr. Posadskaja lagði áherslu á að þróun í átt til lýðræðis tiyggði ekki endilega réttindi kvenna eða þátttöku þeirra í ákvarðanatöku. Hún benti einnig réttilega á að fjöldi kvenna á þingi segði ekki alla söguna, því að margar konur hefðu lítinn sem engan áhuga á málefnum sem tengdust konum. Síðasta ræðukonan var Dr. Kostadinska Simeonova frá Búlgaríu. Hún sagði að lýðræðis- þróunin hefði fært búlgörskum konum von og vonbrigði. Vanda- mál kvenna eru nátengd efna- hagsástandi þjóðarinnar sem er bágborið. Mikið atvinnuleysi er meðal kvenna og vinnuaðstaða þeirra er oft heilsuspillandi. Fjöl- skyldan þarf á tveimur fyrir- vinnum að halda og þvi er konan oft í fullu launuðu staríi og í starfi húsmóður þegar heim er komið. Hún sagði að konur þyrftu að vera töframenn til að uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Hún tók undir þær raddir að konur í Austur-Evrópu þyrftu að koma skipulagi á samtök sín og reyna að starfa saman að mál- efnum kvenna í Austur-Evrópu. Þegar ráðstefnur sem þessar eru yfirstaðnar er gjarnan spurt hvort þær hafi breytt einhveiju eða haft einhver varanleg áhrif sem sjá megi í framtíðinni. Fýrsta kvenna- ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu hefur vonandi verið kon- um frá yfir 30 löndum hvatning til að halda áfram baráttunni fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna hvar sem er í heiminum. Það er ljóst af erindum þeim sem haldin voru á ráðstefnunni að víðast hvar er staða kvenna enn óviðunandi. Vandamál kvenna, t.d. í Austur-Evrópu, eru auð- vitað nátengd efnahagsástandi þessara nýfijálsu ríkja þar sem allur þorri fólks býr við skort, hvort sem er á andlega sviðinu eða því veraldlega. Eins og fram hefur komið lögðu konurnar frá Austur-Evrópu ríka áherslu á það að koma þyrfti á fót skipulögðum samtökum kvenna í þessum heimshluta til þess að samhæfa aðgerðir og skiptast á upplýs- ingum. Ráðstefnan í Berlín gerði þessum konum kleift að kynnast konum frá öðrum löndum og undir lok ráðstefnunnar var til- kynnt að fyrir dyrum stæði að koma á skipulegu samstarfi kvenna í Austur-Evrópu. Af framansögðu má ljóst vera að konur um allan heim eru að berjast fyrir sömu réttindum og mæta víðast hvar sömu vanda- málum og hindrunum. Frjálsar fóstureyðingar og sú krafa kvenna að ráða sjálfar yfir eigin likama er alls staðar ofarlega á blaði. Krafan um launajafnrétti og dagvistun fyrir alla sem þess óska eru einnig oftast í brennidepli. Síðast en ekki síst krefjast konur um allan heim þess að fá sjálfar að ráða lííi sínu og hvernig þær lifa því. Konur vilja geta valið að vera úti á vinnumarkaðnum án þess að þurfa að fórna fjölskyldu- lífi sínu - konur vilja einnig geta valið að vera heima og sjá um uppeldi barna sinna, um óákveð- inn tíma, án þess að stofna fjár- hagsafkomu heimilisins í voða. Frelsið til að velja er ein af undirstöðum lýðræðisþjóðfélaga en lýðræðið á einnig að fela í sér að allir þegnar þjóðfélagsins njóti þessa frelsis. Fýrst þá verður hægt að segja með réttu að lýð- ræðið standi undir nafni. Bryndís Pálmarsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.