Vera - 01.04.1991, Page 24
OPINBER YFIRRAÐ YFIR LIKAMA KVENNA
hennar. „Miklð gleður það mig að
þú gast leyst vandamálið”, segi
ég. Hún horfir beint framan í mig,
augnaráð hennar er kuldalegt.
„Ég veit ekki hvað þú ert að tala
um“, segir hún. Við förum hvor í
sína áttina.
Sjúkrahús borgarinnar rekur
fjölskylduráðgjöf. Læknirinn sem
stjórnar henni er eiginkona for-
ingja í ieynilögreglunni. Að sýna
henni trúnaðartraust er að sýna
leynilögreglunni trúnaðartraust.
Læknanemi á síðasta ári í
námi er ófrísk. Hún reynir fóstur-
eyðingu á sjálfri sér. Meðan það
stendur yfir fær hún háan hita.
Hún verður að komast á spítala
en af ótta við ofsóknir og fangels-
un hengir hún sig í herbergi sínu
á stúdentagarðinum. Yfirmenn
læknaskólans boða til opins fund-
ar. Að henni látinni er hún rekin
úr flokknum og skólanum. í
setustofu stúdentagarðsins hang-
ir mynd af henni sem á er rituð
yfirlýsing um að hún sé „vont
fordæmi“.
„Sérfræðingar í yfirheyrslum“,
tilnefndir af leynilögreglunni, eru
ráðnir til starfa á kvennadeildir.
Þeir eru dulbúnir sem læknar, eru
í hvítum sloppum og bera lækna-
titla. Kona sem lögð er inn á
kvennadeild í tengslum við fóst-
ureyðingu sem hún sjálf hefur
framkvæmt er yfirheyrð. Þess er
krafist að hver sá sem hefur
aðstoðað hana eða orðið vitni að
atburðinum gefi sig fram. Konan
er ekki meðhöndluð fyrr en að
þessu loknu jafnvel þó að hún sé
með miklar blæðingar. Það kemur
ekki ósjaldan fýrir að konur deyja
þegar þær neita að láta í té þá
játningu sem krafist er.
Verkakonur eru sóttar á
vinnutíma og látnar gangast
undir læknisskoðun. Skoðunin er
gerð undir þvi yfirskini að verið sé
að fýrirbyggja leghálskrabba.
Þessar „í'yrirbyggjandi" skoðanir
voru ekki til áður en lögin um
fóstureyðingar voru hert. Barns-
hafandi konur eru skráðar. Öll
læknismeðferð upp frá þessu má
aðeins eiga sér stað gegn fram-
vísun þungunarskýrslu. Hennar
er jafnvel krafist þegar um tann-
viðgerðir er að ræða.
Stefna stjórnvalda varðandi
barneignir hefur aðeins verið
sjálfri sér samkvæm í einu atriði -
í því að hún lítilsvirðir gersamlega
þjáningar kvenna. Yfirmenn
menntaskóla krefjast þess að
Verkakonur eru
sóttar á vinnutíma
og látnar gangast
undir lœknisskoðun.
Skoðunin er gerð
undir því yfirskini að
verið sé að fyrir-
byggja legháls-
krabba. Þessar
„fyrirbyggjandi“
skoðanir voru ekki
til áður en lögin um
fóstureyðingar
voru hert.
í kjölfar misheppn-
aðra fóstureyðinga
fœðast mörg
andlega og líkam-
lega vanheil börn í
heiminn. Meöferð á
sjúkrahúsum er
œvinlega viö það
miðuð aö viðhalda
þunguninni jafnvel
þegar augljóst er
að gróf tilraun til
fósfureyöingar
hefur þegar
skaðað fóstrið.
stúlka sé rekin úr skóla fyrir það
að vera barnshafandi. Tillaga þar
að lútandi er lögð fram af um-
sjónarkennara stúlkunnar.
Stúlkan er ekki viðstödd. Fyrir
fundinn hefur verið skipulagt
hverjir taki til máls og í hvaða röð
þeir geri það. Fundarritarinn er
úr innsta kjarna; ef óundirbúnar
eða nýjar athugasemdir koma
fram sér hann til þess að þær fari
ekki í fundargerðina. Ég tek til
máls og segi að við séum skóli og
að við hljótum að líta á það sem
skyldu okkar að bjóða líka þeim
nemendum, sem eiga við einhver
vandamál að stríða, upp á mennt-
un. Ég reyni að vekja athygli á þvi
að þessi nemandi muni enda á
götunni og kynfræðslu vanti gjör-
samlega í námsefnið. Að barns-
faðirinn vilji hvorki af stúlkunni
né barninu vita. Að foreldrunum
finnist stúlkan hafa gert þeim
skömm til og hafi af þeim sökum
rekið hana að heiman. Ég vek
aðeins upp reiði yfirmannanna og
hinum skipulögðu ræðumönnum
finnst á þá ráðist. En meirihluta
fundarmanna virðist leiðast og
segir ekki neitt. Tillagan er borin
undir atkvæði og allir eru sam-
þykkir henni. Einn er á móti.
