Vera - 01.06.1992, Qupperneq 4

Vera - 01.06.1992, Qupperneq 4
LESENDABRÉF KARLMENN Á K R O S S VERA Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi stöðu karla í dag. Ég held nefnilega að þeir séu á krossgötum ef ekki á villigötum. Konur hafa gert stór- átak í sínum málum og breytt stöðu sinni. Við það hafa gömlu mynstrin riðlast og staða karla og barnaíjölskyldna beðið nokk- urn hnekki. Karlar hafa nú tækifæri til að endurskoða stöðu sína og losna úr þeirri sjálf- heldu, sem ég held að þeir séu í. Ég er karlmaður á miðjum aldri. Það var ekki íyrr en ég hafði lent i hjónabandskrísu og skilnaði, að ég fór að átta mig á því hversu skaðleg sú braut er, sem ég var á og margir karlmenn eru á í dag. Við erum aldir upp við það að vera harðir af okkur, loka á tilfinningar, vera eins og vel smurð vinnuvél. í hetju- hlutverkinu áttum við að taka ábyrgð á konunni, gera hana hamingjusama, fullnægja henni, ala önn fyrir henni og börn- unum. Það má vel vera að þetta hlutverk hafi hentað karlmönn- um hér áður fyrr við aðrar aðstæður, en ég er efins um að það sé þeim til framdráttar í dag. Eg vil reyndar halda þvi fram að það sé þeim skaðlegt og oft á tíðum ástæðan fyrir ýmsum kvillum sem hrjá karla í dag, svo sem stressi, þunglyndi, áfengis- og vinnuíikn, hjartakvillum, sjálfsvigum o.s.frv. Það að karlmönnum skuli vera kennt að loka á tilflnningar sínar og vera töff gerir þá ef til vill að góðum „hermönnum eða vinnuvélum" en að sama skapi ófæra um að meta stöðu sína í tilfmningasamböndum við konur. Enda láta margir karl- menn konur einar um að leysa úr tilfinningamálum sem upp koma í sambandinu. Þannig verða þeir mjög ósjálfstæðir og háðir konum og eiga því mjög erfitt með að fóta sig ef til skilnaðar kemur. Jafnframt er það mjög skaðlegt fyrir karl- menn þegar mæður og eigin- konur hafa af þeim ábyrgðina og láta þá ekki þrifa eftir sig, þvo af sér, elda o.s.frv. Þetta er einnig liður í að gera þá ósjálfstæða og háða sér. Sú árátta hjá mér og öðrum körlum að finnast við bera ábyrgð á hamingju eiginkvenna okkar varð tii þess að ég fylltist sektarkennd, þegar hjónabandið fór að riðlast. Það var ekki fyrr en ráðgjafi, sem ég leitaði til, benti mér á að ég bæri fyrst og fremst ábyrgð á sjáifum mér, liðan minni og gjörðum að ég fór að átta mig á því að ég virtist taka á mig sökina fyrir okkur bæði. Þegar ég fór að gera mér grein fyrir rétti mínum og standa með sjálfum mér fór hjóna- bandið endanlega út um þúfur. Ég fór fram á forsjá fyrir syni okkar hjóna, en var vinsamleg- ast bent á af lögfróðum mönn- um, að móðurrétturinn væri það sterkur að litlar líkur væru á að ég fengi forsjána gegn viija hennar, nema að ég gæti sannað geðbilun eða áfengisfikn upp á hana. Ég lét því málið niður falla. Ég flutti fljótlega úr húsinu okkar þar sem konan sat eftir með búið og börnin, uns það seldist ári seinna. Ég var í raun allslaus á götunni og enn á fúllu í hetjuhlutverkinu. Margir karl- ar sem hafa lent i skilnaði hafa svipaða sögu að segja. Síðan eru liðin tvö ár og þau hef ég notað til að byggja mig upp. Eftirfarandi atriði hafa reynst mér vel til að losna úr þeirri sjálfheidu sem ég var kom- inn í og breyta stöðu minni í stað þess að hrökkva í sama farið aftur: ■ Bæla ekki tilfinningarnar, viðurkenna vanmátt sinn, galla og mistök. Það er ekkert ókarlmannlegt við það. ■ Rækta vináttusambönd við aðra karlmenn og ræða við þá sem eru í svipaðri stöðu. í því felst mikill stuðningur. ■ Biðja um hjálp, hvort sem um er að ræða ráðgjöf hjá fagfólki eða stuðning frá fjöl- skyldu