Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 13

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 13
Ljósm.: Þórdís Ágústsdóttir Hvort þessi nýja hreyfing karla nær að skjóta rótum hér á íslandi verður tíminn að leiða í ljós. Kannski eiga menn á öllum aldri eftir að storma um Ijöll og firnindi í leit að karlmennskunni og mun mörgum þykja kominn tími til. Það er óneitanlega léttir að vita til þess, að einhversstaðar skuli karlar vera farnir að gráta á öxlunum á hver öðrum frekar en að leita ætíð til kvenna með tilfinningaleg vandamál sín. Þótt efast megi um að eitt helgar- námskeið í karlmennsku geri útslagið verður spennandi að fylgjast með framvindu mála. Því hefur oft verið haldið fram, að ákjósanlegustu makarnir séu karlar sem eru í góðu tilfinninga- legu sambandi við mæður sínar. Sé tekið mið af hugmyndafræði þessarar nýju hreyfingar þá ættu konur ekki að horfa á hvernig tilvonandi maki kemur fram við mömmu sína heldur hvort hann geti sagt við föður sinn: pabbi ég elska þig! □ DHK 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.