Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 3
V E R A
J Ú N I
LÍTUM BJÖRTUM
AUGUM Á ELLINA
Ef við erum sæmilega heilsugóð geLum við gerL
elliárin falleg og góð. Við gelum líka gert þau
einmanaleg og lítið skemmtileg. Ef vilji er fyrir
hendi geta flestir í dag átt góða elli. Við megum
bara ekki ætlast til, að annað fólk skemmti
okkur. Við verðum að finna sjálf gleði í þvi sem
við tökum okkur fyrir hendur. Ef við lítum yflr
farinn veg hefur hann vafalaust verið rósum
og þyrnum stráður. En ef sorg væri ekki til, þá
væri heldur engin gleði. Ef við færum að telja,
kæmi í ljós, að rósirnar íleiri en þyrnarnir. Svo
er dásamlegt hvað við búum í góðu landi, sem gerir svo margt fyrir
gamla fólkið.
Ég gæti hvergi hugsað mér að eiga heimili nema á íslandi. Ég hef
ferðast nokkuð víða um Evrópu og fengið minn fróðleik um löndin
með því að tala við íbúana. Það er gaman að koma sem gestur en
ekki garðbúi. Einu sinni var ég að ferðast um Ítalíu og reyndi að
skoða eins mörg málverkasöfn, kirkjur og gömul klaustur eins og
timi var til. Á einu safninu voru mörg málverk eftir Rembrandt. Ég
horfði á þessi dásamlegu listaverk alveg hugfangin. Gleymdi tíma og
stað. Veit ég ekki fyrr en maður í munkaklæðum stendur við hlið
ntína og segir á ensku: „þetta var landi minn". Við töluðum saman
smástund inni á safninu. Svo fórum við á snyrtilegt og rólegt
kaffihús. Þar sagði hann mér æflsögu Rembrandts. Þegar jarðneskar
leifar eins hins besta málara allra tíma voru bornar til moldar í
Amsterdam árið 1669 grunaði fáa að verk hans mundu lifa um aldir
og verða að dýrmætum ijársjóðum. Ódauðleg verk. Fýrir öll þessi
fallegu listaverk lét Amsterdam borg 20 gyllini til greiðslu fyrir útför
hans.
Einn daginn tók ég til í saumakörfu minni. Þá sá ég að þar var
handavinna sem var ekki frágengin. Nú gekk ég frá þessu og
pressaði og sendi sem gjafir handa litlu stúlkunni minni i Kampala.
Hún hefur svo gaman af að punta kofa ömmu sinnar. Ég komst í
kynni við þessa stúlku í gegnum auglýsingu sem ég sá í tímaritinu
Time þar sem móðir Theresa kallaði á hjálp. Lítil stúlka, þriggja ára
gömul, hafði orðið fyrir þeirri ógæfu að uppreisnarmenn réðust inn
> kofa foreldra hennar og deyddi þau en skildu barnið grátandi eftir.
Amma hennar slapp, þvi hún var ekki heima og nú ganga þær um
óhreinar og betlandi í Kampala. Vill ekki einhver hér í heimi borga
mánaðarlega með barninu á barnaheimili? Ég hringdi strax í
viðeigandi samtök og eftir smá þóf tókst mér að ná i réttan mann. Ég
bað hann að hringja til Kampala og setja Dorrine strax á barna-
heimili og gefa þeim báðum að borða. Ég sendi peninga til ykkar
strax í fyrramálið, sagði ég. Síðan hef ég liaft þær á mínum vegum.
Ég hef aldrei orðið vör við annað en allt sem ég sendi hafl komist á
réttan stað. Forstöðukonan á barnaheimilinu, sem ég skrifast á við,
sendir mér alltaf þakkarbréf. Einu sinni skrifaði hún mér og spurði
hvort hún mætti senda Dorrine í skóla, leikfimi og söngkór sem
kostaði aukna peninga. Ég svaraði henni strax. Ég bað liana um að
láta hana læra allt sem hún hefði áhuga á. Þessi litla stúlka hefur
veitt mér svo mikla gleði. Bara með þvi að sauma á hana og ömmu
hennar. Og vita að þeim líður báðum vel í dag. Ég er svo þakklát
Guði fyrir að geta þetta.