„Þetta er grundvallaratriði," segir
umsjónarkennarinn. „Við erum
þrátt íyrir allt menntaskóli en
ekki félagsmálastofnun."
í frímínútunum er hæðst að
hinni barnshafandi stúlku á
göngum skólans og hún út-
skúfuð.
Þessi atburður gerðist árið
1984. Síðan hafa reglugerðir og
farvegur mála breyst. Kennurum
er nú uppálagt að dásama móður-
hlutverkið. Ef um þungun er að
ræða mega nemendur halda
áfram námi sínu strax að loknum
barnsburði og þurfa engar
áhyggjur að hafa af barninu. Það
er engin ástæða til að eignast ekki
börn. Það eru mörg munaðar-
leysingjahæli þar sem hægt er að
koma börnunum fyrir. Að elilífu.
Smánin er ekki lengur á dagskrá.
Ástæðan er sú að munaðar-
leysingjar eru íjárfesting fyrir
ríkisstjórnina, og það klók fjár-
festing. Það hefur verið sannað að
munaðarleysingjar eru seldir til
útlanda fyrir gjaldeyri. Eða þeir
eru þjálfaðir í leynilögreglunni og
vegna „uppeldis" síns eru þeir
trúir sínu staríi.
Ég er að vinna í verksmiðju. Ég
heyri símtal á næsta borði: „Góð-
an daginn. Seljið þið ennþá
prjónavörur? Málin eru 29x2.
Hvað á ég að borga mikið fyrir
það? Já. Ég kem klukkan 10.“ Sú
sem talar er samstarfskona mín.
Hún á barn. Hún er 29 ára og er
komin tvo mánuði á leið. Þetta
eru málin á prjónavörunni. Sím-
talið var til skottulæknis. Fóstur-
eyðingin kostar 5.000 lei (u.þ.b.
tveggja mánaða laun). Hún er
heppin. Fóstureyðingin hafði eng-
ar aukaverkanir í för með sér.
Seinna framkallar hún fóstur-
lát á sjálfri sér með plaströri utan
af pijónum. Þetta gerir hún líka
fyrir mig, hún setur rörið upp inni
á klósetti í verksmiðjunni. Ég
geng um í þijá daga og þrjár
nætur með rörið í leginu. Annar
endinn er festur með límbandi við
innanvert lærið. Meðan á þessu
stendur verð ég að vera í pilsi en
engum sokkarbuxum til að
tryggja óhindrað loftstreymi inn í
legið. Við seinni fóstureyðingu
mína lætur hún mig bara hafa
rörið. Ég sit alein heima bak við
læstar baðherbergisdyr. Spegill-
inn er íýrir neðan mig. Ég set rörið
sjálf upp.
Kunningi minn segir: „Þetta er
ekkert vandamál. Þegar konan
mín er ófrisk keyrum við eina
helgi upp í sveit til tengda-
mömmu. Svo er bara að lyfta
kjallarahurðinni þannig að hún
opnist tuttugu sinnum og það er
yfirstaðið. Maður verðu bara að
vita hvað gera skal.“ Ég þekki ekki
konuna hans. Getur verið að
henni finnist þetta jafn lítilíjör-
legt?
Magatöflur smyglaðar frá
Sovétrikjunum og seldar á svörtu,
eru teknar inn í of stórum
skömmtum á tveggja tíma fresti i
einn sólarhring. Hiti, krampar í
kviðarholi og mikil uppköst ættu
að bera tilætlaðan árangur. Töfl-
urnar eru almennt þekktar sem
„rússnesku pillurnar". Aðrar að-
ferðir eru t.d. þær að skola sig
með iðnaðarsýru, sítrónusafa eða
sítrussýru.
Allar þær aðferðir sem hér eru
nefndar eru notaðar. Konur byija
á þeirri sem veldur minnstum
skaða og með vaxandi örvæntingu
gripa þær til aðgerða sem eru
talsvert áhættusamari. Eftirleikur
hertra laga um fóstureyðingar er
sá að uppskriftum að fóstur-
eyðingum er fylgt daglega út um
allt land. Aíleiðingin er hundruð
dauðsfalla. Enginn veit hversu
mörg því engar tölur eru tiltækar.