Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 39

Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 39
BÓKADÓMUR SÍÐASTA ORÐIÐ Steinunn SigurÖardóttir: Iðunn 1990 „Fyndni af ásettu ráði í minn- ingargrein er kapítuli út af fyrir sig. Hitt er þó algengara og alvarlegra, hve oft höfundar skrifa hlægilegan texta án þess að ætla sér það...Er sjúkt til þess að vlta að horfið sóma- fólk verður að óverðskulduðu skemmtiatriði yflr morgun- kaffl hjá meinfysnum lifend- um“ (104). Það er mikið til í þessum orðum sem sótt eru í nýjustu bók Steinunnar Sig- urðardóttur og eru um leið ágæt lýsing á bókinni sjálfri. Form hennar er afar óvenju- legt; safn eða úrval eftirmæla með formála og athugasemd- um útgefenda, fræðimannsins og piparsveinsins Lýtings Jónssonar. Og tengist fyrri skáldsögu Steinunnar, „Tíma- þjófnum", á þann hátt að út- gefandi safnsins hefur tak- markað eftirmælin við ívar- senfjölskylduna, fjölskyldu Oldu, aðalpersónu „Tíma- þjófsins". „Síðasta orðið“ flokkast undir það sem kallað er paródía eða skopstæling, það er þegar formseinkennum þess verks eða bókmennta- greinar, sem skopstælingin beinist að, er haldið, en inn- taki breytt. Þetta er sem sagt paródía á minningargreinar sem eru eins og útgefandi „Síðasta orðsins" bendir á afar merk bókmenntagrein og sér- íslensk. En „síðasta orðið" er líka eins konar skáldsaga í formi minningargreina og minnir að þvi leyti á skáld- sögur í formi sendibréfa. Rauði þráðurinn í þeirri sögu sem hér er sögð er ástir Frið- þjófs ívarsen og Geirþrúðar Ólsen. Bókin er mjög fyndin en hefði sennilega orðið dálítið innantóm ef höfundur hefði ekki gripið til þess snjallræðis að láta hinn mikilvirka eftir- mælahöfund Friðþjóf ívarsen skrifa minningargrein um sjálfan sig. Það er miskunn- arlaust uppgjör við eigin per- sónu og eigið líf, ekki laust við að vera fyndið, en þó alvarlegt og gefur bókinni örlítið annan tón. í eftirmælunum beinist athyglin að öðrum, hér að honum sjálfum, þar er botn- laust lof, hér botnlaus sjálfs- ásökun. Það er talsverð fjölbreytni í ritsmíðum þessarar bókar. Einna fyndnastir - án þess að ætla sér það - eru þeir Lýting- ur Jónsson, ritstjóri bókarinn- ar og Ómar B. Ómarsson. Minningargreinar Öldu Odds- dóttur ívarsen eru allt öðru- vísi. Hún skrifar um frænda sinn, Friðflnn Ólsen, sem lést um tvítugt og um Dóru „piparkonu“. Það eru mjög fallegar, látlausar og hlýjar greinar. í þeirri síðarnefndu segir t.d. „Það eru einmitt Dórur þessa heims sem gera veröldina byggilega börnum sem líða fyrir skilningsleysi fólksins" (76-77). Friðþjófur ívarsen er ótví- rætt aðalpersóna sögunnar og hann er jafnframt stolt bók- arinnar; það eru greinar hans sem gefa safninu gildi að mati útgefandans sem er einlægur vinur og aðdáandi Friðþjófs. Og því er ekki að neita að greinar Friðþjófs eru á margan hátt geðþekkar þótt „tignar- legur stíllinn” verði oft æði upphafinn og skrúðmikill. En það er kostur við Friðþjóf að hann á til miskunnarlausa hreinskilni. Hann er t.d. skemmtilega andsfyggilegur þegar hann skrifar um látinn eiginmann „ástvinu" sinnar. Þar segir hann um bernsku- slóðir Leifs: „Landslagið er bæði kaldranalegt og lítilsilgt þótt þar sé gróðurreitur á stöku stað. Hætt er við að þvílíkt umhverfi setji mark sitt á fólkið sem þar er alið. Jafn- vel á sólríkum sumardegi er ekki fagurt um að litast“ (69). í minningargrein Hrefnu Ólsen um Elsabetu Gauksdóttur ívarsen, móður Friðþjófs kynnumst við annarri hlið á honum. Grein Hrefnu er mjög vel heppnuð útgáfa á illa skrif- aðri grein, fullri af fordómum og rökleysu: Elsabet „missti eiginmann sinn Ragnar ívar- sen, fyrir löngu, en samt skorti hana ekki drengina sína til þess að ala önn fyrir...Og