Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 28

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 28
OÐSAGAN U M FEGURÐINA Barmurinn á að vera stór, mjaðmirnar þrýstnar og maginn kúptur. Sitjandinn og lærin stór og stinn og handleggirnir mjúkir og óvalir. Nú er svo komið að útlitið sem þykir hvað eftirsóknarverðast, er langt frá því að falla inn í þann ramma sem nóttúran gerir ráð fyrir. ICrafan um fegurð hefur fylgt konum frá örófi alda og það er sama í hvaða menningarheim er leitað, allsstaðar er til ímynd hinnar fallegu konu. Víða þykir fallegt að konur séu þiýstnar. Á Samoaeyjum þykja þær til dæmis fyrst fallegar þegar þyngdin er komin yfir 100 kg og á Indlandi þykja konur fallegri því feitari sem þær eru. Ég komst einhvers- staðar yfir rit sem heitir The Perfumed Garden og er skrifað af Shaykh Nefzawi á sextándu öld. Þar lýsir höfundur unaði ástarlífsins og að sjálf- sögðu lýsir hann einnig fegurðardís þeirra tíma. Hún á að vera mittis- grönn, stóreygð með ávalar kinnar, fingert nef og þrýstnar varir. Barmurinn á að vera stór, mjaðmirnar þiýstnar og maginn kúptur. Sitjandinn og lærin stór og stinn og handleggirnir mjúkir og ávalir. Ekki þótti eftirsóknarvert að hafa hrokkið hár, vera smáeygð, stór- mynnt, með skörðóttar tennur og hrukkóttar kinnar. Konur áttu hvorki að vera horaðar, með slöpp bijóst og maga, né hand- eða stórfættar. Svipaðar lýsingar fylgja á karlmönnum, þótt meira sé lagt upp úr þvi að þeir séu góðir elskhugar, þvi sá sem fullnægir ekki konu sinni getur ekki búist við að vera húsbóndi á sínu heimili! Konur á þessum tíma hafa eflaust haft fjölmörg ráð til að öðlast hið eftirsótta útlit eins og kynsystur þeirra á öllum tímum. Sé lesið á milli línanna í lýsingum þessa arabíska nautna- belgs er þó augljóst að konur hafa ekki staðið frammi fyrir jafn stór- brotnu vandamáli og kynsystur þeirra á Vesturlöndum í dag. Hið þráða útlit hefur nefnilega nálg- ast að líkjast sköpulagi kvenna sem fá nóg að borða og þurfa ekki að vinna erfiðisvinnu, þær eru þrýstnar og mjúkar. Fegurðarímynd hinnar vestrænu nútímakonu er hins vegar mun ílóknara fyrirbæri og nú er svo komið að útlitið sem þykir hvað eftirsóknarverðast, er langt frá því að falla inn i þann ramma sem náttúran gerir ráð fyrir. Af síðum tískublaðanna blasa við okkur konur sem eru tæplega tveir metrar á hæð, virðast vega um 40 kíló og hafa svipað ummál brjósta og þær stöllur Monroe og Bardot. Konur létu sér lengi vel nægja að hoppa og hamast í leikfimi alla daga og lifa undir hungurmörk- unum til að nálgast hið eftirsótta útlit, en samkvæmt nýjustu tölum frá Bandaríkjunum þjást tvær af hveijum tíu konum af lystarstoli. Síðasta áratuginn hafa læknavísindin bætt um betur og fært mörk þess mögu- lega töluvert út. í engri grein læknisfræðinnar er jafn mikil gróska og i lýtalækningum og konur gangast í auknum mæli undir ýmiskonar aðgerðir til að láta sníða af sér vankantana. Nú þykir sjálfsagt að fara í andlits- fyftingu, láta sjúga fitu úr maga og lærum og stækka brjóstin. Konum er talin trú um að þessar aðgerðir séu hættulausar og sárs- aukalitlar en lýsingarnar minna helst á pyntingaaðferðir miðalda. En hvers vegna láta konur teyma sig endalaust á asnaeyrunum og eyða of Ijár í alls konar „fegrunar- lyf' sem eru meira og minna gagnslaus eða láta jafnvel kvelja sig og pína fyrir hið „rétta" útlit? í bókinni The Beauty Myth eða Goðsagan um fegurðina, íjallar Naomi Wolf á mjög sannfærandi hátt um þá spennitreyju sem feg- urðarkrafan er orðin fyrir banda- rískar konur. Wolf rekur þessa þráhyggju varðandi útlitið ekki til hégómagirndar kvenna heldur segir að hér sé um hápólitískt mál að ræða sem rekja megi til auk- innar þátttöku kvenna í atvinnu- lífinu. Með aukinni menntun og tilkomu pillunnar hafi möguleik- ar kvenna til þess að keppa við karla á vinnumarkaði aldrei verið meiri. Wolf segir konur hafa staðið körlum fyllilega á sporði á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir tvöfalt vinnuálag, enda bendir hún á að konur um allan heim vinni mun lengri vinnudag en karlar. Þessi framsókn kvenna hefur haft þær afleiðingar að það þrengist um karla á vinnumark- aðinum og auk þess eru gerðar auknar kröfur til þeirra heima fyrir. Hinar síauknu útlitskröfur sem gerðar eru til kvenna eru nýjasta vopn karlveldisins til að tryggja stöðu sína á vinnumark- 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.