Vera - 01.06.1992, Qupperneq 9

Vera - 01.06.1992, Qupperneq 9
Ljósm.: Þórdís Ágústsdóttir aðir og leikþátturinn „Karlar óskast í kór“ sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Jafn- réttisráð (Jármögnuðu árið 1988. Frumsýning var í nóvember sama ár í matsal starfsmanna hjá íslenska Álfélaginu í Straumsvík og fékk góðar undirtektir. Leik- þátturinn tók m.a. á spurningum um kynhlutverk karla, stöðu þeirra í atvinnu- og fjölskyldulífi og samskipti karla við konur sínar og börn. Bandaríska karlahreyfingin hef- ur verið iðin við að skapa nýja karlmennskuímynd því þeir telja að drengir hafi glatað henni þegar vinna feðra færðist út af heimil- inu, eða býlinu, samfara iðnbylt- ingunni. í dag eru drengir skildir eftir með ímyndir sem þeir sjá í sjónvarpi og öðrum miðlum. Bly og félagar segja að mæður geti ekki einar alið upp drengi þannig að þeir verði karlmenn. Þeir hvetja því meðlimi sína til að leita að og finna karlmennsku sína og taka svo ábyrgð á uppeldi barna sinna, ekki síst drengjanna til að forða þeim frá því að verða óábyrgir unglingar langt fram yfir fullorðins aldur. Einnig hefur karlahreyflngin staðið að svo- kölluðum villimannanámskeið- um (sjá grein bls 12) og sjálfs- hjálparhópum fyrir karla í tilflnn- ingakreppu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að karlmenn á íslandi eigi ekki síður við tilfinningakreppu og vandamál að stríða en kyn- bræður þeirra erlendis. Á fyrr- nefndri ráðstefnu dró Ásþór Ragnarsson sálfræðingur upp dökka mynd af þvi hvernig lífið fer með karlmenn hér á landi. Af þeim sem þurfa á séraðstoð í skólum að halda eru strákar um 75% tilfella. Skjólstæðingar unglingaheimilisins em yflr 70% drengir og einnig eru drengir í meirihluta þeirra sem vistaðir eru á barna- og unglingageðdeildum. Svipaða sögu er að segja um þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða, gista fangelsi landsins og eiga dóma yflr höfði sér. Meðalævi karla er styttri en kvenna og á aldrinum 15 til 19 ára er dánar- talan tvöfalt hærri hjá strákum en stelpum og á aldrinum 20 til 24 ára er hún þrefalt hærri hjá körlum. Helsta dánarorsök ungra karla eru slys og sjálfsvíg. Eftir 45 ára aldurinn hafa hjartasjúk- dómar og krabbamein vinning- inn. Þetta segir Ásþór vera það gjald sem karlmenn greiða fyrir karlmennsku sína og var augljóst að áheyrendum brá í brún. Það er þvi tímabært að feður geri það sem gera þarf til að breyta örlög- um sona sinna. Það er kominn tími til að karlar viðurkenni að þeir em í tilvistarkreppu og eigi erflðara með að fóta sig í breyttu þjóðfélagi og tali um það sín á mllli. Flestir karlar tala mest um pólitík, peninga og íþróttir í kaffitím- unum en heyrst hefur að það sé eitt mál sem karlar tali um af tilfinningahita, en það sé réttur þeirra til barna sinna. Davíð Þór Björgvinsson dósent við Háskól- ann, segir lögin byggja á algjöru jafnrétti kynjanna en telur fram- kvæmdina mótaða af mæðra- hyggju og þar halli á karla. Davið sagðist ekki vilja dæma um það hvort framkvæmdin sé rétt eða röng en segir hana byggða á þeim hugsunarhætti að körlum sé ekki treystandi íýrir barnauppeldi. Eftir athugun hans á þvi hvernig sifjalög halla á karla komst hann að þeirri niðurstöðu að karlar geti í mjög fáum tilvikum fengið forsjá yíir börnum sínum. í véfengingar- málum geta konur farið fram á að fá faðerni barna sinna staðfest en löggjafinn gerir ekki ráð fyrir að karlar geti sótt þann rétt. Það á eftir að reyna á ný lög um sam- eiginlega forsjá en þau gera ráð fyrir þvi að foreldrar séu sammála um að deila forsjánni. Fáir karlmenn taka fæðingarorlof og ef til vill er megin ástæðan sú að þeim dettur það hreinlega ekki í hug eða þá að þeir vita ekki um rétt sinn til þess. Samkvæmt lögum eiga bæði karlar og konur rétt á fæðingarorlofi. En taki karl- inn fæðingai'orlof dregst það frá fæðingarorlofl móður. En þó svo að karlmenn eigi rétt á fæð- ingarorlofi hafa fæstir efni á þvi. Aðeins fastráðnar konur hjá hinu opinbera fá launin sín greidd á meðan þær eru í barneignarfríi. Konur á hinum almenna vinnu- markaði sem eru í hálfu staríi eða meira fá fæðingarstyrk frá Trygg- ingastofnun upp á 25,090 kr. 9

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.