Vera - 01.04.1991, Síða 26

Vera - 01.04.1991, Síða 26
ALÞINGISKOSNINGAR 1991 HVERJU VILJUM VIÐ KOMA TIL LEIÐAR? Kvennalistinn býður fram lista til Alþingiskosninga í öllum átta kjördœmum landsins. VERA baö konur í fjórum efstu scetunum á Norðurlandi vestra og í Reykjavík að gera lesendum blaðsins grein fyrir hverju þœr vilji fá áorkað með framboði sínu og setu á Alþingi. Guörún Lára Ásgeirsdóttir, Sigríöur J. Friöjóns- dóttir, Anna Hlín Bjarnadóttir og Kristín Líndal skipa fjögur efstu sœtin á Noröurlandi vestra. Þœr svöruðu spurningunni þannig: Megintilgangurinn með framboði Kvennalistans á Norður- landi vestra sem annars staðar er að auka áhrif kvenna á mótun samfélagsins. Sjónarmið kvenna hafa alltof lítið að segja þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð heilu byggðarlaganna og landsins alls. Má í því sambandi nefna að ekki hefur ein einasta kona verið höfð með í ráðum við mótun tillagna hinnar svokölluðu sjömanna- nefndar í landbúnaði. Við viljum leggja okkar af mörkum til að sem best jafnvægi náist í þessum efnum og skapa þannig betra þjóðfélag sem tekur mið af þörfum allra þegna sinna. Bjóði Kvennalistinn ekki fram á Norðurlandi vestra er ljóst að engin kona mun sitja á þingi sem fulltrúi þessa landshluta næsta kjörtímabil. Konur í okkar kjördæmi geta ekki og mega ekki una þessu. Að öðrum kosti erum við í raun að segja að við viljum óbreytt ástand, og taka undir með fjölmörgum körlum (og einstaka Rósum) sem segja að konur haíi ekkert að gera i pólitík. Þvi viljum við leggja þessa spurningu fyrir kjósendur, bæði karla og konur: Vilt þú sjá áherslubreytingar í þessu þjóðfélagi og eiga þátt í þvi að skapa samfélag þar sem manngildi og virðing fyrir náttúrunni er sett ofar auðgildi og þegnarnir vinna saman á jafnréttisgrundvelli? Ef svo er þá er Kvennalistinn þinn kostur! Atvinnu-og launamál kvenna er eitt af þvi sem við leggjum rika áherslu á. Þörf kvenna íyrir ný atvinnutækifæri eykst stöðugt á landsbyggðinni samhliða þeirri þróun sem þar á sér óhjákvæmilega stað. Og ekki munu nýjustu tillögur í landbúnaðarmálum draga þar úr. Konur skortir ekki hugmyndir þegar rætt er um atvinnumál, en það sem vantar er ráðgjöf og fjármagn til að framkvæma. Má í þessu sambandi leggja áherslu á að konur leiti eftir fræðslu iðnráðgjafa og væri þá rétt að kynna starfsvettvang iðnráðgjafa betur. Einnig er nauðsynlegt að komið verði á sérstakri Kvennadeild við Byggðastofnun þannig að hugmyndir kvenna í atvinnumálum mæti meiri skilningi og aðgangur að íjármagni verði konum auðveldari. Á Norðurlandi vestra eru miklir möguleikar á sviði ferðaþjónustu ekki síst með tilliti til heita vatnsins sem þar er víða að flnna. Þarna sjáum við íýrir okkur mikla uppbyggingu og munum af aleíli styðja þá aðila, einkum konur, sem að slíku vilja standa. Það er trú okkar, að ein af dýrmætustu auðlindum íslendinga sé hrein og óspillt náttúra og að framtíð landsins fari mikið eftir því hvernig til tekst við verndun og nýtingu þeirrar auðlindar. Til að hægt sé að tala um byggðastefnu í þessu landi verður að færa valdið út í héruðin þannig að framtiðar- þróun byggðar ráðist af vilja og getu fólksins sem byggir það. Til að þetta sé mögulegt verður m.a. að endurskoða kvótakerflð í sjávarútvegi og taka upp stefnu Kvenna- listans, sem felst í þvi að úthluta meiri hluta aflans til byggðarlaganna, sem ráðstafl honum eftir eigin reglum. Ennfremur þarf að gæta þess, að samhliða þeirri hag- ræðingu sem mun eiga sér stað í landbúnaði, verði tiyggð sjálfstjórn hvers svæðis og þannig dregið úr þeirri yfirbyggingu og miðstýringu í landbúnaði, sem allt er að drepa. Tölvutæknin og bætt boðskipti gera það að verkum að aðstæður íýrir stofnanir og fyrirtæki hvers konar, sem byggja starfsemi sína á þessari tækni eru jafngóðar á Norðurlandi vestra og hvar annars staðar. Kvennalistinn vill sjá uppbyggingu á þessu sviði strax og skapa þannig atvinnutækifæri fyrir íleiri hópa fólks á landsbyggðinni Fjöldi fólks vill búa útl á landi. Gerum þeim það mögulegt! 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.