Vera - 01.04.1991, Side 38
ÚR LISTALÍFINU
Þjáning og tjáning. Málverk Kristínar Andrésdóttur tjá þjáningu.
Mynd: Anna Fjóla Gísladóttir
þessu, en kennararnir ekki,
svo að það var ekkert gert í
þessu. Þegar ég eltlst og var
farin að keyra bíl vaknaði ég
oft uppi á umferðareyjum.
Seinna fór ég til svefnsérfræð-
ings og það kom upp úr dúrn-
um að ég þjáðist af svefnsýki.
Ég hef lagast mikið af þessu,
en morgnarnir eru ennþá
rosalega erfiðir.
Stuttu eftir að Kristín
byrjaði í Myndlistarskólanum
fóru að hijá hana fleiri sjúk-
dómar, sem hún vill ekki
nafngreina vegna þeirra for-
dóma sem ríkja í garð geð-
sjúklinga.
- Ég er nú samt orðin vön
þessum fordómum. En það
eru ekki margir sem tala um
sjúkdóminn við mig og spyrja
hvernig mér líði. Fólk heldur
að þetta sé viðkvæmt mál. En
það er ekkert viðkvæmt mál.
Einu sinni hætti ég að taka
lyfin mín. Mér fannst ég vera
orðin svo góð og ég hugsaði
„andsk...ekki er ég að gleypa
allt þetta drasl, ég hætti
þessu“. Eftir þijá daga var ég
komin á spítala. í íyrstu skipt-
in sem ég lagðist inn á geð-
deild reyndi ég að fela það og
þóttist hafa verið einhvers
staðar annars staðar. Núna er
ég löngu hætt að fela þetta.
Síðustu árin hefur Kristín af
geysilegri þrautseigju reynt að
vinna bug á sjúkdómum sín-
um.
- Ég sá að ég varð að gera
eitthvað í mínum málum sjálf.
Læknavísindin geta hjálpað -
þau hafa lyfln. En það þarf svo
miklu meira, það þarf svo
mikinn viljastyrk til að ná sér
upp úr þessu, segir hún.
Myndlistaráhuginn hefur
verið henni nytsamt vopn í
baráttunni. Hún er svo heppin
að vera fædd með penslana í
höndunum og myndræna
hugsun í höfðinu.
- Afl minn Kristinn Andrés-
son, sem ég heiti í höfuðið á,
var listamaður. Hann dó áður
en ég fæddist, en ég hafði
alltaf mikinn áhuga á því sem
hann hafði verið að gera,
skoðaði myndirnar hans og
áhöld þegar ég heimsótti
ömmu og svo fór að hún gaf
mér penslana hans. Fyrir um
það bil þremur árum þegar ég
var inni á spítala birtist afl
mér. Hann var hjá mér jafn
skýr og raunverulegur og þú
ert hér í sófanum núna. Hann
hvatti mig til að byrja að mála.
„Þú getur þetta“ sagði hann og
taldi upp ýmis verk sem ég
hafði gert. Ég byijaði að mála
af fullum krafti og hef haldið
þvi áfram síðan. Ég mála
þegar ég er upplögð til þess, en
oft liða löng tímabil þegar ég
get ekkert málað. Ég verð að
taka töluvert langar pásur
þegar ég er inni á sjúkrahús-
um og svo er ég lengi að jafna
mig á eftir.
Kristín málar með akiýl á
léreft. Litir hennar eru skærir
og hún notar andstæðuliti af
mikilli dirfsku. Pensilförin eru
stutt, þétt og kröftug og stíll-
inn expressionískur, minnir
dálítið á Edvard Munch. Það
sem máli skiptir í myndunum
er fólkið - manneskjur í bönd-
um, manneskjur að bijótast
úr viðjum og aðrar að hjálpa
þeim. Líkamar eru naktir,
andlit óskýr og fólk lítur gjarn-
an undan, rekur upp óp, tjáir
þjáningu. Það er þröngt um
þetta fólk á myndfletinum,
það er eins og það ætli að
sprengja rammann, ætli
hreinlega út úr myndinni.
- Þegar ég byija á málverki
leggst ég hér í sófann, loka
augunum, bíð og hugsa og þá
birtast mér myndirnar. Svo
skissa ég upp þessar myndir
sem ég sé og mála þær síðan.
Stundum er ég ekki nema tvo
daga að mála eina mynd,
stundum margar vikur. Það
fer eftir þvi hversu upplögð ég
er og hversu erflðar myndirn-
ar eru. Sumar myndir liggja
beint fyrir, öðrum er erfiðara
að ná. Ég mála ýmis atvik sem
fyrir mig koma. Ég mála þau
eins og ég upplifi þau. Ég
skynja líðan mína í myndum
og á auðveldara með að tjá
hugsanir mínar með myndum
en orðum. Mér þykir mjög
vænt um myndina sem ég setti
á boðskortið. Hún er af mann-
eskju að detta fram af bjargi.
Mér líður stundum svona
þegar ég er að koma frá lækn-
inum. Mér flnnst ég vera í
böndum að hrapa og tunna að
velta yflr mig.
Ég mála oft batavonina.
Ein myndin sýnir t.d. konu
sem reisir sig smám saman
upp. Á meðan hún liggur niðri
er hún í köldum litum, en
þegar hún er orðin upprétt eru
litirnir heitir. Önnur mynd er
af manneskju á hnjánum og
öðrum tveim sem eru að toga
hana upp. Hún er af bata-
voninni. Ég er sjálf búin að fá
svo mikla aðstoð. Það eru svo
margir sem hafa reynt að toga
mig upp. Ég mála fýrst og
fremst fyrir sjálfa mig til að
komast út úr þessum vita-
hring. Það er góð þerapía að
mála. Ég geri mér vonir um að
komast í gegnum sjúkdóminn
með hjálp myndanna. Ég er
þegar komin vel áleiðis. Samt
veit ég að ég er ekki að
læknast, heldur er ég bara að
ná betri tökum á sjúkdóm-
unum. En þeir halda áfram að
vera innan í mér.
Myndlistin hefur mörg andlit
og margs konar hlutverk. Eitt
hlutverkanna er að hug-
hreysta og hjálpa - ekki aðeins
þeim sem heldur á penslinum
heldur líka þeim sem skoða
myndirnar.
- Mér finnst gaman að hafa
myndirnar mínar nafnlausar,
svo að hver og einn geti túlkað
þær á sinn hátt. Á opnuninni
kom til mín kona, sem ég veit
að hefur átt erfitt. Hún var
með tárin í augunum og sagði
„Þetta er sterk sýning“. Þá
fannst mér það hafa tilgang að
sýna verkin mín, segir Kristín
Andrésdóttir. VERA óskar
henni velgengni í framtíðinni.
BA
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
VERULEGA
TIMARIT
38