Vera - 01.04.1991, Side 32

Vera - 01.04.1991, Side 32
ÞETTA ER MITT LÍF Ólafsvík og ég var alltaf á móti þvi. Þar leið mér ekki vel, ég veit ekki af hverju. Ég vil annaðhvort búa í sveit eða borg, þorp henta mér ekki. Mér likaði svo vel fyrir austan og vildi ekki fara. Það var mér að kenna að við vorum ekki lengur í Ólafsvík. Þegar við kom- um í Mælifell tók ég aftur gleði mína. Þar var svo margt líkt og íyrir austan, fólkið og félagslifið. Þau ellefu ár sem við vorum í Skagcdirði eru kannski starf- sömustu og bestu ár ævi minnar. Ef til vill hef ég verið svona félags- lega svelt eftir Ólafsvik að ég missti stjórn á mér þegar ég kom aftur í sveit! Mér hefur alltaf fundist reykvískar stúlkur vera afskaplega duglegar sveitakonur. Ekkert duglegri, en duglegar að komast í snertingu við starf sem þær eru ekki aldar upp við. Þær koma líka oft með nýja siði og meiri fjölbreyt.ni. Þær eru líka oft duglegri að keyra en aðrar konur og eiga þvi auðveldara með að komast leiðar sinnar. Árið 1976 veiktist ég, fékk skjaldkirtils- sjúkdóm en náði mér alveg aftur. Þegar læknirinn spurði um at- vinnu og félagsmál taldi ég upp 26 nefndir og stjórnir og ráð sem ég var í! Hann taldi að ég hefði ofgert mér. Við sáum um símstöðina á Mælifelli. Ágúst er uppalinn á símstöð og kunni því svo vel að vera aftur með símstöð! Kjör sím- stöðvarstjóra á litlu stöðvunum voru smánarleg, við fengum nokkrar krónur fyrir hvert simtal sem við afgreiddum en ekkert fyrir viðveru. Ég tók þátt í þvi að stofna Landssamband símstöðv- arstjóra og var formaður þess. Afraksturinn af félaginu var sá að stéttin var lögð niður! Ég er viss um að félagið og kaupkröfur þess flýttu fýrir sjálfvirka símanum. Ég sá fljótlega eftir að ég kom í Mælifell að það var mikil þörf á því að taka til í kring og gera ýmislegt. Einnig blöskraði mér hvernig kirkjugarðarnir litu út í Skagafirði. Sem betur fer setti prófasturinn mig í nefnd og ég fór á milli og reyndi að fá fólk til að gera kirkjugarðana almennilega. Svo varð ég líka þekkt fýrir alls konar tiltekt. Fýrst tíndi ég bara sjálf með börnunum mínum og ýmsum öðrum börnum. Ég var alltaf með kassa í bílnum, stopp- aði bílinn, fór út og tíndi það rusl sem þar lá. Stundum fór ég líka 1 j—V f p L \' M 4 ^ f Viö Ágúst í safni Jóns Sigurössonar í Jónshúsi meö góöum gestum, frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta og Sigríði Th. Erlendsdóftur sagnfrœöingi. Síðan ég flutti úr Reykjavík hef ég verið alveg einlœgur dreifbýlingur. Þegar við komum í Mœlifell tók ég aftur gleöi mína.... Þau ellefu ár sem við vorum í Skagafirói eru kannski starfsöm- ustu og bestu ár œvi minnar. með kerru aftan í bílnum. Ég var aðallega í minni sveit en síðan breiddist þetta út. Við fórum að hafa hreinsunarnefnd sem var úr öllum þremur félögunum, Kven- félaginu, Ungmennafélaginu og Búnaðarfélaginu og hún er starfandi enn þann dag í dag. Og sveitin breytti mikið um svip. Auðvitað eru enn vélar og því- umlíkt en þessi sjónmengun meðfram vegum er ekki lengur til. Við hjónin útbjuggum giyíju sem sást ekki frá veginum og fólki var velkomið að koma þangað með rusl. Gryfjan var mikið notuð. Og ég hef heyrt að þeir sem þver- skölluðust við að hreinsa hjá sér hafi gert það þegar ég var farin! Því miður var ekki búið að moka yfir giyfjuna þegar við fórum af þvi að það var svo snemma vors. Ég var líka í fjögur ár í hrepps- nefnd og ég er einna ánægðust með þátt minn í byggingu félags- heimilisins og skipulagningu bókasafnsins. Mér telst til að við Viö systkinin í fimmtugsafmœli mínu: Sigrún, Einar, Áslaug, ég og Þórdís. húsmæðurnar i sveitinni höfum eytt um 700 vinnustundum við að flokka safnið sem var þá eitt nýtískulegasta bókasafn i sveit. Einnig naut ég þess að vera fulltrúi hreppsins á Fjórðungs- þingi norðlendinga. Hestaferðirnar með Sveini á Varmalæk voru alveg sérstakur þáttur af lífi mínu í Skagaflrði. Sveinn var brautryðjandi í hesta- ferðum fýrir útlendinga og við Ágúst fórum stundum með hópn- um yfir Kjöl sem túlkar og aðstoð- uðum líka við matinn. Auðvitað fór bara annað okkar í einu þvi hitt varð að vera heima og passa símann. Þetta voru dýrðlegar ferðir. Ég hef oft sagt að ég vildi síst af öllu fara á mis við að vera í kirkjukór og kvenfélagi. Starf mitt með skagflrskum konum skipti mig miklu máli. Ég var formaður Sambands skagflrskra kvenna og hef oft verið fararstjóri í ferðum þeirra bæði utanlands og innan. í sumar fer ég sem fararstjóri með þeim til Parísar og hlakka mikið til. Ég var í framboði fýrir Samtök fijálslyndra og vinstri manna árið 1974. Ég var í íjórða sæti en fór á alla fundi og tók yfirleitt alltaf til máls. Enn eru sömu menn í efstu sætum listanna þriggja og er gaman að vera komin í kosninga- baráttu við þá á ný. Reyndar flnnst mér kominn tími til að þeir fari að sinna einhverju öðru, þeir eru búnir að vera nógu lengi á þingi! Mér sárnaði það mjög við næstu kosningar, 1978, að fá ekki fyrsta sætið. Mér fannst ég eiga það þvi þeir sem höfðu verið fyrir ofan mig voru annaðhvort fluttir úr kjördæminu eða hættir en það þótti ekki viðeigandi að kona væri í efsta sæti. Ég fór þvi í fyrsta sæti á Vesturlandi og var það þungur róður. Ég fór sem fulltrúi Samtak- anna á þing Sameinuðu þjóðanna árið 1977 og lenti í svokallaðri þriðju nefnd sem íjallaði m.a. um jafnrétti. Ég lærði mikið á setu minni þar og naut þess að vera í New York. Ég sem hef alltaf hatað að kaupa föt kom meira að segja heim með tíu alklæðnaði og systur mínar áttu ekki orð! Ágúst fór í launalaust leyfi 1981 og við dvöldumst í þrjá mánuði á Jótlandi þar sem hann skrifaði ritgerð um íslenska kirkjusögu. Svo vorum við í þrjá mánuði í

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.