Ef einhver er einmana sem les þessa grein mína þá ráðlegg ég
þeim að fara í kirkju því þar fær fólk hjálp við sínum vandamálum.
Eg get lofað þér því að þegar |)ú kemur heim til þín aftur lítur þú
björtum augum á lilveru þína. Guð blessi ykkur öll. □
Elsa Kristjánsdóttir.
„Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" söng
Megas á árum áður. Á undanförnum vikum hefur verið
bent á erfitt hlutskipti karla. Þegar öllu er á botninn
hvolft virðast konur hafa það miklu betra. Konur lifa
lengur, færri látast af slysförum eða binda endi á líf sitt,
eiga við vímuefnavandamál að striða, heiðra fangelsi
eða geðdeildir með nærveru sinni og stúlkur þurfa
síður á sérfræðiaðstoð að halda en drengir i skólum
landsins. Þetta eru ógnvekjandi staðreyndir og mál til
komið að ræða málin og leita úrræða. Hins vegar skýtur
skökku við að ríkisvaldið skuli eiga frumkvæðið að
þessari umræðu, með þvi að skipa nefnd til að kanna
stöðu karla í breyttu samfélagi. Gafst félagsmála-
ráðherra upp á að bíða eftir að frumkvæðið kæmi úr
grasrótinni, eða er þetta dæmi um hve langt karlmenn
eru leiddir í aumingjaskapnum að það þurfl að skipa þá
í nefnd til að fá þá til að ræða hagsmunamál sín? Það er
miður að nokkrir nefndarmenn skuli haga málflutningi
sínum þannig að ætla mætti að um gagnbyltingu sé að
ræða og að tilgangur nefndarinnar sé að klekkja á
konum og þvi sem kvennabaráttan hefur fært þeim.
Hvaða ávinningur er það fyrir nefndarmenn að gera lítið
úr jafnréttisbaráttunni og þeim konum sem hafa leitt
hana? Er tilgangur nefndarinnar að vinna gegn jafnrétti
og veija forréttindi karla? Ætlast félagsmálaráðherra til
að mark sé tekið á nefndinni þegar málflutningurinn er
eins og hjá Guðmundi Ólafssyni í viðtölum við ljöl-
miðla? í Pressunni þann 18. júní segir hann m.a. að
jafnréttismálin hafl einangrast í einhverjum hópi
sértrúarkerlinga og að þessi mál hafl verið rekin eins og
einkamál kvenna sem komi körlum ekki við. Er það
virkilega álit nefndarmanna að konur hafl sjálfviljugar
einokað umræðuna? Konur hafa ákallað karlmenn
árum saman um að axla ábyrgð og leggja jafnréttis-
málum lið. Rauðsokkahreyflngin var opin körlum og
þar voru nokkrir sem tóku virkan þátt í umræðunni.
Hinsvegar hafa karlar í valdastöðum neitað að taka þátt
í baráttunni. Það er óþarfl hjá körlum að kenna konum
um eigin leti og sinnuleysi. Nær væri að konur og karlar
tækju höndum saman og reyndu að mjaka jafnréttis-
málunum áfram heldur en að eyða orkunni í skítkast.
RV
I ÞESSARI VERU:
KARLMENN 6-21
Tema blaðsins að þessu sinni er um karlmenn,
karlmenn, karlmenn, þessar elskur.
UPP UM FJÖLL OG FIRNINDI og 22
HVERNIG VÆRI AÐ HREYFA SIG 26
Sumaríð er tilvalinn tími til að hefja líkamsrœkt í
einhverju formi. Hér er fjallað um fjallgöngur
og skokk.
GOÐSAGAN UM FEGURÐINA 28
FÁ KONUR AÐRA LÆKNISMEÐFERÐ 30
í LEIT AÐ ÁST 32
ÞINGMÁLAFRÉTTIR 34
TJÁNING MEÐ KERJUM
Rœtt við Krlstin MCKirdy, leirlistarkonu 36
BÓKADÓMAR 38
3