Vera - 01.06.1992, Síða 15
Það er staðreynd að
fjölmargar konur eru
aæmdar til skírlífis af
þeirri einföldu ástæðu
að það eru allt of fáir
bitastæðir karlmenn
á markaðnum.
ráða sig sem ráðskonu í sveit þvi
að sjömenningarnir töldu sig í
sameiningu hafa skannað allt
landið og miðin og ástandið er víst
síst betra þar en í höfuðborginni.
Því miður heyra húsmæðraskólar
sögunni til en þeir reyndust
mörgum vel enda kallaðir
„Vetrarhjálpin" í sumum sveitum.
Magn og gæði fara að vísu ekki
saman en getur það verið að konur
geri allt of miklar kröfur til karla?
Hvað er það í fari karla sem heillar
konur? Og hvernig stendur á þvi
að sumir ganga út aftur og aftur
án þess að nokkuð sé í þá spunnið
á meðan aðrir hafa engan sjéns?
Er eitthvað til í skithælakenning-
unni? Verða karlmenn að vera
skíthælar til að konur laðist að
þeim og eru „góðir menn“ þar af
leiðandi ekki nógu spennandi?
Hver kannast ekki við þægilega
náungann sem engin lítur við fyrr
en utanaðkomandi kona kemur á
vettvang, krækir í hann og þá
kemur iðulega í ljós að hann ber af
öðrum mönnum sem eiginmaður
og faðir? Hvernig líður karlmönn-
um sem eru komnir í neyðarúrtak
kvenna sem vilja skyndikynni? Af
hverju eiga svo margir karlar erfltt
með að horfast í augu við konur á
sunnudagsmorgnum?
Konur virðast eiga
erfiðara með að
aðgreina ást og
kynlíf og ef allt
þrýtur ímynda þær
sér ao þær séu
a.m.k. skotnar í þeim
sem þær sváfu hjá.
Það greip um sig óttablandin
reiði hjá konum sem lásu í virtu
amerísku tímariti fyrir nokkrum
árum að það væru meiri líkur til
þess að tæplega fertug kona yrði
fyrir barðinu á hiyðjuverka-
mönnum en að hún giftist. Engin
„viðurkennd" könnun hefur verið
gerð á giftingarlíkum íslenskra
kvenna en árið 1965 kom út bók
sem nefnist Samskipti karls og
konu eða félagsfræði fjölskgldu-
og hjúskaparmála eftir Hannes
Jónsson félagsfræðing. Þar segir
m.a. frá útreikningum deildar-
stjóra á Hagstofunni sem full-
reiknaði „dæmið um giftingar-
líkur ógiftra íslendinga á ýmsum
aldri“. í „myndriti“ sem sýnir
giftingarlíkur ógiftra kvenna á
íslandi segir: „Líkurnar til þess að
kona giftist einhvern tima á
ævinni eru mestar á tímabilinu
15-19 ára, en gera má ráð fyrir að
af hveijum 100 þeirra, sem lifa,
giftist 94 einhvern tíma á ævinni
en aðeins 6 pipri. Eftir þvi sem
konan eldist ógift rýrna stöðugt
giftingarmöguleikar hennar. Sé
hún ekki gift 25 ára gömul eru
giftingarlíkurnar komnar niður í
79%, við 35 ára aldurinn niður í
30%, og úr þvi að konan verður
45 ára án þess að hafa gengið í
hjónaband, eru 91% likindi til
þess að hún pipri og við 50 ára
aldurinn 96%.“
Þegar ég var í fyrsta bekk
Kvennaskólans lagði dýrafræði-
kennarinn mikla áherslu á að við
vönduðum makavalið. Hann gaf
okkur m.a. það ráð að athuga
fjölskyldusögu draumaprinsins
og kanna vel hvort einhveijir
ættgengir sjúkdómar, geðveiki
eða diykkjusýki leyndust þar.
Væri um slíkt að ræða kom
viðkomandi að sjálfsögðu ekki til
greina sem lífsförunautur og
barnsfaðir. Siðan átti að bjóða
þeim heim sem sluppu í gegnum
sjúkdómspróflð og láta móður
okkar velja manninn. Skömmu
fyrir útskrift benti annar kennari
okkur á að annaðhvort yrðum við
að ná okkur í mann 17 ára
gamlar eða bíða eftir annarri
umferð. Henni láðist að geta um
kosti og galla hvorrar aðferðar um
sig og urðum við að flnna út úr
því sjálfar. Á þessum árum fannst
mér hjúskaparmynstrið í heima-
sveit minni sáraeinfalt, unglingar
fóru að stunda böllin eftir ferm-
ingu, komust á fast (oftast með
strák eða stelpu úr næstu sveit) í
síðasta lagi um bílprófsaldur og
fóru að búa um leið og húsnæði
fékkst. Flestir byggðu fljótlega
litið einbýlishús, stelpurnar settu
bleyjurnar í fermingarskattholið
en strákarnir hurfu undir bílinn
úti í bílskúr. Ef strákar þóttu of
drykkfelldir var sagt að allt sem
þeir þyrftu væri góð kona. Þegar
hún var fengin heyrði óhófleg
neysla áfengis yflrleitt sögunni til
og hjónin stunduðu þorrablót og
árshátíðir, eignuðust tvö til þijú
börn og virtust sæmilega ham-
ingjusöm. Þeir sem einhverra
hluta vegna fylgdu ekki forskrift-
inni, lentu t.d. í ferðalögum, fóru
í skóla fjarri heimabyggð, voru
bindindismenn eða fengu ekki
15