Vera - 01.06.1992, Síða 24

Vera - 01.06.1992, Síða 24
 SUMARRÉTTIR Lasagne Sósan: 4 dósir tómatsósa (ekki Ketchup heldur Tomato sauce) 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 lítil dós tómatmauk (puré) 1 msk basilíkum 1/2 msk oregano salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk. Allt sett í pott og látið krauma. Kjötið: 1 kg nautahakk 1 laukur 1 stór dós kotasæla Rifinn parmesenostur eftir smekk. Kjötið og laukurinn er steikt- ur á pönnu, blandað út í sósuna og látið malla áfram, á meðan lasagneblöðin sjóða. 6-8 lasagne- blöð soðin þar til þau eru lin, eða í 8-10 minútur. Setjið örlitla matarolíu út í til að blöðin festist ekki saman. Hellið síðan vatninu af blöðunum í gegnum sigti. Nú er röðin komin að því að raða lasagneblöðunum ofan í djúpt eldfast mót. Sósan er sett á botninn, nokkur lasagneblöð ofan á hana, svo er sósan sett aftur, þá er helmingnum af kota- sælunni dreift þar yfir, auk smávegis af parmesanosti. End- urtakið þetta þar til allt er búið en efsta lagið á að vera sósa. Bakað í ofni í 30-40 mín. við 170 gráður á C. Gott er að setja parmesanost efst á réttinn, síðustu 10 mínút- urnar til þess að hann fái brúna, fallega áferð. Gott meðlæti er grænmetissalat. Hippasalat (stoiið, stæit og skrumskælt frá mörgum vinkon- um) íyrir 15 manns. 2 Camenbert ostar mikið af brokkolí 1-2 pakkar al tortellini með osti 8 gulrætur ;■ 1 pk af niðursneiddri skinku 2 rauðar paprikur 2 gular paprikur Tortellini er soðið og kælt. Grænmetj, skinka og ostur skorið í bita. Öllu blandað saman í skál. Sósa: 2 dl olíafl 1 dl edik | 1 tsk hvitlauksduft 1 tsk sinnep 1/2 tsk salt 1/2 tsk pipar Sóspnni er hellt yflr salatið. Gott er að bera fram brauð og osj| með salatinu. Gerbrauð Kristínar 50 gr þurrger, ca einn pakki 5 dl mjólk 1-2 dl súrmjólk eða jógúrt 2 tsk salt 2 msk matarolía 5 dl rúgsigtimiöl 8 dl hveiti 250 gr heslihnetukjarnar i flögum Hitið mjólkina í 37 gráður á C. Setjið matarolíuna út í volga mjólkina, ásamt saltinu, súr- mjólkinni eða jógúrtinu. í annari skál skal blanda saman rúgmjöli, þurrgeri og heslihnetuflögum. Síðan á að setja vökvann út í það og hræra saman. Seinast bætir maður hveitinu út í og hnoðar það upp þar til það festist ekki lengur við hendurnar. Látið deigið hefast í skálinni í tvöfalda stærð sína, eða í ca 30 mín. Best er að loka skálinni og láta hana sitja í volgu 37 gráðu heitu vatnsbaði á meðan deigið er að hefast. Þegar deigið hefur hafið sig er það hnoðað upp aftur, tvö kringlótt brauð formuð, sett á plötu og bökuð við ca 180 gráður í ca 50 mínútur, eða þar til deigið festist ekki við pijón. 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.