og vinum. Við þurfum ekki að leysa öll mál einir. MJÚKIR MENN Í ÚTRÝMING KÆRA VERA Ég er karlmaður kominn fast að þrítugu og myndi, ef raðað yrði í flokka, teljast til svokallaðra mjúkra manna. Ekki svo að skilja að ég sé nein gunga, heldur tel ég mig vei upplýstan og á fremur auðveit með að tala um og tjá tilfinningar mínar. Það sem veldur mér nokkru hugarangri er sú staðreynd sem blasir við mér, að konur, þrátt fyrir jrfirlýsingar um hið gagn- stæða, sækjast ekki eftir mínum líkum nema til vináttu og kunn- ingsskapar. Ég hef alla tíð átt góðar vinkonur og oft þurft að horfa upp á þær hlaupa upp um hálsinn á hverjum skíthælnum á fætur öðrum og hafa svo fátt annað upp úr þvi en þjáningu og niðurlægíngu. Nú gæti einhver haldið af framansögðu að eitt- hvað kynni að vera að útlitinu eða að ég sé svo drepleiðinlegur að jafna mætti við pest og plágu. Reynsla mín af skemmtanalífinu er hins vegar sú að þar hafi ég úr nógu að moða og ekkert skorti á tiiboð um tjaldstæði tii einnar nætur. Komi hins vegar til tals að hafa framhald á, fara konur unnvörpum undan í flæmingi, enda virðist ég hvorki líklegur til að skaffa nógu vel vegna skorts á karllegum metnaði, né er ég það iangt genginn í aikohóiisma eða töku hormónalyfja, að ég sé líklegur til að valda dvöl í kvennaathvarfi. Metnaðarfulli dugnaðarforkurinn sem einskis svifst í framapoti sínu og fórnar öllu í kringum sig fyrir vegfyllur og völd, virðist ennþá halda velli og ekki skemmir það neitt fyrir ef hann, yfirkominn af stressi, tek- ur tappa úr flösku og gengur í skrokk á sínum nánustu. Ég skal játa að ég er kannski að taka versta dæmið, en það er jafn ljóst að hóílegar tilhneig- ingar í þessa átt njóta hyili jafnvel skynsömustu kvenna. Þessi manngerð er dragbítur á jafnréttið og krumpurnar í til- G Ö T U M ■ Reyna að vinna úr erfiðum tilfinningum sem óhjá- kvæmilega fylgja skilnaði, áður en farið er í annað sam- band. ■ Hlusta á sjálfan sig og leita svara þar. Gömlu hlutverkin duga skammt. ■ Sýna sjáifum sér og öðrum virðingu og umburðarlyndi. ■ Breyta sjálfum sér og afstöðu sinni en ekki heiminum eins og okkur körlum er tamt að gera. ■ Hfúa að sjálfum okkur, elda mat, þvo og þrifa eftir sig, velja föt og híbýli. Það gerir okkur sjálfstæða. ■ Sinna andlegum þörfum, t.d. með tónlist, myndlist, úti- veru og trúrækni. í því felst mikill styrkur. ■ Sinna heilsu sinni og likama en misbjóða ekki með áfengi og of mikilli vinnu eða skorti á svefni og hvíld. ■ Sinna börnunum og rækta sambandið við þau. Það gef- ur ótrúlega mikið. ■ Styðja við vöxt og viðgang kvenna. Hefðbundin kyn- hlutverk eru báðum kynjum skaðleg. Að lokum vona ég að karlar og konur megi tengjast sem sterkir og sjálfstæðir einstakl- ingar og byggja upp heilbrigt fjölskyldulíf, þar sem svigrúm er fyrir hinar ólíku þarfir ein- staklinganna. □ Mannvera R H Æ T T U ? finningalífl slíkra manna gegn- sýra valdastofnanir samfélags- ins. Og þar kann skýringin að leynast þvi siíkir menn, þrátt fyrir vanhæfni sína tii að veita tilfinningalegt öiyggi og vellíðan, eru auðvitað manna líklegastir tii að veita íjárhagslegt öryggi. Ég held að konum væri óhætt að skoða hug sinn vendi- lega og athuga hvort þær eigi sjálfar ekki sinn þátt í að viðhalda þeirri karlímynd (les: karlómynd) sem þær i senn fyrir- líta og sækjast takmarkalaust eftir. Það hlýtur að vera á valdi kvenna að sjá til þess að stofn mjúku mannanna haldi velii, en deyji ekki út vegna skorts á eftirspurn. □ Einn mjúkur á Melunum 4

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.