Vera - 01.04.1991, Side 31

Vera - 01.04.1991, Side 31
ÞETTA ER MITT LIF sem matreiðslukennari. Ég var ekki orðin 22 ára og því lítið eldri en sumar stúlkurnar. Það var skrítin tilfinning að eiga að stjórna þeim! Ég hafði aldrei verið úti á landi um vetur áður og til að auka á nýbreytnina fór rafmagnið af í fimm daga einmitt þegar við vorum að taka slátur. Sem betur fer voru eldri og reyndari kenn- arar með okkur og hægt var að kynda skólann með viði, elda á gasi og lýsa með olíulömpum. Ég var á eldgömlum jeppa og fór margar ferðir í Egilsstaði eftir hinu og þessu. Fólk var ekki eins meðvitað um umhverfi sitt þá og nú, til dæmis var vani að henda rusli beint í ána sem rennur út í Lagarfljót. Um vorið gengum við niður eftir ánni og hreinsuðum hana og líklega hef ég fengið tiltektaræðið þá! Það var til siðs að skólastjór- inn væri einnig hótelstjóri yfir sumarið svo ég var það líka. Það að stjórna hóteli er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina, það átti svo vel við mig. Það komu meira að segja greinar um okkur í erlendum blöðum því að við ræktuðum eigið grænmeti og það var ekki boðið upp á ferskt grænmeti á mörgum hótelum hér. Ég held sambandi við suma gestina enn þann dag í dag og þarna kynntist ég fyrst orlofs- ferðum húsmæðra sem ég vann svo síðar mikið við í Skagafirði. Eftir hótelævintýrið var ég ansi rík enda hafði ég verið á tvöföldu kaupi yfir sumarið. Ég lét því kaupa fýrir mig bíl i útlöndum og bauð mömmu með mér í utan- landsferð. Hún lærði m.a.s. á bíl áður en við fórum og var svo ansi góð að bakka og skipta um dekk og sá um hvort tveggja í ferðinni! Vinkona mín slóst svo í för með okkur. Við byrjuðum í Englandi og sóttum svo bílinn til Hollands. Við vorum í tvo mánuði á ferðalagi á bílnum, gistum hjá vinum og kunningjum eða bara á farfugla- heimilum og gistihúsum. Þetta gekk allt voða vel og var sér- staklega gaman. Þeir voru dálítið hissa landamæraverðirnir í Júgó- slavíu og Grikklandi að sjá svona þrjár stúlkur í bíl og meira að segja keyrandi sjálfar! Við fórum niður til Grikklands, yfir Korfu til Italíu og þá kom ég í annað sinn til Rómar sem er mín uppáhalds- borg. Leiðir skildust, mamma fór heim og vinkona mín annað en ég Efri mynd: Meö húnvetnskum bœndum. Neöri mynd: Skólastjóri Húsmœöra- skólans ó Hallormsstaö. Meö mömmu og Unni Jensdóttur viö Fíatinn í Saloniki í Grikklandi. Neöri mynd: Fjölskyldumynd frá 1973 fór að vinna á svissnesku skíða- hóteli. Ég var í Sviss fram á vor. Umhverfi hótelsins var mjög fallegt og virkilega gaman að kynnast þessu. Ég gekk í öll störf og kynntist því ýmsu. Um vorið þegar ég kom heim greip Þorleifur ferðaskrifstofustjóri mig og bað mig að stofna Hótel Eddu á Eiðum og ég gerði það. Það var ansi gaman, en erfitt. Við þurftum svo mikið að byggja upp, þrífa, mála og laga í kring þvi þó svo að búið væri að byggja nýtt hús lágu brunarústirnar þarna ennþá. Við unnum öll sextán tíma á sólar- hring og ég hef aldrei verið jafn þreytt. Þar fékk ég viðurnefnið Rusla-Gunna og þó það væri upphaflega sagt í hálfgerðri bræði fannst mér það líka heiðursheiti. Haustið 1964 var Ágúst búinn að „sitja svo lengi í festurn" að það var annað hvort að hrökkva eða stökkva og við giftum okkur um veturinn. Ég vann á Hótel City og beið eftir þvi að hann lyki námi. Við bjuggum hjá foreldrum mín- um, alltaf pláss i Ási. Um vorið fórum við norður til foreldra hans og þar fæddist Lárus. Sumarið 1966 fórum við sem presthjón í Vallanes og það fannst mér yndislegt. Ég var komin aftur á mínar góðu slóðir frá Hallorms- stað og það er mjög viðkunnanlegt í Vallanesi, fögur fjallasýn og svo auðvitað Fljótið. Við áttum fimm góð ár þar. Einn vetur var ég aftur skólastjóri á Hallormsstað og ég hefði getað haldið þvi áfram en mér fannst það erfitt með börnin mín tvö og vera prestskona að auki. Ég hef alltaf tekið þvi svo alvarlega að vera prestskona. María dóttir mín fæddist i Egils- stöðum og var stærsta barn sem hafði fæðst á Austurlandi, 60 cm og 20 merkur. Þennan vetur bjuggum við öll í Hallormsstað en höfðum í seli í Vallanesi og þá hét ég því að búa aldrei aftur á tveimur stöðum. Ég hef nú ekki staðið við það þvi ég geri það líka núna. Ég var beðin um að vera í þriðja sæti fýrir Framsóknar- flokkinn á Austurlandi. Ég man að ég sat og prjónaði húfu á hann Lárus minn, ég var dálítið mynd- arleg þá, þegar þeir komu og gengu lengi á eftir mér, en ég afþakkaði. Þriðji maður komst inn svo ég væri kannski búin að vera í 25 ár á þingi hefði ég þáð sætið! Frá Vallanesi fórum við í 31

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.