Vera - 01.06.1992, Side 10
Ljósm.: Þórdís Ágústsdóttir
ásamt fæðingardagpeningum,
1052 kr. á dag. Karlar, bæði þeir
sem eru fastráðnir hjá ríkinu og á
hinum almenna vinnumarkaði,
fá yfirleitt aðeins dagpeninga frá
Tryggingastofnun. Karlar sem
starfandi eru á hinum almennna
vinnumarkaði og eiga konur sem
starfa hjá hinu opinbera, fá engar
peningagreiðslur frá Trygginga-
stofnun ef þeir taka sér fæðingar-
orlof. Ef lesendum finnst málið
ílókið þá eru þeir ekki einir um
það. Elsa Þorkelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs kall-
ar þetta „algjört klúður". Fyrir
fáeinum árum var þetta kært til
Jafnréttisráðs en þá taldi ráðið
ekki að um brot á jafnréttislögum
væri að ræða því fæðingarorlof
væru sérréttindi kvenna. Nú hef-
ur aftur verið lögð fram kæra af
karli sem er á hinum almenna
vinnumarkaði og á konu sem
vinnur hjá hinu opinbera og nú er
bara að bíða og sjá hvað hið nýja
Jafnréttisráð ályktar. Karlar hafa
annars ekki kvartað yfir þessum
lögum því langflestir eru ekkert
að hugsa um að fara í fæðingar-
orlof og láta konurnar einar um
þetta.
Björninn er ekki unninn þó svo
að bæði kynin fengju jafnan rétt
til að taka fæðingarorlof með
sömu peningagreiðslum. Hugs-
unarháttur atvinnumarkaðarins
gagnvart körlum sem hafa áhuga
á að fara i fæðingarorlof er ekki
hvetjandi. Menn sem hafa hugsað
sér að vera með nýfæddu barni
sínu eru ekki álitnir traustir
starfskraftar og starfsbræður
þeirra gera gys að þeim. Karlar í
Svíþjóð sem geta tekið fæðingar-
orlof jafnt og konur taka það oft
ekki vegna andstöðu sem þeir
mæta á vinnumarkaðnum. Ef
karlar hafa áhuga á að breyta
þessum hugsunarhætti þá er það
þeirra að vinna að því, þetta er
hugsunarháttur karla gegn
körlum.
ICannski hafa kynin fundið hér
„sameiginlegan óvin“ sem er
vinnumarkaðurinn. Það er jú
hann sem er að gera öllum erfitt
fyrir með því að gera ekki ráð
fyrir að fjölskyldulífið skipti fólk
máli. □
ÞB
10