Vera - 01.04.1991, Síða 23
Utför rúmenskrar konu,
Opinber yfirráð
YFIR LÍKAMA KVENNA
wm
Igrein Bryndísar Pálmarsdóttur
hér aö framan er talaö um
stefnu rúmenskra stjórnvalda
í fjölskyldumálum. í framhaldi
af því fannst VERU vel viö hœfi aö
birta grein sem skrifuö er af Hertu
Mueller, þýsk-rúmenskum rithöf-
undi (Þjóöverjar eru þjóöernis-
minnihluti í Rúmeníu), sem flúöi til
Berlínar, Greinin er þýdd úr
bandaríska tlmaritinu Connexions,
en birtist upphaflega í þýska
blaöinu Tarantel. Hún er skrifuð
áriö 1988, rúmu ári fyrir fall Ceaus-
escus. Er hœtt viö aö þá hafi
einhverjir afgreitt hana sem ýkjur
en nú má öllum Ijóst vera aö þaö
sem í henni stendur er því miður
hrollvekjandi sannleikur. Grein
Hertu Mueller fer hér á eftir svolítiö
stytt.
„Þú átt engin börn“,
segir hún, „þú hlýtur
aö vita um lœkni
semjgetur hjálpaö
mér.“ Eg segi nei og
neita því aö ég hafi
nokkurn tíma oröiö
ófrísk. Ég segi ósatt.
Allt sem hún segir
gœti verið gildra.
Þaö er ekki fyrr en
hún byrjar aö
skjálfa og gráta að
ég trúi henni.
I Rúmeníu er hræðilegur orð-
rómur á kreiki: Nicolai Ceaus-
escu, aðalritari Kommúnista-
íTokksins, er alvarlega veikur.
Hann væri löngu dáinn ef honum
væri ekki geíTð blóð. Blóðið er
tekið úr höfðum ungbarna.
í hvaða landi öðru gæti það
gerst að háskólamenntuð stór-
borgarkona um þrítugt segði slíka
sögu tárvotum augum og titrandi
röddu?
Samkennari minn segir mér
dag einn að hún eigi við vandamál
að striða. Hún sé ófrisk. „Þú átt
engin börn“, segir hún, „þú hlýtur
að vita um lækni sem getur
hjálpað mér.“ Ég segi nei og neita
þvi að ég hafi nokkurn tíma orðið
ófrísk. Ég segi ósatt. Allt sem hún
segir gæti verið gildra. Það er ekki
fyrr en hún byrjar að skjálfa og
gráta að ég trúi henni. Ég fæ
sektarkennd. Hún hættir að gráta
og segir full heiftar: „Ég sagði
manninum minum að ef þetta
gerðist oftar myndi ég skera af
honum tippið."
Hún á tvö börn fyrir. Ég segi
henni að ég taki pilluna og ég hafi
framkvæmt fóstureyðingar á
sjálfri mér. Hvort tveggja er satt.
Þessar samræður áttu sér stað
nokkrum vikum fyrir sumarfríið.
Næsta haust er ég að vinna í
öðrum skóla. Ég hugsa oft til
þessa fyrrverandi samkennara
míns. Fyrir tilviljun rekst ég dag
nokkurn á hana niðrí í bæ.
Kvtðurinn á henni er ílatur. Þegar
hún sér mig reynir hún að forðast
mig. Það er of seint og ég geng til
23