Elsabet var svo heppin að mega annast Friðþjóf sinn alveg þar til hún var orðin farlama... Hann hafði sem eðlilegt er ekki séð ástæðu til að kvongast, þar sem móður hans naut jafnan við“ (35-36). Friðþjófur kemur síðan dálítið á óvart í minningargrein sinni um Ölmu ívarsen þar sem hann lýsir mikilli hrifningu á heimilislífinu í Sörlaskjóli og kemst endanlega að þeirri niðurstöðu að sambýli kvenna án karla hljóti að vera hið ákjósanlegasta í lífinu og neit- ar að kvika frá þeirri sann- færingu þótt ritstjórar dag- blaðsins færu þess á leit við hann að hann sleppti þessum kafla úr greininni. Töldu þeir að skrif sem ýttu undir að- skilnaðarstefnu kynjanna „ógnuðu innra öryggi vorrar fámennu eyjar“ (84). Mest kemur Friðþjófur þó á óvart í eigin minningargrein þar sem hann reynir að brjóta sjálfan sig til mergjar, gengur á hólm við sjálfan sig. Þar dregur hann fram öll leyndarmálin sem hann faldi svo vandlega um ævina. Ekki verður farið námar út í þau hér en niðurstaða hans er sú að afstöðuleysið hafi verið hans helsti glæpur og þegar hann hugsar um hvað hann hafl gert verst, flnnst honum „tygin þungbærust" (135). Öldu mágkonu sinni lýsir hann þannig: „Hún var köld að utan, en heit að innan. Hún var hörð að utan, en mjúk að innan. Þannig eiga menn að vera. Og menn eiga að vera með mönnum. Oddur bróðir minn var maður. Það var rétt að þau áttust. Þvi það er á undarlegan hátt harmabót að verða vitni að hlutum undir sólinni sem eru réttir” (131). Enn ein hliðin á Friðþjófl kemur fram í minningargrein vinar hans, Lýtings Jóns- sonar, og fer lesanda þá að gruna að Lýtingur hafi e.t.v. ekki verið í raun alveg jafn innilega hriflnn af Friðþjófl og hann lætur vera eða getur jafnvel viðurkennt fyrir sjálf- um sér. Hann segir t.d. „Mér flnnst ekki að Friðþjófur sál- ugi hafl verið besserwisser, en hann var alltaf viss í sinni sök um að hann hefði rétt fyrir sér. Að hans eigin dómi var hann sjálfur besti heimildamað- urinn um flesta hluti“ (143). í lok bókarinnar eru birt bréf, þrjú úr þessum heimi og að lokum eitt að handan frá Geir- þrúði (Bíbí) Ólsen sem Hrefna mágkona hennar nam þannig, að hún féll í trans og ritaði bréflð síðan með ósjálfráðri skrift. Það er ansi fyndið bréf og kemur þar i ljós að ekki er allt eins og rannsóknir bentu til í „blíðheimi": „En það var nú meiri fjölbreytni í ýmsu í lífinu. Kannski var óhamingj- an meiri, en það var viss til- breyting í því“ (175). Og einnig segir í bréfinu: „Annars finnst mér vera einhver urgur í Öldu yngri. Hún sagði á afmælinu sínu að hún hefði sleppt þvi að deyja ef hún hefði vitað hverig þetta yrði hér fyrir handari' (174). Niðurstaða er því ef til vill sú að menn eigi að elska líflð hið jarðneska og vera menn til að lifa þvi. Og mikilvægara sé að geta horfst í augu við sjálf- an sig og eigið líf að leiðar- lokum en að hafa áhyggjur af minningargreinum eftir Pétur og Pál sem birtar verða að manni látnum. „Síðasta orðið“ er skopstæling og stundum gengur höfundur æði langt; persónur verða nánast alkára- legar og sumt er svo fáránlegt að það er ekki einu sinni fynd- ið. Ein og ein grein hefði líka vel mátt missa sín einfaldlega af því að persónurnar sem um ræðir eru of langt frá kjarna sögunnar og bæta engu við hana. Á hinn bóginn á höf- undur hrós skilið fyrir fjöl- breytt greinasafn þar sem greinarnar eru afar mismun- andi eftir þvi hver „skrifar“ þær. Og smám saman verður til saga. Og sú saga vekur spurningar sem skipta máli og reynt er að svara, eins og t.d. þegar Friðþjófur ívarsen spyr í minningargreininni um sjálf- an sig: „Hver er kjarni sann- leikans um líf einnar sálar?“ Margrét Eggertsdóttir 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.